Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 3
Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir frá Ytri Hlið Fædd 28. febrúar 1891 Dáin 20. apríl 1983 Þann 28. febrúar 1891 fæddist að Bustarfelli í Vopnafirði lítill rauðhærður telpuangi. Telpan hlaut nafnið Oddný Aðalbjörg. Oddný var nafn tnóðurömmunnar, en Aðalbjörg nafn föðursystur, sem dó kornung. Foreldrarnir voru Methúsalem Einarsson óðalsbóndi á Bustarfelli og kona hans Eh'n Ólafsdóttir frá Sveinsstöðum í Þingi. Þau hjónin höfðu áður eignast 8 börn, 2 sem dóu kornabörn og 6 sem komust til fullorðins ára. Þau voru: Ólafur, Einar, Halldór, Salína, Björn og Methúsalem. Eitt barn fæddists síðar, en dó fárra daga. Oddný var því yngst í systkinahópn- um, litla systir, en auðvitað gat það haft bæði kosti °g galla. Hún var augasteinn foreldra sinna, ekki síst föður síns. Og litla telpan öx og dafnaði, þó aldrei yrði hún hávaxin, varð ung og fríð heimasæta með rauð- gullið hár, síðan röggsöm húsfreyja á stóru sveitaheimili marga áratugi. Hvíthærð og höfðing- leg varð hún öldruð. Síðustu árin dvaldist hún ásamt eiginmanni sínum í skjóli dóttur þeirra og tengdasonar í Vopnafjarðarkauptúni. Hún andað- tst í heilsugæslustöðinni á Vopnafirði þann 20. apríl, en þar naut hún göðrar umönnunar síðustu wánuðina. Þannig var saga Oddnýjar föðursystur minnar í allra stærstu dráttum. Oddný ólst upp á stóru heimili, móðir hennar var sérstök dugnaðar og myndar húsmóðir og bæði voru foreldrarnir handlagin. Sú menntun sem hún hlaut til munns og handar í foreldrahús- um varð henni góður grunnur til að byggja á, en alla ævi var hún að læra, að sögn hennar sjálfrar, þó seta á skólabekk væri ekki löng. Um ferming- araldur var hún einn vetur í unglingaskóla á Vopnafirði og hafði þar mjög góðan kennara. Áður hafði hún notið góðs af, er yngstu bræður hennar fengu tilsögn í einhverjum bóklegum greinum. Unglingur var hún vetrarpart á Húsavík hjá Kristínu Guðjohnsen frænku sinni, hefur þar eflaust fengið tilsögn í hannyrðum í viðbót við það , sem hún hafði lært heima fyrir. En þær Salína voru báðar miklar hannyrðakonur og listfengar. Veturinn 1912-13 var hún við nám í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur. Þá um vorið var hún einnig á garðyrkjunámskeiði hjá Einari Helgasyni í Gróðrar- stöð Reykjavíkur og þar með var garðyrkjuáhugi hennar vakinn. Fyrsti garðurinn hennar var smá- blettur sunnan undir bænum á Bustarfelli, með h'klega þrem trjáplöntum og nokkrum hnausum af fjölærum blómum. Þann garð stækkaði faðir minn síðar. Veturinn 1915-16 dvaldi hún nokkra mánuði í Kaupmannahöfn, sér til gagns og gamans. Haustið 1918 fór hún til Noregs og dvaldi Þar hjá vinafólki sínu þann vetur. Um vorið e>gnaðist hún son, Þóri Guðmundsson. í Noregi íslendingaþættir var hún tvö ár, og mun sjóndeildarhringurinn hafa víkkað mikið þann tíma. Þegar hún kom þaðan hafði hún m.a. meðsér vefstól. Sá vefstóll áttieftir að koma mikið við búskaparsögu hennar, því mikið óf hún í honum, rúmteppi, dívanteppi, veggstykki, gluggatjöld, borðrenninga, gólfrenn- inga, púða, handklæði og mottur. Þetta óf hún eftir að ég man eftir, en áður fyrr mun hún einnig hafa ofið eitthvað af fataefnum. Vorið 1916 byrjaði Methúsalem faðir minn búskap á Bustarfelli á móti Ólafi bróður sínum og Ástrúnu Jörgensdóttur konu hans. Oddný var þá ráðskona hjá bróður sínum og var það næstu árin til skiptis við Salínu systur þeirra. En 28. júní 1924 giftist hún eftirlifandi eigin- ntanni sínum, Friðriki Sigurjónssyni bónda í Ytri Hlíð. í Ytri Hlíð bjuggu þau allan sinn búskap, eða í 51 ár. Fyrst að einhverju leyti í tvíbýli við foreldra Friðriks, Valgerði Helgadóttur og Sigur- jón Hallgrímsson, síðan í einbýli í fjölda mörg ár, en