Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Page 4
árum sínum og til cru af honum legíó sagna, merkilegar og skemmtilegar. Á háskólaárunum gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa var m.a. for- maður Stúdentaráðs Háskóla íslands, formaður utanríkisnefndar ráðsins, fulltrúi stúdenta í há- skólaráði, ritstjóri Vöku, blaðs Iýðræðissinnaðra stúdenta, og Úlfljóts, tímarits laganema, jafn- framt varaformaður Orators, félags laganema. Hann var nú fyrir tveim árum formaður Stúdenta- félags Reykjavíkur og hefur unnið fnikið starf fyrir það merka félag. Lét hann jafnan málefni stúdenta og æðri menntunar mikið til sín taka. Hin rómantíska pólitik stúdentsáranna féll honum einkar vel enda var hann hrókur alls fagnaðar og málsnilld lék honum á tungu. Parna naut mælsku- list Jóns og orðsnilld sín og í ræðum hans kom fram stjórnmálamaðurinn leiftrandi af frásagnar- gleði, fjöri og kímni. Hann höfðaði í máli sínu oft til hugsjóna Jóns forseta og Fjölnismanna, hvatti til forystuhlutverks menntamanna, minnugur þess, að það voru íslenskir stúdentar, sem hófu aftur á loft merki íslensks þjóðernis og tungu um miðja síðustu öld og voru síðan í fararbroddi í göngu þjóðarinnar til sjálfstæðis og endanlegs fullveldis. Hann varsnillingurfjörlegrarsamræðu, sem hefur verið aðalsmerki íslenskra stúdenta, allt frá fyrstu sögnum af íslenskum stúdent. er Sæmundur Sigfússon hinn fróði nam artes libera- les í Svartaskóla í París á ofanverðri 11. öld. Við nafnar störfuðum mikið saman á þessum árum, bæði hér heima og erlnedis og á Jónsmessu fyrir nítján árum vorum við fulltrúar íslenskra stúdenta á Alþjóðaþingi stúdenta, er haldið var í Christchureh á Nýja-Sjálandi. Vorum við þá nýkomnir úr lærdómsríkri ferð um Bandaríkin í boði utanríkisráðuneytisins bandaríska og tókum þá um vorið þátt í norrænu móti laganema hér á landi, en Jón E. var mjög virkur þátttakandi í slíku starfi. Þessi heimsreisa okkar nafna var stórkostlegt ævintýri og viðburður hinn mesti. Jón hafði kynnt sér rækilega alþjóðleg stjórnmál og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir alþjóðasam- tök stúdenta. Á þessum fundum okkar og ráð- stefnum kynntumst við nafnar mörgum fulltrúm erlendra stúdentasamtaka. Margir þeirra eru nú áhrifamenn í sínu; i heimalandi eða á vegum alþjóðasamtaka. Formaður finnska stúdcntaráðs- ins, Matti Niömistö, hagfræðingur, varð sérstakur vinur okkar nafna og sótti okkur nokkrum sinnum hingað heim og við hann til Helsinki. Af þessu tilefni stofnuðum við með okkur sérstakt félag, sem gegndi miklu og leynilegu hlutverki! Ekki var öðrum heimiluð þátttaka í félaginu eða hafa nein afskipti af því. Matti vinur okkar lést fyrir nokkrum árum á ráðstefnu í Svíþjóð, en við nafnar höfðum þá nýverið þegið boð hans að dvelja á hóteli, er hann hafði opnað í Lapplandi. Þá áttum við Jón E. ánægjulegar stundir í hinum merkilega félagsskap Loka, er stofnsettur var í Múnchen. Sömuleiðis tók Jón mikinn þátt í lögfræðilegri umræðu í Lögréttu. Heimili Jóns E. var hlýlegt og menningarlegt. Hann átti fallegt safn listaverka og fágætt og mikið safn góðra bóka. Hann hóf bókasöfnun þegar á fermingaraldri og hafði næmt auga fyrir góðum bókmenntum. Á seinni árum lagði hann sig einkum