Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 5
Margrét Björnsdóttir
frá Sauðárkróki
Fædd 26. desember 1899
Dáin 10. apríl 1983
Nú sest ég niður til að kveðja góða vinkonu sem
farin er á vængjum morgunroðans Margréti
Björnsdóttur Hlunnavogi 6. Hún lést í Landspítal-
anum 10. apríl eftir nær tveggja ára þunga legu.
Margréti er best lýst þannig, að hún hugsaði
lítið um .sjálfa sig, var alltaf með hugann hjá
bömum sínum tengdabömum og bamabömum sem
áttu hug ömmu sinnar allan. Hún var öllú sínu
fólki og vinum mjög þakklát fyrir umhyggjuna,
ástúðina og allar heimsóknirnar. Yngsti sonur
Margrétar, Tómas og hans fjölskylda voru alltaf
hjá henni alla daga, til að styrkja hana oggleðja.
Margrét var mjög viðfeldin og góð kona, hlý í
viðmóti og gestrisin með afbrigðum. Margrét var
fædd á Klauf á Skaga og ólst upp í Skagafirði. Ung
giftist hún sveitungi sínum, Sigurði Péturssyni
verkstjóra, sem látinn er fyrir mörgum árum.
Þeim varð fjögurra barna auðið, þriggja sona og
einnar dóttur. Helgu sem nú býr í heimabyggð
foreldra sinna. Synirnir Eysteinn og Tómas búa í
Reykjavík en elsta soninn, Halldór, missti Mar-
grét fyrir nokkrum árum. Pað sár gréri aldrei. bar
•hún harm sinni í hljóði.
Margrét var harðdugleg kona, var mikið ein
með börnin sín ung, þegar maður hennar var
fjar'verandi vegna vinnu sinnar.
Við hjónin í Sigtúni gleymum aldrei afmæli
legasta, sem ég hef verið vitni að á ævinni. Þórður
hefur tjáð mér, að kærleikurinn einn hafi gert
þeim hjónum lífið bærilegt, er ógæfan dundi yfir
og jafnvel á mesta þjáningartímanum leið ekki sá
dagur, að þau blessuðu ekki þá gæfu að fá að vera
saman enn um stund.
Mér er ljúft að geta þess við þetta tækifæri, að
systurbörn Þórðar, þau Ástríður Þorsteinsdóttir
°g Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli og Edda
Emilsdóttir, eiginkona Þorsteins, hafa við öll
hugsanleg tækifæri verið boðin og búin að veita
Guðrúnu og Þórði alla þá aðstoð, sem í þeirra
valdi Hefur staðið. Hefur hér enn sannast, að „sá
er vinur sem í raun reynist," og er þetta sérlega
fagurt dæmi um frændrækni og ræktarsemi.
Það varð mikið skarð á Laugarvatni, þegar
Guðrún og Þórður fluttust burt þaðan fyrir 20
úrum. Það skarð er ófyllt enn í dag. Nú þegar
Guðrún er endanlega horfin okkur, fer ég með
v>ssum hætti að dæmi þei'rra hjóna á örlagastund
Þeirra. Ég blessa hvern þann dag, er við náðum
að njóta samvistanna við Guðrúnu, um leið og ég
votta Þórði og öðrum ástvinum hennar dýpstu
samúð.
Benedikt Sigvaldasun.
■slendingaþættir
Margrétar á jólum. Þá var öll fjölskyldan saman
komin á heimili hennar og Helga hennar komin
frá Sauðárkróki til að vera hjá móður sinni. Þá var
glatt á hjalla, spilað mikið á spil sem allir höfðu
gaman af, þó sérstaklega afmælisbarnið. Þá var
drukkið mikið súkkulaði og enginn gleymir góðu
kökunum hennar Margrétar minnar. Við erum
þakklát vinkonu okkar fyrir öll spilakvöldin sem
hún fór með okkur á, bíltúrana sem við höfðum
öll gaman af og einnig fyrir alla hjálpina gegnum
árin.
Margrét var jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
23. apríl og hvílir við hlið eiginmannsins í
kirkjugarðinum á Nöfunum. Nú eru þau bæði
komin heim í sveitina sína aftur, Skagafjörðinn
kæra, þar sem hugurinn var alltaf.
Blessuð sé minnig vinanna okkar beggja, þau
hvfli í friði.
Ragna og Valgcir.
Enginn er svo fátækur að hann geti engum
gefið. Gamall maður staulaðist haltur við staf
sinn, en hann brosti við hverju barni er á vegi hans
varð, leik þeirra kyrrði augnablik. Þau brostu á
móti og hlökkuðu til að mæta honum næst.
Honum léttist gangan og þau urðu betri menn.
Ef við lítum nokkra áratugi aftur í tímann um
kynningu við Margréti Björnsdóttur, er ekki
óiíklegt, að slíkir umgengnisþættir komi upp í
hugann. Hvort sem við vorum saman í ferð eða
komum heim á hennar myndarheimili þar scm
hennar Ijúfa gleði Ijómaði, því svo hjartanlega
naut hún þess, að veita og gleðja. Þótt starfsþrekið
dvínaði og sjúkdómsþrautir herjuðu á varð hugs-
un og minning vina Margrétar svo: Meðan þér var
þrautin bæb, þér af mátti frétta, áttir hendur ávalt
tvær, öðrum til að rétta, og því Ijúfara sem veitt
var, var manni kærara að þyggja. Slíkir lífshættir
eru ekki lítil arfleifð til niðja sinna og á öllum
sviðum dyggð og tryggð sem til átthaga sinna,
Skagafjarðar og, Sauðárkróks er hugur okkar
margra vina fylgdi henni til hinstu hvílu undir
móðurmold; því leitar hugur í hæðir, þar hafnar
sérhver' bæn og myndir af Margréti glæðir, sem
mild var og Ijúf og væn.
Af vináttuböndum við góða, verður hver maður
betri, þar fyrir megum við mörg þakka Margrétar
góðu samfylgd, vottandi börnum, barnabörnum
og öðru skylduliði okkar innilegustu samhugsósk-
ir. Una og Ingþór.
Magnús Konráðsson
Hinn 18. maímánaðar lést Magnús Konráðs-
son, rafvirkjameistari, eftir harða baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Magnús var einn af aðalhvata-
mönnum að stofnun Samtaka gegn astma og
ofnæmi og var kjörinn fyrsti formaður þeirra.
Embætti formanns gegndi hann síðan fimm fyrstu
árin eða frá 1974 til 1979. Sem aðalmerkisberi
samtakanna á fyrstú árum þeirra vann hann
ötullega að málefnum astma- og ofnæmissjúklinga
og byggði traustar undirstöður undir það starf sem
samtökin inna af hendi í dag. Öll störf sín fyrir
samtökin vann Magnús af miklum áhuga og
sérstakri alúð og kom í örugga höfn mörgum
brýnum málum öllum astma- og ofnæmissjúk-
lingum til hagsbóta.
Eftir að Magnús lét af starfi formanns, gegndi
hann til dauðadags embætti formanns minningar-
og styrktarsjóðs samtakanna. Með Magnúsi hafa
samtökin misst mætan félaga og baráttumann og
um leið og við þökkum honum frábær störf í þágu
okkar, sendum við eftirlifandi eiginkonu og
börnum innilegar samúðarkveðjur.
Stjórn
Samtaka gegn astma og ofnæmi
5