Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Qupperneq 4

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Qupperneq 4
Guðrún Jónsdóttir, frá Flatey á Mýrum Fædd 16. febrúar 1884 • Dáin 20. júní 1983 Guðrún Jónsdóttir frá Flatey á Mýrum, lést á Elli og hjúkrunarheimilinu Höfn, Hornafirði mánudaginn 20. júní síðastliðinn. Hún var fædd 16. febrúar 1884 og hefði því orðið 100 ára 16. febrúar næstkomandi. Það voru því margir Iangir og sumir strangir starfsdagar að baki hjá þessari öldnu konu, hún átti því láni að fagna að hafa góða heilsu til fullorðinsára en þegar ellin sækir að er ekki margt til varnar. Það er þá helst að ylja sér við ánægjulegar stundir liðins tfma, ef geta er fyrir hendi. Ekki þurfti þessi góða kona að fórna sér fyrir börnin sín eða eiginmann, en hversvegna ekki, kannski vegna þess, að það var ýmsum hnöppum að hneppa eða annarra vanda að leysa. Guðrún var fædd og uppalin í Flatey í stórum systkinahóp, þar ól hún allan sinn aldur, að undanskildum þeim tíma sem hún sótti húsmæðra- skóla í Reykjavík, og hin seinustu ár á elli og hjúkrunarheimilinu að Höfn. Foreldrar Guðrúnar voru Halldóra Pálsdóttir og Jón Halfdánarson sem bjuggu alla sína búskapartíð í Flatey. Ingvar tók;i við búsfjárráðum eftir föður sinn, hans kona var Halldóra Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum. Jón kennari frá Flatey sem flestir Reykvíkingar könnuðust við á sínum tíma giftur IngibjörguSnorradótturfrá Laxfossi í Borgarfirði. Halldóra gift Sigurði Arasyni frá Fagurhólsmýri í Öræfum. Pálína gift Guðjóni Gíslasyni, þau bjuggu að Viðborði á Mýrum og hin síðari ár á Kotströnd í Ölfusi. Halldór og Guðrún voru ógift. Eins og áður er getið tók Ingvar við búi eftir föður sinn ásamt systkinum sínum Halldóri og Guðrúnu. Jón Halfdánarson og Halldóra Pálsdóttir létu ekki staðar numið, þó þau væru búin að eignast börnin 12, þau misstu 6 á unga aldri en hinna er áður getið. Þá bættu þau við hópinn sinn sem fyrir var, tveimur munaðarlausum drengjum frá heimil- um þar sem sorgin hafði barið á dyr. Þvílík reisn og höfðingsskapur, þarna er ekki verið að opna hurðina í hálfa gátt, þau börn sem eru alin upp af slíkum foreldrum, hafa margt og mikið gott til brunns að bera. Þessir drengir voru 3 og 6 ára og það eru Sigurður Ketilsson og Bergur Þorleifsson, sem hafa verið hin síðari ár mátta- stólpar heimilisins ásamt Páli Ingvarssyni sem tók við búi eftir foreldra sína. Guðrún er innan við tvítugt þegar þessir drengir koma og síðan og alla tíð hefur hún léð þeim og bróðursyni sínum Páli alla sína starfsorku hóg- værð og hugulsemi. Hin semustu ár ævinnar scm gomlu hjonm Jón Halfdánarson og Halldóra lifa er bætt við einu barninu enn, rúmlega ársgamalli telpu, dóttir Pálínu og Guðjóns sem bjuggu á Viðborði, það var ekki ætlunin að hún yrði þar nema um stundarsakir, en endirinn var sá að hún ólst þar upp, og Guðrún átti þar stærstan og kannski 4 vandamestan hlutann ásamt systkinum sínum og fóstursystkinum. Eins og flestum er kunnugt, var þríbýli í Flatey á þeim tíma, það gefur því auga leið, að stundum hefur verið slegið á létta strengi þegar barnahóp- urinn á bænum kom saman til leikja,sá tími hefur nú oft verið naumt skammtaður, því allsstaðar biðu verkefnin úrlausnar, þótt höndin væri smá sem verkið átti að vinna, en tvisvar verður gamall maður barn segir máltækið. Guðrún hafði því betri tíma seinni ár ævinnar, eftir að starfsorkan rénaði að líta yfir farinn veg til bemsku stunda, ekki síst; eftir að sjóninni hrakaði og dagsbirtunni lauk. Þessi kona fórnaði sér fyrir aðra allt sitt líf, Fæddur 6. mars 1906 Dáinn 8. maí 1983 Laugardaginn 14. maí s.l. var til moldar borinn að Viðvíkurkirkju Guðmundur Bjarnason frá Þúfum í Óslandshlíð. Hann var borinn og barnfæddur Skagfirðingur og dvaldi í því fagra héraði öll sín æviár. Hann fæddist að Þúfum í Óslandshlíð sonur hjónanna Bjarna Jóhannssonar og Jónínu Jóns- dóttur. Guðmundur var sín uppvaxtarár og fram að miðjum aldri í Þúfum, fyrst hjá foreldrum sínum og síðan í sambýli með móður sinni og eldri bróður Óskari. Hin gróðursæla og hlýlega sveit Óslandshlíð var heimkynni Guðmundar mest alla ævi því eftir áratuga dvöl í Þúfum fluttist hann að en hennar fórnfýsi hefur líka borið ávöxt. Þeir sem yngri voru hafa kannski miklu fórnað, eða jafnvel öllu, fómfýsin er dyggð að talið er, eða svo hefur verið. Mér er ekki grunlaust um að ferða- menn sem marga að garði bar í Flatey, minnist hennar Guðrúnar sem vildi allra vanda leysa, með hógværð og sínu elskulega milda brosi, en vildi samt sem allra minnst láta á sér bera. Guðrún kunni vel að taka á móti tignum gestum. Hún kunni líka að draga sokkaplögg af fótum almúg- ans, sem oft kom fyrir. Það var ekki ósjaldan sem Guðrún varð að taka á móti ferðamönnum sem komu hraktir og blautir yfir Heinabergsvötnin, eða utanfrá Melatanga. Fólkið á Flateyjar-bæjunum fór ekki varhluta af þessum ferðalöngum, það var gengið úr rúmi um miðjar nætur fyrir ferðalúnu fólki, heimahestar færðir af stalli og ferðalúnir teknir inn. Guðrún vakti margar bjartar og líka dimmar nætur, við að dytta að fötum þeirra er sváfu og hvíldust, en hún var ekki ein um þetta, þó hún réði ríkjum um þessi mál hin síðari ár, þetta var ríkjandi hefð á þessum bæ. Ég sem þessar línur rita'á svo margar góðar minningar. Þær eru mér ógleymanlegar þegar þessi elskulega brosmilda kona. færði okkur kaffið í rúmið. Slíkar stundir gleymast ei, en verða að sólargeislum sem gott er að líta til, ekki síst fyrir konu mína sem þess hefur notið frá barnsaldri, að sofna og vakna við barm þessarar góðu konu. Við hjónin og venslafólk þökkum starfsfólki Elli og hjúkrunarheimilisins Höfn frábæra að- hlynningu og hjúkrun. Sigurður Bjarnason. íslendingaþættir Guðmundur Bjarnason, frá Púfum

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.