Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 6
Sigurbergur Arnason Svinafelli Fæddur 9. des. 1899. Dáinn 10. júní 1983. Kvöldar ad og birta dagsins dvín drengur hefur lokið sínu verki. Styrk og traust og trygg var höndin þín, trúleikurinn var þitt aðalsmerki. Um hlíðar fjalla líður blíður blœr blessuð sé þín minning vinur kœr. (Sigurður H. Björnsson.) Við vestanverð endamörk láglendis Nesjasveit- ar í norðri rts einstakt fjall, Svínafellsfjallið. Ávalar línur þess stinga nokkuð í stúf við hvassar brýr og tinda, sem einkenna nálæga fjallaklasa. Hér eru merki ísaldarjökulsins skýr. Á leið sinni niður á láglendið hefur hann farið ómjúkum höndum um þetta fjall, brotið af nibbur og sorfið klappir. Þrátt fyrir að ísaldarjökla leysti hefur Svínafellsfjallið átt í stöðugri baráttu við jökulinn, sem sótt hefur að úr norðri. Á síðari tímum jarðsögurnnar hefur fjallið borið hærri hlut, jökul- tungan hefur um langa tíð staðnæmst á Svínafells- fjallinu. Það sanna m.a. háar jökulöldur, sem tengjast fjöllunum til sitt hvorrar handar. Til norðurs og austurs handan Hornafjarðar- fljóta gnæfir mikilúðlegur fjallgarður, Hoffells- fjöll. Þvert í gegnum þennan fjallgarð hafa í aldanna rás myndast djúp gil og dalir. Meðan jökultungan sem staðnæmdist við Svína- fellsfjallið var í veldi sínu, féll hún fyrir mynni þessara dala og gilja. Af því leiddi að vatnið náði ekki framrás heldur safnaðist saman svo að stór stöðuvötn mynduðust við jaðar jökulsins. Þegar svo var komið varð jökullinn að láta í minni pokann og vatnið náði framrás. Þannig urðu vatnshlaupin í Hornafjarðarfljótum til. Að sunnanverðu í Svínafellsfjallinu er öðruvísi um að litast. Grasigrónir hvammar, skógarkjarr og lynggróður sem teygir sig á milli jökulsorfinna klappa einkenna það umhverfi. En við rætur fjallsins, þar sem landið er ofurlítið hærraenfarvegirfljótanna.hefurgróður- inn átt griðland. Þessi gróðurvin hefur gert búsetu mögulega í Svínafelli. í þessari mikilúðlegu töfrasmíði íslenzkrar náttúru, sem tæpast á sér hliðstæðu á þessu landi. hefur mikil saga gerst. Hér á eftir verður með fáum orðum minnst á einn kapítula þeirrar sögu, sem bundinn er lífsstarfi Sigurbergs í Svínafelli, en hann lést 10. júní þ.m. Sigurbergur var fæddur í Svínafelli. Nesja- hreppi, 9. des. árið 1899. Var hann þriðji í röð sjö systkina. Þrjú þeirra létust við fæðingu, hin náðu fullorðinsárum. Mað fráfalli Sigurbergs hefur þessi systkinahópur kvatt þennan heim. Foreldrar Sigurbergs voru hjónin Árni Bergs- son ogÞórunnbjörglónasdóttir. Nánustu ættmenn Árna voru úr sveitunum vestan Hornafjarðar- fljóta, Mýrum og Suðursveit. Móðurætt Þórunn- bjargar var hins vegar úr sveitum austan fljóta, 6 Lóni og Nesjum. Jónas faðir hennar var Húnvetn- ingur að uppruna. Árið 1897 fluttust foreldrar Sigurbergs að Svínafelli. þar sem þau bjuggu til ársins 1922 að fjórum árum undanskildum (1907-1911), en þá bjuggu þau í Stöð í Stöðvarfirði. í uppvexti vann Sigurbergur að sveitarstöfum eins og' þá var algengast með unga men í sveitum. Einhverrar barnafræðslu naut hann m.a. hjá prestinum í Stöð, Guttormi Vigfússyni. Síðar var Guðjón Benediktsson heimiliskennari í Svínafelli einn vetur. Hluta úr vetri dvaldi Sigurbergur við nám á Hvanneyri en varð frá að hverfa vegna lasleika. Þótt ekki væri skólaganga mikil reyndist hún Sigurbergi haldgóð. Þannig náði hann góðu valdi á íslensku. Nokkuð lærði hann í öðrum tungumálum, sérstaklega dönsku. Austan Fljótanna stóð þá hið fjölmenna heimili í Hoffelli. Þar óx úr grasi hinn tápmikli systkina- hópur, börn