Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 1
fSLENDINGAÞA-TTIR Miðvikudagur 27. júll 1983 — 28. tbl. TIMANS Brynjólfur Gíslason, gestgjaf i í Tryggvaskála Fæddur 19. mars 1903 Dáinn 21. júní 1983 Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan við Brynjólf- ur fylgdumst að um Tryggvaskála og skoðuðum húsakynnin. Hann benti mér á staðina, þar sem allt hafði verið áður í eldhúsinu, búrinu og salnum. Glöggt kom í ljós hvílíkt snyrtimenni Brynjólfur var og hversu umhugað honum hefur verið að starfsaðstaða fólksins sem vann hjá honum væri sem best og að gestum hans liði sem best. Þetta ásamt góðmennsku og velvild þessa yndislega manns hefur skapað honum þvílíkt orð, að nafnið Brynjólfur í Tryggvaskála er þekkt um allt land. Brynjólfur tengdist fyrst fjölskyldu minni árið 1929, þegar hann gekk að eiga frænku mína Kristínu Árnadóttur frá Látalæti á Landi, nú Múla. Kristín hafði verið heimilismaður hjá afa mínum og ömmu að Vatnsnesi í Grímsnesi. Mjög náið var á milli ömmu minnar og Kristínar enda standa fæðingarbæir þeirra Látalæti og Hvammur svo til hlið við hlið undir Skarðsfjalli. Fyrir mig skipti þessi vinskapur ekki litlu máli, því seinna þegar móðir mín var að vandræðast við Kristínu hvað króinn ætti nú að heita, þá kvað Kristín auðvitað uppúr af sinni frægu röggsemi: „auðvitað í höfuðið á honum afa sínum og Skálanum". Er hægt að muna fólki minna en nafnið sitt. Brynjólfur fæddist að Eystri-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi, einn þrettán barna hjón- anna Gísla Brynjólfssonar frá Sóleyjarbakka í Hrunamannahrepp og Kristínar Jónsdóttur frá Eystri-Meðalholtum. Árið 1912 fluttust foreldrar hans að bænum Haugi í sömu sveit, þar sem Brynjólfur ólst upp í stórmyndarlegum systkina- hóp, en tólf systkinanna komust á legg. Fimmtán ára gamall hóf Brynjólfur glímu við Ægi konung. Þá byrjaði hann sjóróðra með frænda sínum Páli á Baugsstöðum á áttæringi. Sú mikla glíma átti eftir að standa í yfir tuttugu ár, því leið atorkumikilla og hraustra marina lá þá til sjós, eins og svo oft áður í sögu þjóðarinnar við ysta haf. Fræknustu menn fóru á togara og eftir mat- sveinsnám árið 1928 réði Brynjólfur sig árið 1930 sem matsvein á togarann Júpiter hjá vini sínum Tryggva Ófeigssyni, en þeir Tryggvi höfðu áður verið saman á togaranum Imperialist. Öll næstu ár var Brynjólfur með Tryggva eða þangað til Tryggvi ,fór í land að veita hinni glæsilegu útgerð sinni og fiskvinnslu forstöðu. Við Júpiter tók þá enginn annar en Bjarni Ingimarsson, sem ávallt verður minnst sem eins af okkar bestu togaraskip- stjórum og mestu sjómönnum. Þvílíkt traust bar Bjarni til Brynjólfs, að þegar sá síðarnefndi var að gera upp hug sinn, hvort hann ætti að kaupa Tryggvaskála, þá lýsti Bjarni einfaldlega yfir fullri ábyrgð á öllum greiðslum og skuldbindingum matsveins síns. Kom þetta í skeyti utan af sjó og þurfti þá ekki frekari vitnanna við. Það var árið 1942 sem Brynjólfur og Kristín keyptu Skálann eða nánar tiltekið 20. ágúst. Þá hafði Júpiter verið í stanslausum siglingum með ísfisk til Bretlands öll stríðsárin. Meðan Evrópa háði sitt hjaðningarvíg, færði íslensk sjómanna- stétt sveltandi bræðrum sínum og