Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 7
 EE Sigurður Guðgeirsson, prentari Fæddur 30. maí 1926 Dáinn 8. júlí 1983 Kveðja frá Landssambandi Vörubifreiðastjóra. Það kemur alltaf jafn mikið á óvart er menn eru skyndilega kallaðir brott úr dagsins önn. Þannig var það með Sigurð Guðgeirsson, prentara sem verður jarðsettur í dag. Hann var heilsuhraustur Bjarnasonar og Aðalbjargar Magnúsdóttur er bjuggu að Halldórsstöðum. Magnús ólst svo upp hjá föður sínum, sem stofnaði bú að Miklabæ í Óslandshlíð með Elísabetu Halldórsdóttur, og reyndist hún honum ætíð sem besta móðir. Þau Ólafur og Elísabet eignuðust 3 börn, Halldór Þorleif, er býr að Miklabæ, Ingibjörgu húsfreyju að Krossi og Sigurlaugu sem starfað hefur sem ráðskona við barnaskólann að Hólum. Meðþessum hálfsystkin- um sínum ólst Magnús upp, þar til hann fór að vinna fyrir sér, eins og lífið heimtar af okkur öllum. Hugur hans leitaði snemma að sjónum, og var hann mikið með Stefáni frænda sínum, eftir að hann fór að gera út á sínum eigin bát. Magnús var veiðimaður af lífi og sál, sama hvort það var á sjónum eða í landi, enda miklir veiðimenn í báðum hans ættum; í föðurættina Jón Ósmann, bróðir ömmu hans, Sigurlaugar, sem var þekktur um allan Skagafjörð og víðar, sem afburða skytta og veiðimaður, og í móðurætt Borgar Bjarni, afi Guðnýjar, sem var annáluð skytta, enda kunni Magnús vel að fara með byssu, og margur málsverðurinn var búinn að falla fyrir sigtinu hans. Magnús var lífsglaður maður, og átti létt með að blanda geði með vinum og kunningjum, og aldrei man ég eftir að ég hitti hans öðruvísi en glaðan og hressan, þótt stundum blési á móti í lífsins ólgusjó. Hann bjó hér á Sauðárkróki að Víðigrund 4, og átti þar litla og huggulega íbúð. Síðustu árin vann hann við löndun úr togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga, og sýndu vinnufélagar hans þar honum þá virðingu að bera kistu hans úr kirkju. Magnús var vinmargur maður, sem og útför hans bar vott um. Hann var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. júlí að við- stöddu miklu fjölmenni. Jarðsettur var hann í Viðvík, en þar hvflir faðir hans, Ólafur. Ég vil með þessum fáu orðum þakka hinum látna allar þær ánægjustundir, sem ég átti með honum, en þær voru of fáar, þegar kallið kemur svo óvænt, sem það gerði nú. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi bafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn frændi Haukur Haraldsson íslendingaþættir þar til fyrir nokkrum vikum að hann kenndi sér meins. Við sem þekktum Sigurð vel vissum að hann gekk ekki heill til skógar síðustu vikurnar en áttum bágt með að trúa því að stundin væri svo skammt undan. Sigurður var alla tíð mikill félagsmálamaður og hlóðust á hann mörg trúnað- arstörf sem hann leysti af hendi af sérstakri vandvirkni sem honum var lagin. Við hjá Landssambandi Vörubifreiðastjóra sem höfum mörg undanfarin ár notið starfskrafta Sigurðar Guðgeirssonar eigum honum mikið að þakka fyrir góða viðkynningu og gott starf. Hann var mikið prúðmenni og slíkur maður er vand- fundinn. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja Sigurð Guðgeirsson. Eiginkonu hans, sonum, foreldrum og systkin- um sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Guðgeirssonar. t Með nokkrum kveðjuorðum vil ég þakka áratuga samstarf og samvinnu í félagsmálastarfi með Sigurði Guðgeirs^yni. Sigurður hafði stað- góða þekkingu á félagsmálum almennt, en þó einkum á málefnum verkalýðshreyfingarinnar. Mér var það fljótt ljóst hvaða áhugamál Sigurður helgaði öðru fremur krafta sína. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekktu að það voru ætíð þeir sem minnst máttu sín, þeir sem berskjaldaðir stóðu í lífsbaráttunni og þar af leiðandi áttu allt undir aðstoð manna sem höfðu til að bera hjálpsemi og þekkingu. Höfuðeinkenni Sigurðar Guðgeirssonar hvar sem hann fór og við hvaða störf hann vann, var háttvísi og meðfædd prúðmennska. Þessir eðlis- kostir eru dýrmætir fyrir hvern félagsmálamann, og hljóta að gera honum starfið auðveldara, en því fylgir aftur að fang slíkra manna yfirfyllist af verkefnum. Þannig varð raunin á með Sigurð.. Innan fjölmennrar félagsmálahreyfingar eins og Sigurður átti sinn aðalstarfsvettvang, hlýtur af og til að koma upp álitamál sem niðurstöður þurfa að fást í. Mér er kunnugt að Sigurður var æði oft fenginn til að vinna að lausn slíkra viðfangsefna, og mér hefur skilist að það hafi verið farsæll árangur, enda fór saman haldgóð þekking á hinum óskyldustu málefnum ásamt góðri greind. Persónulega þakka ég Sigurði áratuga samstarf að málefnum Landssambands vörubifreiðastjóra. Ég og kona mín vottum fjölskyldu hans dýpstu samúð. E.Ö. Pétur Pétursson áttræður Framhald af bls. 8 margra ára skeið, þeir: Gunnar bifreiðastjóri, giftur Sigríði Sigurðardóttur og Oddur bæjar- verkstjóri, giftur Magdalenu Sigurðardóttur og dóttirin Unnur gift Hjálmari Torfasyni gullsmið en þau eru búsett í Reykjavík. Pétur er að eðlisfari mikill félagsmálamaður einarður og fylginn sér. Vinnu sinnar vegna gekk hann snemma í Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði þar sem hann var í forustusveit um mörg ár m.a. í stjórn í um 20 ár og þar af formaður í 5 ár. Af félagsmálastarfi sínu mun þó Péturs ekki hvað síst minnst vegna þátttöku hans I þágu íþróttafélag- anna og þá einkum í sambandi við skíðaíþróttina. Þegar ísfirðingar hófu að iðka skíðaíþróttir uppúr 1930 varð Pétur strax virkur þátttakandi og náði fljótt góðum tökum á skíðagöngu og má fullyrða að það eru ekki margir sem hafa tekið þátt í fleiri keppnum en hann um dagana. Pétur starfaði lengst af í íþrótta- og málfunda-. félaginu Ármann í Skutulsfirði og var í stjórn þess um 25 ára skeið og formaður um tíma. En hann var einnig I stjórn Skíðaráðs ísafjarðar og formaður þess í tvö ár. Ég minnist Péturs á Grænagarði frá þeim árum sem ég var í námunda við skíðaíþróttir á Isafirði á hann mátti ávallt reiða sig ef einhvers þurfti með. Þær eru ekki fáar svigstengurnar sem hann Pétur hefur borið upp á Seljalandsdal um dagana. Að rifja upp ýmis umsvif skíðamanna á ísafirði frá þessum árum væri of langt í einni afmælis- kveðju og þó ekki væri nema heimferðin frá landsmóti á Akureyri 1948 þegar öll tiltæk farar- tæki í lofti á landi og sjó voru notuð, þá kom sér vel að hafa með í förinni eins vaskan og ósérhlífinn dreng og Pétur á Grænagarði. Með þessum línum sendi ég Pétri og Bertu mínar bestu óskir við þessi tímamót og þakkir fyrir ánægjulega viðkynningu og margan kaffisopa þegar komið var af Dalnum eftir erfiðan dag. Guttormur Sigurbjörnsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.