yngri hjónanna þar, Guðmundar Jónssonar og Valgerðar Sigurðardóttur. Þangað sótti Sigurbergur lífsförunaut sinn. Þóru, sem var yngst systkinanna í H offelli. Þóra og Sigurbergur giftust þann 1. júlí árið 1928. Hefur heimili þeirra alla tíð síðan verið í Svínafelli, en búið létu þau í hendur sona sinna árið 1960. Þóra og Sigurbergur eignuðust tíu börn, sem öll eru á besta aldri. Þau eru: Sigurjón, maki Heiðbjört Jóhannesdóttir, Hamrahlíð, Skaga- firði. Árni, maki Elín Hrefna Hannesdóttir. Reykjavík. Gísli, maki Sigríður Magnúsdóttir, Svínafelli. Arnbjörn, maki Arnbjörg María Sveinsdóttir, Hæðagarði, Nesjahreppi. Guð- mundur, maki Þorgerður Pálsdóttir, Reykjavík. Sigurbjörg, maki Þórir Stefánsson, Hvalskeri. Barðastrandarsýslu. Valgerður, maki Konráð Vil- hjálmsson, Ytri-Brekkum, Skagafjarðarsýslu. Jónas Björgvin, maki Auður Lóa Magnúsdóttir, Höfn, Hornafirði. Gróa Rannveig, maki Erlingur Ragnarsson, Höfn, Hornafirði og Sigríður Ingi- björg, maki Sigurður Hreinn Björnsson, Ási, Nesjahreppi. Alls munu afkomendur Þóru og Sigurbergs vera 51. Sigurbergur var fjölhæfur dugnaðarmaður svo fáir voru hans jafningjar í þeim efnum. Veturinn 1923 fór hann daglega að Hoffelli til smíðanáms hjá hinum þjóðkunna hagleiksmanni Hjalta í Hólum. Um það leyti smíðaði Sigurbergur mörg sinna ágætu tækja, t.d. rennibekk og ísasleðann. Var hann að fyrirmynd sams konar sleða sem þá var í Hoffelli. ísasleðinn var hið þarfasta tæki. Fyrir honum gengu tveir hestar. Var sleðinn notaður til aðdrátta fyrir búið að vetrum, flutnings á heyjum sem sett höfðu verið upp að sumrinu en síðan flutt heim á ísum og einnig til ferðalaga. Þegar vélaöld gekk í garð var Sigurbergur fljótur að tileinka sér þá möguleika sem hún flutti með sér. Var hann með fyrstu bændum hér um slóðir sem eignuðust dráttarvél og tæki við hana. Og þá sem fyrr kom hagleikni hans og hugkvæmni sér vel. Meðal þeirra tækja sem Sigurbergur smíðaðí þá var ámoksturstæki sem hann tengdi við dráttarspil bifreiðar sinnar. Árið 1937 eignaðist Sigurbergur sína fyrstu bifreið. Var hún af Ford-gerð, 1,5 tonn, árgerð 1928. Á þessari bifreið stundaði Sigurbergur flutninga og átti því marga ferðina yfir Horna- fjarðarfljót. KaupstaðarleiðbændaúrMýrahreppi var þá að stórum hluta „innra" yfir Fljótin eins og þá var kallað og því oft leitað til Sigurbergs með að annast flutninga. Mikil saga er af þessum tcrðum bigurnergs a gamla bílnum sínum yfir Fljótin, sem enginn kostur er að rekja hér. En þótt hrakningasamt væri og „hurð skylli oft nærri hælum", varð reyndin sú að heilum var gamla bílnum jafnan í höfn ekið og ekki veit ég til að tjón hafi orðið á flutningi svo orð væri á gerandi. Mörg af gömlu tækjunum sem Sigurbergur notaði við störf sín á Svínafelli hafa verið varðveitt, m.a. ísasleðinn og væntanlega mun gamli Fordinn halda út á vegina að nýju, þótt hlutverk hans verði með öðrum hætti en áður var. Það mun hafa verið um eða fyrir 1940 sem sími var lagður um Nesjahrepp . Staðnæmst var í Hoffelli og Svínafell skilið eftir. Nokkrum árum síðar tók Sigurbergur til þess ráðs að lcggja síma á eigin kostnað frá Hoffelli að Svínafelli og fékkst þá ekki um þótt yfir Austurfljótin væri að fara. Rafstöð byggði Sigurbergur árið 1925 og raflýsti þá bæ sinn og útihús. Mikið af þeim búnaði sem til þurfti pantaði hann frá dönsku fyrirtæki og kom þá dönskukunnátta hans í góðar þarfir. Við þetta fyrirtæki átti Sigurbergur viðskipti um langan tíma, m.a. mun hann hafa fengið þaðan mörg þau Framhald á bls. 7 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.