fram um bókasöfnun merkra lögfræðirita. Hann var unnandi góðrar tónlistar og sígildra menningarverka. - Nafni var höfðingi heim að sækja. Nærtækustu hugðarefni Jóns E. voru á sviði 4 stjórnvísinda og sagnfræði, en hann var jafnframt vcl menntaður lögfræðingur og eftir hann liggja fræðigreinar um ýmis svið lögvísinda einkum stjórnskipunar- og lagaskilaréttar. í lögmanns- störfum sínum gætti hann hagsmuna skjólstæðinga sinna af festu og öryggi og hafði brennandi réttlætiskennd. Ræður hans einkenndust af sókn- arhörku og skarpskyggni, þar gætti ómfalls þungr- ar undiröldu, er beindi athyglinni fimlega að kjarna málsins. Snögg andsvör lágu honum létt á tungu og málflutningur markviss og rökvís. Við slíkan málflutning verður lögfræðin músíkölsk, og sveiflan hjá nafna var há. Þá gildir gagnvart hinum júrídiska þankagangi að fylgja hinum réttu nótum rökvísinnar, er nafna var leikið. Hann bjó yfir mikilli þekkingu í fræðigrein sinni og var vel að sér í öðrum klassískum og húmanískum fræðum. Einkum hafði hann umfram aðra lögfræðinga aflað sér þekkingar í alþjóðalögum og engil- saxneskum rétti. Lögmannsstörf létu honum vel, einkum málflutningur. Við nafnar höfðum það oft í flimtingum að hittast með það í huga að rita eftirmæli hvor um annan þannig að báðir gætu ritskoðað og andmælt. Hugðum við ciga þessar ritsmíðar á lager. Línur þessar eru viðleitni í sama augnamiði, en jafn- framt til að þakka nafna samfylgdina og vináttu hans. Hann var drengur góður, framúrskarandi skemmtilegur og heillandi persónuleiki og hefði kunnað að njóta lengri lífdaga. Umræða okkar var lítt komin að svonefndum eilífðarmálum, enda töldum við okkur vera að fást við málefni líðandi stundar. Á margan hátt féll okkur vel formúla nafna okkar Prímusar. Þó umræðan væri jafnan hörð og skoðanir oft á tíðum skiptar hygg ég, að við hefðum náð því samkomulagi að taka undir orð hins mikla Ciceró, er sagði: ..Égget ekki lýst því, en það er eins og einhver fyrirboði í hugum manna um aðra tilvist í framtíðinni. Og þctta er rótgrónast og augljósast hjá þeim, sem eiga mesta snilli og sálarhöfgi til að bera." Við Valgerður Bára sendum systkinum og öðrum ástvinum hins framliðna vinar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns E. Ragnarssonar. Jón Oddsson t Því hefði ég seint trúað að ég ætti eftir að fylgja vini mínum og bekkjarbróður. Jóni E. Ragnars- syni, til grafar á besta aldri. Jón var ævinlega svo mikið lifandi að fráleitt var að láta sér detta annað í hug en að hann yrði allra karla elstur. Og jafnvel þótt í ljós væri komið síðustu misserin að hann átti við hættulegan sjúkdóm að stríða komu endalokin á óvart. Einhvern veginn var ógerlegt að hugsa til Jóns og dauðans í sömu andránni. Jón E. Ragnarsson er mér einna eftirminnileg- astur skólafélaga minna í menntaskóla. Þar kemur ekki aðeins það til, að við vorum sessunautar og hjálpuðumst að við latínustíla, heldur fyrst og fremst hitt að hann var þegar á þeim árum orðinn óvenjulitrík og eftirtektarverð persóna. Hann var að vísu ekki mikið fyrir mann að sjá í þá daga. lágvaxinn og grannur og minnti meira á fermingar- dreng en menntaskólaungling, en hann ólgaði af lífi, lífskrafti og lífsþorsta. Hann var flestum öðrum mælskari og mikil