Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Qupperneq 5
Vilmundur Gylfason
alþingismaður
Fáir menn, sem ekki hafa náð 35 ára aldri, hafa
eignazt eins litríka sögu og Vilmundur Gylfason.
Hann mun eiga eftir að vera einn þeirra manna,
sem verða sagnfræðingum og þjóðfélagsfræðing-
um varanlegt viðfangsefni. Svo mikinn svip setti
hann á stjórnmálabaráttu landsins þau fáu ár, sem
hann tók þátt í henni.
Vilmundur Gylfason var þannig gerður, að oft
hlaut að vera stormasamt í kringum hann. Dómur
um hann verður tæpast réttilegur felldur fyrr en
nokkur tími er liðinn frá atburðum þeirra ára,
þegar hann kom mest við sögu. Ljóst er þó af öllu,
að þar fór enginn meðalmaður, heldur mikilhæfur
fullhugi og eldhugi, sem safnaði um sig aðdáend-
um og fylgismönnum, en aflaði sér líka jafnframt
andstæðinga eins og títt er um slíka menn.
Það gilti líka um hann eins og þá, að hann sást
ekki alltaf fyrir í hita bardagans, en hann mun
jafnframt hafa átt það hugarfar Einherjanna, að
geta tekið f hönd mótherjanna að bardaganum
loknum og átt við þá samstarf, þar sem leiðir féllu
saman. Pannig eiginleika þarf góður stjórnmála-
maður að eiga.
Bersýnilega lét Vilmundur Gylfason stjórnast
af því, að honum var Ijós nauðsyn umbóta á
mörgum sviðum. Hann naut sín í baráttunni við
það, sem honum fannst miður fara. Eins og
mörgum ungum áhugamönnum nú og reyndar
oftar, var honum ekki jafn Ijóst, hvað ætti að leysa
hið gamla af hólmi.
Sjaldan mun líka hafa verið erfiðara að sjá til
vegar í þeim efnum en undir ríkjandi kringum-
stæðum, þegar maðurinn ræður örlögum sínum
miklu minna en meðan tækniþróunin var hægari
en nú.
Við Vilmundur Gylfason áttum stundum í
nokkrum deilum, en aldrei varð ég samt var við
persónulegan kala af hálfu hans. Af þeim litlu
kynnum, sem ég hafði af honum, dreg ég þá
ályktun, að með vaxandi reynslu hefði hann átt
eftir að verða þjóðinni farsæll leiðtogi.
Sú spá á ekki eftir að rætast. En minning hans
mun samt varðveitast hjá þjóðinni, þótt saga hans
yrði ekki lengri. Ég votta konu hans, börnum,
foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Þ.Þ,
t
Hugarangur
við andlát Vilmundar
Gylfasonar
Dapnr er hugur;
dimmir dagar,
því dáinn er hann,
hinn luigumstóri,
er bjarma sló á bœinn,
borgina - landið,
þú eiusumoroi hjartans
íslendingaþættir
bœrðust í brjósti
og brutust út.
Man ég, man ég
margtfrá liðnum árum,
er svall þér í brjósti
sigttrvissan.
Ósammáia oft við vorum,
en ávallt spratt hlýjan
og hugsjónaglóðin
ttr hástemmdum huga
svo ósátlir við aldrei skildum.
Horfinn er hlynur
hjartaprúður,
hugumstór og hlýr
í hugsjóna ólgu.
Hvernig mátti fuðrandi
fífukveikur lífs hans
fengið oss lýst
til langframa?
Baldvin 1>. Kristjansson.
t
Harmafregn heyrist á ijósvakans öldum,
Vilmundur dáinn.
Hugurinn reikar.
Riddarinn hugumstóri,
sem réðst til orrustu,
barðist við spiílinguna,
dáðleysið, deyfðina,
barðist fyrir okktir,
hlekkjaða þræla vanans.
Þú þorðir að láta þig dreyma,
stóra drauma um fegurra mannlíf.
Þú gafst þig allan
þínum hugsjónum.
í aðkasti barstu höfuðið hátt,
hélst reisn þinni og sœmd.
A björtum stundum var bros þitt
barnslega hlýtt.
Þú varst eldhuginn,
sem hreif fólkið upp úr flatneskjunni,
úr gráma gleðisnauðs hversdags.
Þú varst skáldið,
sem létfólkið dreyma
um fegurri, betri og réttlátari heim,
fölskvalausa hamingju.
Og nú ertu allur,
skáldið, eldhuginn, riddarinn hugumstóri.
Fákur þinn ber þig yfir móðuna miklu,
far vel. KB.
t
Það var þungbúinn sunnudagur þegar síminn
hringdi vestur á Hjarðarhaga, færandi þá fregn að
hann Vilmundur væri dáinn. Ekki hef ég í annan
tíma staðið jafn skelfdur andspænis lífsins. Hvers
vegna fékk hann ekki að vera lengur hjá okkur?
Spurningarnar sóttu á hugann meðan horft var út
í rigninguna.
Leiðir okkar Vilmundar Gylfasonar lágu saman
þegar hann var tæplega þrítugur. Þótt hann væri
þá röskum áratug .eldri urðum við fljótt góðir
vinir. Þau ár sem síðan eru liðin hef ég orðið
þei.rrar gæfu aðnjótandi að starfa náið með
honum, bæði í pólitík og blaðamennsku. Fyrst í
Alþýðuflokknum og á Alþýðublaðinu en síðar í
Nýju landi og í Bandalagi jafnaðarmanna. Félags-
skapurinn við þennan greinda og góðviljaða mann
hefur verið mér ómetanlega lærdómsríkur. Með
honum var auðvelt að deila sorgum sínum og
gleði, enda stóð hann alltaf eins og klettur við hlið
vina sinna.
Sumrin á Alþýðublaðinu gerðust stundum
nokkuð lífleg, full lífleg fannst sumum. Viimund-
ur gat ekki hugsað sér að kröftunum væri eytt í
smeðjuleg viðtöl við flokksmenn. Hann vildi vera
ærlegur og setja réttlætistilfinninguna ofar flokks-
hagsmunum. Þegar aðrir hvísluðust ætlaðist hann
til að við töluðum tæpitungulaust svo enginn færi
í grafgötur með.hvað við væri átt.
Eigi einhver þá einkunn skilið að hafa verið
hamhleypa til vinnu þá er það Vilmundur. Sínar
bestu blaðagreinar skrifaði hann gjarnan á tíma
sem venjulegir menn þurfa tii að setja sig í
stellingar. Hann skildi að stór orð eru nauðsynleg
til að ýta við fólki og fá það til að hugsa. Þetta
segir lítið um hann en mikið um okkur. Ritskoðun
og tálmanir hvers konar voru eitur í beinum
Vilmundar. Aðgangur að fjölmiðlum átti að vera
. einn helgasti réttur hvers manns. Þegar Vilmund-
ur ritstýrði og andstæðingarnir vildu koma höggi
5