Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 3
Sigurjón Guömundsson, frá Baröi Fæddur 7. júní 1894 Dáinn 24. maí 1983 Mér kom svo sem ekki neitt á óvart, er ég frétti lát Sigurjóns móðurbróður míns. Pað var Þor- steinn Sigvaldason í Þorlákshöfn, eiginmaður Sigurlaugar móðursystur, sem lét mig vita að nú væri frændi minn allur. Það smásaxast á systkinin frá Tungu - Skollatungu í Gönguskörðum. Alls voru þau fædd tíu. Tvö dóu kornung. Þau sem eru látin: Krístfn Aðalbjörg, dó um tvítugt, ógift. Pótti álitleg stúlka og efnileg á allan hátt. Ingibjörg, dó ógift á fertugsaldri árið 1936. Hún dvaldi lengi á Siglufirði og vann alls konar þjónustustörf, vel láin,velvirk. Elín, fædd 1903. Hún var fædd í Heiðarseli í Gönguskörðum, nú Dalsá. Giftist 1922 föður mínum, Sveini Hannessyni frá Elivog- um. Varð þeim tveggja barna auðið, auk mín Þóru Kristínar, sem búsett er í Bandaríkjunum. Mann sinn missti hún 1945, en giftist í annað sinn 1951 Ármanni Hanssyni verkamanni, d. 1973. Mamma dó 19. apríl 1958, aðeins 54 ára að aldri. ungum bömum. Það er ef til vill þá sem reynir á manninn, en Hjálmar bognar ekki, hann heldur búi sínu áfram ásamt börnum sínum en tvö vistuðust hjá frændfólki þeirra hjóna. Ég hygg að oft á tíðum hafi starfsdagurinn verið langur hjá bóndanum, dagur og nótt runnið saman í eitt, en Hjálmar heitinn hafði alveg ótrúlegt þrek. Hann ‘ fékk í arf ýmsa þá eiginleika sem farsælleg hafa reynst með íslenskri þjóð í gegnum aldirnar. Heiðarleika í leik og starfi, góðvild til manna og málleysingja. Hann trúði ávallt á hið góða í hverjum manni eða þar til annað kom í ljós. Sögufróður var hann og marga stökuna lét hann frá sér fara um dgana og jafnvel heilu bragina sveitungum sínum til gleði og gamans. Hugur hans var skýr allt fram til hins síðasta. Um það bil tveimur vikum fyrir andlát sitt lét hann okkur heyra þessa vísu: Óðum stytlist, ég það finn, örlfer degi að halla, nú sofna ég í síðasta sinn sáttur vel við alla. Við sjáum á þessum orðum hans að innri styrk hafði hann allt til leiðarloka og velvildarhug til samferðamannanna. Síðustu mánuðina dvaldi Hjálmar hér sunnanlands vegna þeirrar veiki sem dró hann að lokum til dauða, hann naut aðhlynn- ingar lækna og alls sjúkraliðs St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði og vil ég flytja þeim þakkir allra aðstandenda hans fyrir þá umönnun. Ég vil að lokum votta öllum aðstandendum hans sámúð mína. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar. Þórarínn Andrewsson íslendingaþættir Jónas var fæddur 1910. Hann bjó á Siglufirði, Sauðárkróki og síðustu árin í Reykjavík. Vann við reiðhjólaviðgerðir lengi. Lést 1977, ókvæntur og barnlaus. Vilhjálmur, fæddur 1898. Átti lengi heima á Siglufirði. Bjó mörg síðustu árin á Hofsósi. Kvæntist Elínu Hermannsdóttir og eign- uðust þau tvö börn, Braga og Ingibjörgu. Hann var lærður skipasmiður og stundaði þá iðn um árabil á Siglufirði. Mjög lagtækur eins og flest systkinin reyndar voru. Vilhjálmur lést í janúar 1980. Elín lést skömmu síðar, en þau voru skilin löngu áður. Bjuggu bæði áfram á Hofsósi. Sigurjón, sem ég vil minnast hér með nokkrum orðum, var fæddur að Gili í Borgarsveit, rétt fyrir framan Sauðárkrók, 7. júní 1894. Var hann fyrsta barn foreldra sinna: Guðmundar Þorleifssonar (f. 1854, d. 1940) og Lilju Kristjánsdóttur (f. 1873, d. 1951) Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Tungu