Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 20. júlí 1983 — 27. tbl. TIMANS Þorbjörg Benediktsdóttir kennari Fædd 13. febrúar 1897 Dáin 10. júní 1983 Á fallegum sumardegi barst mér sú frétt yfir hafið, að Tobba frænka væri dáin. - Þrátt fyrir að árin væru orðin mörg, þá var þetta óvænt reiðarslag, sem hafði engan undanfara. Minningarnar streyma fram, allar jafn jákvæð- ar. Hún var heilsteyptur persónuleiki, vellesin og víðsýn kona. Hún bar sterka umhyggju fyrir okkur sem yngri vorum og sýndi áhuga og skilning á okkar áhugamálum og á því sem við höfðum fyrir stafni hverju sinni. Allt fram á síðasta dag var jafn gott að tala við hana um vandamál líðandi stundar, stór og smá, eða bara hvað sem var. Hún gaf sér alltaf tíma til aö hlusta, ræða málin, gleðjast með öðrum og veita góð ráð. Ég man eftir því að sem barn hafði ég ákaflega gaman af því að sitja hjá henni og hlusta á frásagnir hennar af ævintýralegum ferðalögum um ísland og til annarra landa. Hún hafði lifandi og skemmtilegan frásagnarmáta og það var svo auðvelt að lifa sig inn í þennan heim og ferðast nieð henni í huganum. Þorbjörg frænka var fædd að Þorvaldsstöðum í Skriðdal, 13.febrúar 1897. Ung fluttist hún að heiman og til Reykjavíkur til að afla sér menntun- ar og hennar ævistarf var kennsla. Hún var kennari við Austurbæjarbarnaskólann í Reykja- vík megnið af sinni starfsævi, eða þar til hún hætti sökum aldurs. Þorbjörg bjó að Barónsstig 61 með systur sinni, Þórunni. Þær voru gestrisnar mjög og alltaf var jafn gott að koma í heimsókn til þeirra. Ég kem til með að sakna frænku minnar sárlega Þegar ég kem til baka til íslands. Elsku Tóta mín. Ég sendi þér og öðrum attingjum samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." (Sálm. 46,2.) Eva Krístín Hreinsdóttir t Þorbjörg var fædd á Þorvaldsstöðum í Skriðdal 1 S-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Benedikt Eyjólfsson bóndi og hreppstjóri oig Vilborg fónsdóttir prests að Klifstað í Loðmundarfirði og síðar að Kirkjubæ í Hróarstungu. Foreldrum Þorbjargar varð 7 barna auðið, en þrjú dóu: Eyjólfur tæplega ársgamall (f. 1891), Stefán (f. 23.júní 1898, d. 12. apríl 1912) og Þuríður (f. 20. maí 1902, d. 1. júlí 1917). þessi börn voru foreldrum og systkinum Þorbjargar mikill harmdauði, sérstaklega missir Stefáns og Þuríðar, sem bæði deyja um fermingaraldur mjög efnileg bæði tvö. Eftir lifðu til fullorðinsára og þroska: Jóntna (f. 10. febr. 1890, d. 15. júní 1964), Sigríður (f. 23. nóv 1892), Þórunn (f.ll. nóv. 1894) auk Þorbjarg- ar. Ég sem þessar línur rita um frænku mína, þá merku konu, var alinn upp á Þorvaldsstöðum frá 8 ára aldri til tvítugs, en það atvikaðist þannig að móðir mín, Þórey, var systir Vilborgar á Þorvalds- stöðum, en hún hafði ung farið til náms að Kvennaskólanum á Ytri Ey á Skagaströnd. Þar kynntist hún föður mínum, Birni Árnasyni, þá kennara í hreppum, og fór aldrei aftur til Austur- lands. Móðir mín missti föður sinn sem ungbarn, en systur hennar Margrét og Vilborg, voru stálpaðar. Móðir þeirra, Þórunn (amma mín), giftist aftur Stefáni Einarssyni (f. 9. mars á Dvergasteini, d. 28. júlí 1915) prests Hjörleifssonar frá Vallarnesi. Var Stefán bróðir séra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, föður Einars skálds Hjörleifssonar Kvaran. Þeim móðursystrum mínum þótti mjög vænt ‘um Stefán stjúpa sinn, enda gekk hann þeim móður minni Þóreyju, Vilborgu og Margréti í föður stað, og létu þær allar sonu sína heita eftir honum. Árið 1912 missti Vilborg sinn Stefán, og uppúr því skrifaði hún móður minni og falaðist eftir mér til fósturs. Lá það mál niðri þar til móðir mín andaðist 1914, en var þá aftur upp tekið og réðst svo að ég skyldi fara að Þorvaldsstöðum til Vilborgar og Benedikts. Ég dreg þetta hér fram til skýringar á því að ég tengist heimili Þorbjargar og þeirra systra svo mjög. Þá er komið að efni þessara lína, þ.e. kynni mín af lífi Þorbjargar, sem var næstum eins og kær systir. Hún fór í gagnfræðaskólann á Akureyri, þegar hún hafði aldur til. Hún var þar við nám 1 1/2 skólaár, en veiktist þá og fór á Vífilsstaði, og dvaldi þar um hálfs árs skeið og náði bata. Eftir þetta fór hún brátt að stunda heimiliskennslu, fyrst á Austurlandi (t.d. Hafranesi) og víðar, enda lét henni kennsla einkar vel, en stöðugt vann hún heimilinu á sumrin. Árið 1926 flutti Þorbjörg til Reykjavíkur, ásamt Þórunni systur sinni og hafa þær síðan búið sáman og haldið einstaklega skemmtilegt og gott heimili. Fljótlega eftir að Þorbjörg flutti tók hún upp kennslu, t.d. heimiliskennslu í Laugarási í Biskupstungum vetrarlangt, ennfremur forfalla- kennslu við Austurbæjarbarnaskóla. Skólaárið 1934 settist Þorbjörg í öldungadeild kennaraskólans, og lauk þaðan kennaraprófi. Eftir það var hún skipuð fastur kennari við Austurbæjarskóla og stundaði það starf svo lengi sem lög um aldurstakmark leyfðu. Þorbjörg var vel látinn kennari og var í miklu áliti fyrir vandvirkni og lag við kennslu barna sem voru eitthvað vandmeðfarin. Margir af nemendum hennar frá barnaskóla- árum hafa haldið tryggð við hana á fullorðinsár- um. Á þessum árum var venja að kennarar í Austurbæjar skóla, a.m.k. Þorbjörg, kenndu sama bekk frá byrjun til enda, svo ekki fór hjá því að kennari og börn þekktust vel að barnaskólanámi loknu. Tala ég þar af eigin reynslu vegna barna minna móðurlausra sem blessuð Þorbjörg veitti ómetanlega uppeldislega aðstoð, auk kennslu. Fyrir þetta á hún miklar þakkir skilið frá mér. Eins og áður er getið voru þær systur mjög samrýndar og samhentar í öllu. Á sumrin fóru þær iðulega á æskustöðvar sínar austur að Þorvalds- stöðum þar sem systir þeirra, Sigríður bjó rausnarbúi. Mér er minnistæð ein slík ferð, sem farin var frá EE

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.