systrum mat. Þetta var göfugt hlutverk, en hugurinn reikar til vistarinnar um borð, þar sem sprengjuregnið dundi umkring og banvænir kafbátar lónuðu í djúpinu. íslenskir sjómenn og þjóöin öll færði gífurlegar fórnir á þessum árum svo einungis verður til jafnað við þær þjóðir sem verst urðu úti í hildarleiknum. Með þvílíku afli hefur ekki á stundum verið treyst á sjómannsins göfuga hjarta, hraustu mund og blessað þrek. Meðan Brynjólfur sigldi á Júpiter beið Kristín heima með stækkandi barnahóp. Þær móðir mín voru einkavinkonur enda nærfellt uppeldissystur. Voru því mikil tengsl þeirra í millum. Afi var þá látinn fyrir nokkru og rak amma Tryggvaskála með dætrum sínum, sem voru að.stofna sín eigin heimili og var því sú ákvöðun tekin að selja Tryggvaskála. Brynjólfur var útí Grímsey þegar hann heyrði í fréttaskeytum að heiman, að nú hefði Skálinn verið auglýstur til sölu. Þau Kristín ráku svo Tryggvaskála í yfir þrjátíu ár eða allt þar til þau seldu Selfósshrepp Skálann, þann 1. apríl 1974. Allan þennan tíma nutu þau frábærra vinsælda enda lengi til jafnað þvílíkir öðlingar þau voru. Ávallt var stór hópur manna, kostgangarar, sem fylgdi skálanum líkt og heimilisfólk á bæjum hér áður fyrr. Þetta fólk leit bókstaflega á Tryggvaskála sem sitt eigið heimili. A öllum stórhátíðum jólum, páskum og tyllidögum fjöl- skyldu Brynjólfs og Kristínar var þetta fólk einfaldlega hluti af hópnum. Þá er ógetið allra bílstjóranna, mælingarmann- anna, línumannanna sem héldu til lengur eða skemur í Tryggvaskála. Þeir munu víst margir Vegagerðarbílstjórarnir, starfsmenn Pósts og síma og Rafmagnsveitnanna, ásamt öllum áætlun- arbílstjórunum sem komu í Skálann ýmist ör- magna sjálfir eða með uppgefna farþega, sem þáðu beina og fóru frískir. Allt þetta fólk, ásamt öilum þeim sem þáðu venjulegan beina og góð- gerðir hjá Brynjólfi og Kristínu minnast þeirra með virðingu og þökk. Svo þegar stormviðrin geisuðu og ekki var hundi út sigandi spilaði Kristín við heimilisfólkið og gesti og stjórnaði öllu með sinni léttu lund. Þá tók Brynjólfur gjarnan í skák og var snjall á því sviði, gerði m.a. jafntefli við sjálfan stórmeistar- ann Friðrik Ólafsson. Aðaláhiigamálið voru þó hestar, ræktun þeirra og útreiðar. Brynjólfur átti afburðagott hrossakyn; sem hann ræktaði á Arbæ, þótt ávallt stæði hesthús við Tryggvaskálal þar sem kumrað var við jötu og brudd- mél. Yndisreit áttu þau hjón í Þrastarskógi við1 Álftavatnið bjarta. Þar undi margur hnokkinn sér hjá afa og ömmu frjáls í birkilaut undir hásumars- himni. Þau Brynjólfur og Kristín fluttu að Tryggvagötu 16, þegar þau seldu Tryggvaskála. Kristín dó þann 25. júh' 1974, en Brynjólfur hélt þar jafnan heimili og stundaði lestur góðra bóka. Alltaf hefur þó verið mannmargt í kringum hann, því öll barna- börnin voru augasteinar hans. M.a. leit Kristín dóttir yngstu dóttur hans reglulega til afa síns í þrjú ár. Þeim Kristínu og Brynjólfi varð þriggja barna auðið, auk þess sem Brynjólfur ól upp dóttur Kristfnar, seiri var elst. Er það Þórunn Málfríður Jónsdóttir gjaldkeri, sem gift var Helga heitnum Mogensen, mjólkurfræðingi. Þeirra börn eru:

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.