Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 7
Guðrún Gunnarsdóttir Fædd 5. maí 1958 Dáin 29. apríl 1983 Föstudaginn 29. apríl s.l. lést á Landspítalanum í Reykjavík frænka mín Guðrún Gunnarsdóttir frá Hvolsvelli. Andlátsfregn hennar kom ekki mjög á óvart, þar sem ljóst hafði verið um nokkurt skeið að hún fór halloka í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Guðrún átti ekki langt lífshlaupaðbaki, rétt tæpra 25 ára er hún hrifin brott úr þessum heimi. Maðurinn með ljáinn hefur að þessu sinni lagt að velli unga og fagra rós í blóma lífsins. Pessi sami sláttumaður hefur reyndar verið stórhöggur í fjölskyldu Guðrúnar að undanförnu, því ekki eru nema tæpir þrír mánuðir síðan Sigríður amma hennar lést eftir erfiða sjúkdómslegu og fyrir tveim árum varð Hörður móðurbróðir hennar bráðkvaddur rétt rúmlega fertugur að aldri. Guðrún var einkadóttir þeirra hjónanna Ásu Guðmundsdóttur frá Rangá í Djúpárhreppi og Gunnars Guðjónssonar.frá Hallgeirsey í Landeyj- um. Þau hjón Ása og Gunnar reistu sér hús og stofnuðu myndarlegt heimili að Vallarbraut 6 í Hvolsvelli. Kringum húsið komu þau sér upp með dugnaði og atorku fallegum trjágarði, einhverjum þeim fegursta sem ég hef augum litið. Þarna átti Guðrún heimili sitt allt fram á fullorðinsár. Skólagöngu sína hóf hún í barna- og gagnfræða- skólanum á Hvolsvelli og sóttist henni námið vel, enda var hún góðum gáfum gædd. Eftir að hún hafði lokið landsprófi frá Hvolsskóla lá leið hennar í Menntaskólann að Laugarvatni og þaðan lauk hún stúdentsprófi vorið 1978. Að loknu stúdentsprófi fór hún til Vestmannaeyja og þar byrjaði hún að búa með eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Davíðssyni frá Vestmannaeyjum. í Eyjum starfaði hún á sjúkrahúsinu og sem fóstra á barnaheimili. En eftir um það bil árs dvöl í Vestmannaeyjum fluttu þau Sigurður og Guðrún til Reykjavíkur, þar sem hún hóf nám í Hjúkrun- arskóla íslands. í Hjúkrunarskólanum hafði Guðrún lokið tveim vetrum af þrem ersjúkdómur sá er nú hefur dregið hana til dauða aftraði henni frá frekara námi. Ég man fyrst eftir þessari frænku minni sem björtum glókoll í heimsókn hjá afa sínum og ömmu á Rangá. Það var þó ekki fyrr en allnokkr- um árum síðar er ég bjó einn vetur á heimili kirkjugarði, þar sem pabbi, mamma og annað skyldulið hvíla einnig. Ég vona nú samt, að vorgoian eigi eftir að breiða friðarlín yfir þennan stað. Ég vil með þessum fáu línum, þakka minni kæru systur, tyrir allt gott, fyrr og síðar. Bið ég algóðan guð að leiða hana á sínum vegum. Bið ég guð að blessa börn hennar, tengdabörn og barna- börn og blessa þeim minninguna um hana. Ykkur öllum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þín. Fanncy Gunnarsdóttir fjölskyldunnar að Vallarbraut 6, að ég kynntist henni nánar. Tókst þá með okkur hin ágætasta vinátta og fór jafnan á með okkur sem bestu systkinum. Guðrún var traustur félagi, en ætíð var grunnt á glettninni og hún hafði ekkert á móti því að gera manni smá prakkarastrik, en gamanið var jafnan græskulaust. Ég minnist þessarar vetrar- dvalar með hlýhug og þakklæti. Guðrún var jarðsungin laugardaginn 7. maí í Stórólfshvolskirkju. Um leið og ég þakka frænku samfylgdina vil ég votta foreldrum hennar þeim Ásu og Gunnari, eiginmanninum Sigurði og Guðrúnu ömmu hennar mína innilegustu samúð. Guðmundur Einarsson Pétur Eggerz sendiherra ■ Við tímamót staldra menn gjarnan við og líta yfir farinn veg. Þetta á við um mann sjálfan svo og þá sem eru samferðamenn okkar í lífinu. Ein slík tímamót eru nú, er vinur minn og fyrrum