í Gönguskörðum aðallega, en fór ungur með þeim út í Fljót og bjó þar aðallega á tveimur jörðum: Minni-Grindli og Syðsta-Mói. Eftir að mamma hans lést, fluttist hann fljótlega að Barði og var þar meðan sr. Guðmundur Benediktsson var þjónandi prestur. Þá keypti hann sér neðri hæð húss við Þormóðsgötu 23 á Siglufriði og dvaldi þar til æviloka. Ekki gerði Sigurjón víðreist um sína daga en þó heimsótti hann frændlið sitt vítt og breitt um landið. Fór t.d. vestur á Firði, og suður á land. Þótti hvarvetna að honum mann- fagnaður, því að hann var greindur og minnugur með fádæmum. Mér fannst hann vel menntaður maður, og þeirrar menntunar hafði hann eingöngu aflað sér af sjálfsdáðum af lestri góðra bóka og úr útvarpinu. Meðan málakennsla fór þar fram var Sigurjón óþreytandi nemandi. Þannig varð hann vel að sér í dönsku gegnum útvarpið. Munu margir hafa aflað sér drjúgrar tungumálaþekking- ar á þennann hátt. Get ég m.a. sjálfur um það borið af eigin reynd. Og Sigurjón las ekki aðeins bækurnar, hann ræddi um þær við kunningjana. Kynntist ég Sigurjóni einna mest af móðursystkin- um mínum. Kom þar til dvöl í þremur áföngum í Fljótum, þar sem frændi bjó lengi, eins og fyrr er sagt. Fyrst var ég þar sem 11 ára barn í barnaskóla í Haganesvík hjá hinum dáða barnakennara, Sæmundi Dúasyni. Þá bjó Sigurjón með afa og ömmu á Minna-Grindli. Næst lá leið mín í Fljótin, er ég var 18 ára. Var í vegavinnu hjá Kemp í Fljótum. Þá var Sigurjón á Syðsta-Mói með móður sinni aldraðri. Afi var dáinn. Hvílir hann við hlið Lilju konu sinnar í Barðskirkjugarði. Hlúði Sigurjón vel að leiðum beggja meðan hann gat. Síðast kom ég í Fljótin sem þrítugur maður og tók að mér heimavistarbarnaskólann á Sólgörð- um, rétt hjá Barði. Ogenn hitti égSigurjón. Hann bjó á Barði í góðu sambýli við prestshjónin, sr. Guðmund og frú Guðrúnu Jónsdóttur, konu hans. Þau voru Sigurjóni afar artarleg. Margan bitann og sopann mun hann hafa þegið hjá þeim. Sigurjón hafði herbergi á neðri hæð prestsetursins og gat þar haft sína persónulegu muni, eins og bækumar og orgelið (harmóníum). Sigurjón lék laglega á harmóníum og var söngvinn, eins og systkinin öll. Hann heyjaði handa einni kú ogseldi okkur þá mjólk sem við þörfnuðumst. Ég held að Sigurjón hafi hverngi vegnað betur en á Barði. Þar gat hann verið eins og hann vildi. Annað var vart til umræðu. Maðurinn var dálítið sérsinna og gat ekki verið undir aðra gefinn með góðu móti. Samstarf Sigurjóns og sr. Guðmundar var ærið langt. Hann var meðhjálpari í Barðskirkju milli 30-40 ár. Fórst honum það vel úr hendi. Hann var snyrtimenni að upplagi. Kirkja og kristni voru honum helgir dómar. Nú eru tvö systkinin frá Tungu á lífi: Anna Sigríður, f. 1908, húsfreyja í Lambanesi í Fljótum í nokkra tugi ára, nú á Siglufirði, sambýlismaður Gunnlaugur Kristjánsson frá Lambanesi, áður bóndi þar. Yngst af systkinunum er Sigurlaug búsett í Þorlákshöfn, gift Þorsteini Sigvaldasyni bókbindara. Eiga þau sex börn, þrjá syni og þrjár dætur. Útför Sigurjóns fór fram frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 31. maí. Sigurjón frændi var allur. Ég á eingöngu um hann góðar minningar. Og mér er sönn ánægja að mega minnast hans á opinberum vettvangi. Hvíl í friði, frændi minn. Ástvinum hans öllum vottast samúð við burtför- ina. Auðunn Bragi Sveinsson 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.