stjarna á málfundum; hann skrifaði í skólablaðið og orti jafnvel Ijóð; hann fékkst við leiklist og var áhugasamur um tónlist; í stuttu máli, hann kom við sögu á flestum sviðum, og alls staðar var hann í forystu. En Jón var ekki aðeins mikill félagsmálagarpur í skóla. Hann hélt því áfram alla ævi að taka mikinn þátt í félagslegu starfi, og átti sæti í stjórnum fleiri félaga og samtaka en ég kann að nefna. Og flestum öðrum eiginleikum sínum frá skólaárunum hélt hann einnig alla ævi. Þar á meðal var gamansemin, hæfileikinn til að sjá jafnvel alvarlegustu hluti í skoplegu Ijósi. Og þrátt fyrir sjúkleika síðustu misserin tókst honum að halda gleði sinni og lífsfjöri. Skömmu eftir að hann kom heim frá hættulegum uppskurði erlendis á síðasta ári hitti ég hann í góðra vina hópi, og þá skpmmti hann mönnum með forkostulegum sögum af sjúkrahúsvistinni og lífsreynslu sinni þar. Og þá var Jón í essinu sínu, því hann kunni flestum mönnum betur að segja sögur. Fáir atburðir voru svo ómerkilegir og hversdagslegir að Jóni tækist ekki að gera þá áhugaverða og skemmtilega, þegar hann sagði frá þeim. Að vísu varð samband sögunnar við tilefnið stundum bláþráðótt, því að eins og allir góðir sögumenn leyfði Jón sögunni yfirleitt að taka völdin og fara sínu fram, lúta sínum eigin lögmálum. Annars hefði heldurekki orðið nein saga. Kynni mín og Jóns voru mest og nánust á námsárunum, og þá áttum við stundum mikið saman að sælda. Ég minnist margra ánægjulegra stunda frá þeim árum í turnherberginu á Frakka- stígnum, þar sem Jón ólst upp. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla og húsbóndinn þá ævinlega hrókur alls fagnaðar. Síðan fækkaði samfundum okkar, þó að vissum ævinlega hvor af öðrum, en á allra síðustu árum tók fundum okkar að bera saman á ný oftar en verið hafði um skeið. Og þá sá ég að árin höfðu ekki breytt Jóni í neinu sem máli skipti. Hann ólgaði enn af lífi, lífskrafti og lífsþorsta. Og hann neitaði sér ekki um að lifa lífinu til fulls, eins og mörgum hættir til þegar æskuárin eru að baki. Og einmitt vegna þess hversu mikið lifandi Jón var er erfitt að skilja að þessu lífi skuli allt í einu vera lokið. Jón E. Ragnarsson var maður sem setti svip á umhverfi sitt og samtíð. Það er sjónarsviptir þegar hann fellur frá. Heimur okkar sem þekktum Jón verður ekki sá sami og áður, sérstaklega verður hann ekki eins skemmtilegur. Kristján Bersi Ólafsson t Svona er þetta nú. hálf starfsævin hefði átt að vera framundan en einn bjartan sólríkan vordag þá er þessu lokið. Ekki verða fleiri snjallar ræður haldnar hvorki á dómþingi né í mannfagnaði. Ekki fleiri kímilegar sögur sagðar í glöðum hópi, leiftrandi hugarflugs og yfirburða litríkrar kímni- gáfu nýturekki lengurvið í samræðu. Hin ritglaða hönd hefur lagt frá sér pennann. Jón E. Ragnarsson var maður atorku og átaka í önn dagsins og maður hinnar frjóu lífsnautnar á hvíldar- og gleðistundum. Hann lifði hratt og hann lifði sjálfum sér og öðrum til gagns og skemmtunar. Hæfileikar hans voru með þeim hætti að fullyrða má að einu hefði gilt á hvaða sviði þjóðlífsins hann hefði haslað sér völl, hvarvetna hefði hann orðið í fremstu röð. Um það ber vitni Framhald á bls. 7 Íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.