starfsfélagi Pétur Eggerz, sendiherra og rithöf- undur, er að fylla sinn sjöunda tug. Pétur Eggerz er fæddur 30. maí 1913 í Vík í Mýrdal, þar sem faðir hans, Sigurður Eggerz, fyrrum forsætisráð- herra og sýslumaður, starfaði og orti hið stórkost- lega kvæði sitt „Þú alfaðir ræður,“ eftir að hafa verið vitni að hörmulegu sjóslysi. Þegar ég vissi að þessi merku tímamót í lífi þínu nálguðust, Pétur minn, kom mér í hug stutt saga. Indverskur spekingur kom á vinnustað þar sem nokkrir múrarar voru að verki. Hann nam staðar hjá þeim fyrsta og spurði: „Hvað ert þú að starfa"? -,,Ég rogast með stcina" - „En þú“? spurði (hpekingurinn þann næsta. „Ég hleð múrvegg" var svarið. Enn spurði spekingurinn þann þriðja hvað hann hefðist að. „Ég byggi musteri", svaraði hann. Lífshlaup manna er svo margbreytilegt að með ólíkindum er. Flestir þurfa að leggja á sig erfiði til að ná settu marki og öðlast það er hugur þeirra stefnir til. Leiðirnar geta verið mismunandi greið- ar og steinarnir þungir, sem færa verður úr stað til að gera brautina færa. Pétur lagði ungur út í nám er hann nam lögfræði við Háskóla íslands, sem þá var í Alþingishúsinu okkar við Austurvöll. Með náminu vann hann ýmis störf til að létta sér námið. Síðar varð hann fyrsti og jafnframt sá eini er gegnt hefur starfi ríkisstjóraritara, en það var í tíð Sveins Björnssonar, ríkisstjóra 1941-44. Síðar tók Pétur að sér að vera fyrsti forsetaritari hins íslenska lýðveldis og jafnframt því hóf hann störf sem fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. En þar hefur Pétur unnið við hin ýmsu störf og unnið þar til æðstu metorða. Pétur er nú sendiherra tslands í Þýskalandi með aðsetri í Bonn. Pétur kvæntist Ingibjörgu Eggerz og eiga þau tvö börn. Sólveig dóttir hans býr í Bandaríkjunum er gift þar og á þrjú börn, Páll sonur hans býr hins vegar í Þýskalandi og á þar tvö börn. Margir hafa fullyrt í mín eyru að það sé ljúft líf að starfa fyrir utanríkisþjónustuna. Menn eigi þess kost að ferðast víða um heiminn og dreypa á lystisemdum lífsins. Ég veit að svo er að einhverju leyti, en fyrir það verða margir af okkar mætustu sonum og dætrum er starfa fyrir þjónustuna að gjalda dýru verði er þeir verða að horfa upp á börn sín verða að útlendingum. Á þennan harða múrvegg hefur vinur minn Pétur orðið að reka sig ér þau hjón hafa orðið að sjá á eftir börnunum sínum til annarra landa. Einhvers staðar stendur að ekki sé lagt meira á neinn en hann geti borið og víst er það að svo er um Pétur. Hann hefur axlað erfiðleika lífsins og borið sem hetja. „Vinátta er hæsta fullkomnunarstig innan mannlegs samfélags" sagði franskur rithöfundur Montaigne sem uppi var á 16. öld. Ég átti því láni að fagna að kynnast Pétri Eggerz 1972 er ég hóf störf í utanríkisráðuneytinu. Pétur reyndist mér strax góður vinur og hefi ég reynt að hann er slíkur sem franska skáldið lýsir. Hann hefur jafnan, þegar fundum okkar hefur borið saman, verið mér heilráður og vinur í raun, sem leitast hefur við að leggja stein í musterisbyggingu vináttu sem á milli okkar hefur vaxið á undanförnum árum. Ég vil að lokum Pétur minn óska þess að vinátta okkar megi vara enn um langan tíma. Ég vil óska þér og þínum til hamingju með þessi tímamót í lffi þínu. Ég hlakka til að hitta þig vinur og veit að stund með þér, er mér og öðrum þeim er fá að vera þér samferða gleðifundur. Ég veit að þér vaka hjá vonarstjörnur skærar og þér verður enn á sjá allar leiðir færar. Með vinarkveðju. Krístján B. Þórarínsson telendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.