mörg seinni árin í tvíbýli við Sigurjón son sinn og Guðrúnu konu hans. Ytri Hlíð mun ekki hafa verið nein stórbýlisjörð, þegar Oddný og Friðrik hófu þar búskap, en með einstökum dugnaði og hagsýni gerðu þau Ytri Hlíð að stórbýli, að vísu voru þau ekki bara tvö þar að verki, en nutu góðrar aðstoðar og vil ég þar sérstaklega nefna Vilhjálm Sigfússon sem var hjá þeim allan þeirra búskap og vann heimili og búi af einstakri trúmennsku. Þau hjónin gátu síðan glaðst yfir að sjá búskapinn halda áfram að vaxa og blómstra í höndum sonar þeirra og tengdadóttur og síðan einnig sona þeirra. Oddný og Friðrik eignuðust þrjú börn. Þau eru: Elín, gift Snorra Sigurðssyni. Þau búa í Hjarðarhaga í Eyjafirði og eiga fimm börn. Sigurjón bóndi í Ytri Hlíð, kvæntur Guð- rúnu Emilsdóttur, þau eiga fimm börn. Valgerður Halldóra gift Sveini Sveinssyni, þau búa í Vopna- > fjarðarkauptúni og eiga fjögur börn. Fjærskylda frænku Oddnýjar tóku þau hjónin í fóstur, mánaðargamla, gáfu henni nöfnin, Dóra Lára Friðriksdóttir og ólu hana upp til fullorðins ára. Hún er gift Ásgrími Þorsteinssyni, þau búa á Akureyri. Þórir sonur Oddnýjar er kvæntur Amfríði Snorradóttur, hálfsystur minni, dóttur móður okkar af fyrra hjónabandi hennar. Þau eiga fimm börn og búa í Reykjavík, og er Þórir innkaupastjóri hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna. Mér telst til að langömmubörnin hennar Oddnýjar hafi verið 26 þegar hún lést. Ég hef tekið eftir, að a.m.k. sum þeirra nefndu hana alltaf „Oddnýju ömmu“, kannski af því að þrátt fyrir árafjöldann hafi þeim fundist hún alls ekki vera svo gömul að hún væri langamma. Ég man Ytri Hlíð fyrst fyrir nær 50 árum, það eru með fyrstu bernskuminningunum mínum og a.m.k. fyrstu ferðaminningarnar. Ég fékk að fara með foreldrum mínum í heimsókn þangað á hverju sumri. Systir mín og oftast fleiri voru í hópnum. Farið var á laugardegi norður yfir háls og auðvitað á hestum, gist og komið aftur heim næsta kvöld. Þetta voru dýrðlegar ferðir, jafnvel þó mig sundlaði ofboðslega þegar farið var yfir Vesturdalsá, þó hún þyki nú ekki mikið vatnsfall. Ansi var blautt undir hóf, þegar farið var frá ánni og áfram upp með gamla túngarðinum. Þetta var nefnilega áður en mýrarnar voru þurrkaðar og túnið óx í allar áttir. Þegar að túnhliðinu kom, beið þar vanalega einhver til að opna og heima á hlaði fögnuðu hjónin gestum sínum innilega, frænka mín dálítið hátöluð, fasmikil og hressileg, húsbóndinn brosandi og prúðmannlegur, en ekki síður innilegur. Síðan var boðið til stofu og núna þegar ég hugsa um þetta svona Iöngu seinna, þá finn ég enn í huganum lyktina sem var í stofunni. Hún var nefnilega sérstök. Þetta var rósailmurinn hennar Oddnýjar. Oddný ræktaði allsstaðar blóm, bæði á mögulegum og ómögulegum stöðum og því hélt hún áfram alla tíð. Gamli bærinn í Ytri Hlíð var ekki stór og á fyrstu búskaparárunum sínum byggðu þau hjónin þessa stofu sunnan við bæinn og áfasta honum. Þarna sunnan við stofuna bjó Oddný til lítinn trjáogblómagarð. Mérfannst þó alltaf miklu merkilegri garðurinn sem var í hlaðvarpanum. í mínu barnsminni var hann stórkostlegur. Þar voru einhver tré, rifsrunnar eitthvað af blómum og svo beð með allskyns grænmeti en slíkt var nú ekki aldeilis á hverjum bæ á þeim árum, rófur og kartöflur látnar duga. Svo var þarna niðurgrafin tunna, í hana var látið renna vatn í slöngu úr krana inn í eldhús*og þarna var á komið vatn til að vökva þennan ágæta garð. Þessar helgar liðu alltof fljótt. Oftast munu fleiri gestir hafa komið á sunnudaginn. Væri gott veður var farið í leiki úti, „hlaupið í skarðið" ogsitthvað fleira, ekkert kynslóðarbil, allir með og Oddný stjórnaði. Framhald á bls. 4 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.