Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Side 7
Jón Framhald af bls. 4 ferill hans á þeim tveim sviðum þar sem hann tét einkum að sér kveða, þ.e. á félags- og þjóðmála- sviðinu annars vegar og lögmannssviðinu hins vegar. Um það leyti sem Jón hóf nám í lagadeild gekk hann að verki við að afla sér forustuhlutverks í hópi stúdenta, jafnframt því að hasla sér völl innan síns stjórnmálaflokks, enda kom í ljós að ekki stóð á því að til hans væri leitað. Til undirbúnings og í þessu skyni sótti hann námskeið m.a. í Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum til þess að bæta tungumálakunnáttu sína sem góð var fyrir en varð með ágætum. Með náminu stundaði hann blaðamennsku til þess að auka ritleikni sína og geta sér orð. Hann ritstýrði æskulýðssíðu Morgunblaðsins sum skeið og cinnig Vöku, „málgagni lýðræðissinnaðra stúdenta." og lagði þá gjarna megnið af efninu til sjálfur. Laganemar völdu hann til þess að ritstýra hinu ágæta fræðilega tímariti sínu Ulfljóti, sem hann ritaði allnokkuð í bæði meðan hann var ritstjóri og síðar, jafnt um lögfræðileg og sagnfræðileg efni, en Jón var sagnfróður vel og lagið að gera hvert efni skemmtilegt. Þar kom að árið 1962 var Jón kjörinn formaður Stúdentaráðs og varð þar með fyrirsvarsmaður stúdenta bæði á hagsmuna- og félagsmálasviði. Gegndi hann þeirri trúnaðar- stöðu í eitt ár svo sem venja er, en hið næsta ár var hann fulltrúi stúdenta í háskólaráði. Löngum meðan hann var í háskóla var hann valinn til utanferða á vegum stúdenta, bæði almennt og á vegum laganema sérstaklega, enda vel til slíks fyrirsvars fallinn sakir góðrar málakunnáttu og samræðuleikni, svo og vegna þess að hann varð með tímanum nánast sérfræðingur í málefnum alþjóðasamtaka stúdenta og æskulýðs. Hann átti fyrir íslandshöndsæti ístjórnumslíkrasamtaka. Á vettvangi flokks síns sat Jón löngum í stjórn Heimdallar og síðar SUS, þar sem hann var varaformaður í stjórnartíð Birgis ísleifs árin 1967-1969. Haustið 1969 dró til þeirra úrslita, að á þingi SUS, sem þá var haldið á Blönduósi, stóð formannskjör miíli Jóns og annars góðkunns lögfræðings, sem nú er þingmaður Reykvíkinga. Var kosningin mjög jöfn en Jón beið þó lægri hlut með fáeinum atkvæðum. Mér er sagt, að þar kunni að hafa valdið, að Jón hafi varið, skeleggar en sumum þingfulltrúum gott þótti, Viðreisnar- stjórnina, sem þá var komin að fótum fram. Með þessum úrslitum snerist hin hverfula stríðslukka, inn á Alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn bar ekki gæfu til að fela Jóni þau störf sem best hefði sómt og vert hefði verið. J’ar sem viðunandi stjórnmálaframi var ekki innan seilingar að svo stöddu, losaði Jón sig nú við öll tímafrek störf á vegum flokks síns, kvæntist, stofnaði eigin lögmannsskrifstofu og sneri sér af alefni að málflutningsstörfum. Hann hafði lokið lögfræðiprófi með hárri I. einkunn árið 1966, og íslendingaþættir meðan hann var fulltrúi borgarstjórans í Reykja- vík árin 1966-1969 hafði hann flutt sín prófmál til þess að öðlast lögmannsréttindi. Lögmannsstörfin urðu nú hans ævistarf. Þar nýttust honum prýði- lega meðfæddir hæfileikar, ágæt lögfræðikunn- átta, óvenjugóð almenn húmanísk menntun, svo og sú félagsmála- og stjórnmálareynsla sem hann > hafði aflað sér. Ekki spillti að Jón reyndist hafa betri möguleika til að afla sér skjólstæðinga en títt er um nýliða í lögmennsku, enda var hann þá þegar orðinn þjóðkunnur maður og í miklu áliti og þekkti persónulega ótrúlegan fjölda fólks. Málin sópuðust því að honum og var svo alla tíð. Það gat ekki hjá því farið að lögmannsstíll Jóns yrði all frábrugðinn málflutningsháttum flestra annarra lögmanna. Hann gat aldrei stillt sig um að stunda málflutninginn sem íþrótt, virtist it'ta á hvert mál sem kappleik eða sjónarspil þar sem á öllu riði að leggja sig fram til hins ýtrasta, heyja orustuna með stíl og glæsibrag og sigra, væru þess nokkur tök. Væru sigurlíkurnar í lágmarki var stefnt að drengilegum varnarsigri. Víst er um það, að dómurum þótti íburðurinn stundum nokkuð úr hófi fram. Aðferðirnar við vitni andstæðingsins vildu stundum verða þannig að dómarinn teldi ástæðu til að skakka leikinn. Þolrif lögmanns gagnaðila hafa sjálfsagt oft verið nokk- uð mikið reynd. En þótt Jón væri meistari í að gera einföld mál flókin, oft til lítils fagnaðar eða verksparnaðar fyrir dómara, þá var honum engu síður lagin sú Iist að stuðla að því að gera flókin mál svo einföld og skýr sem verða mátt. Byggðist það á glöggskyggni hans á því hver væri kjarni hvers máls og fundvísi hans á þær málsástæðurog lagarök er úrslitaþýðingu höfðu, ásamt því að hann lagði sig oft vel fram um að upplýsa mál teldi hann sér það henta og mikla vinnu í að undirbúa sig fyrir málflutning með lestri fræðirita ogdóma. Það hefur verið sagt með réttu að mál vinnist aldrei á góðum málflutningi, en lögmenn geti tapað málum vegna lélegs málflutnings. Þetta viðhorf var þó Jóni víðs fjarri. Mér er nær að halda að fyrir hafi komið að hann ynni mál sem fæstir aðrir hefðu unnið og varla tapað málum sem margir aðrir hcfðu unnið. Og þótt Jón yljaði stundum andstæðingum sínum undir uggum og mörg vinnustund dómara færi í að greiða úr flækjum sem hann hafði undið upp var Jón maður vinsæll bæði meðal lögmanna og dómara. Það gerði bæði stíllinn yfir íþrótt hans og þær stundir er hann létti geð manna utan veggja réttarsalarins. Sinn þátt mun það hafa átt í sérkennum á málflutningi Jóns, að menn sem áttu torsótt mál að sækja eða erfið að verja, en voru sjálfir trúaðir á málstað sinn, leituðu gjarna til hans, stundum eftir að þeir höfðu gengið bónleiðir til annarra lögmanna. Jón sá þá gjarna leið þar sem öðrum höfðu virst sundin lokuð. Skarpskyggni hans, bjartsýni og baráttugleði stuðlaði þannig að því að fleiri en ella fengu dómstólaprófun á sín mál og þar með þá réttarvernd sem löggjöf vor og ólögfestar starfskyldur lögmanna gera ráð fyrir. Hann hélt merkinu hátt til síðasta dags. Vitandi um óverjandi eftirför mannsins með ljáinn gekk hann út um dyr sjúkrahússins fáum dögum fyrir andlát sitt og tvo síðustu daga ævi sinnar stóð hann fyrir Hæstarétti og flutti harðsótt og flókin mál. Að loknum hinum síðasta málflutningi hélt hann beint heimleiðis, settist í stól sinn og var allur. Már Pétursson, héraðsdómari í Hafnarfirði. Baldur Framhald af bls. 8 lærir flugumferðarstjórn, Jóhann fæddur 1962, laganemi við HÍ og Ingibjörg fædd 1965 og er í menntaskóla. Þau áttu saman traust og gott heimili ríkt af trúnaði og samhjálp. Ég veit að Baldri var það mikils virði og hann lét ekki ytri aðstæður og boð um mannvirðingar slíta sig frá konu og börnum. Baldur barðist við illan sjúkdóm í rúm tvö ár. Við fylgdumst með þeirri baráttu úr nokkrum fjarska fengum að reyna, hvað hugur , hans var bundinn skólanum, málefnum hans og starfsfólki. Um þetta vildi hann ræða þegar fundum bar saman. Hann kom til starfa haustið 1981 og virtust þá góðar horfur á bata, en eftir sjö mánuði var komið í sama horf. Hann hóf störf á ný haustið 1982, en varð að hætta eftir tvo og hálfan mánuð. í veikindum sínum naut hann hjúkrunar og einstakrar umhyggju Jóhönnu eigin- konu sinnar og hugrekki og uppörvun barnanna styrkti hann andlega, en erfitt varð honum að geta ekki fylgt þeim lengur eftir út í lífið. Megi minning um góðan dreng verða þeim huggun harmi gegn. Kennaraháskólinn og starfsfólk hans allt kveður yfirmann sinn með virðingu og þökk. Jóhönnu, börnunum, bræðrum og öðrum ætt- ingjum votta ég dýpstu samúð. Stefán Bergmann t Kveðja frá nemendum Deyr fé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sama, Þessi orð hinna fornu fræða fela í sér æðruleysi og yfirvegun. Þau votta um djúpan skilning þess er mælir, sátt við lfið og óumflýjanlegar staðreynd- ir þess. Þau eru einnig formáli annarra orða sem boða háleita lífsstefnu: en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við nemendur KHÍ fengum fulllítil kynni af rektor okkar, Baldri Jónssyni, næstliðna tvo vetur. Við vissum að hann háði baráttu sína um lífið, við vissum einnig að hann rækti embætti sitt að ystu mörkum þess, er heilsufar hans leyfði, var og slíks von þar sem hann var. Baldur var mildur stjórnandi og ætíð hlýr í viðmóti, gott til hans að leita með erindi. Hann hlustaði, skilningur hans á vandamálum var sannur, ráð gaf hann eftir bestu samvisku og hvikaði þá hvergi frá samvisku sinni. Hann hafði lag á að skýra afstöðu sína þannig, að þótt um ágreining væri að ræða, hlaut gagnkvæmur skiln- ingur að ríkja. Við minnumst hans með hlýju og virðingu og vottum fjölskyldu hans, ættingjum og vinum innilega samúð okkar. Vísan hér á undan, úr Hávamálum, er verðug eftirmæli um jafn ágætan mann. Hvíl í friði Baldur Jónsson. Nemendur KHÍ 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.