Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Page 5
Ingvar Ólason, Holti, Reyðarfirði Fæddur 13. nóv. 1918. Dáinn 22. júní 1983. ■ Hugumprúður þegn er horfinn af sviði. Skýr og kær er nú minningin ein eftir um Ingvar Ólason. Þar fór æðrulaus eljumaður, sem af einlægni og alúð lagði hönd að hverju verki, viðmót hans allt bar með sér hógláta hlýju og hýrt var brosið. Glettni ha'ns var grómlaus og gerði engum miska. Hann var dulur að eðlisfari og flíkaði lítt tilfinningum sínum eða skoðunum, en það duldist engum sem til þekktu, að hann var fastur fyrir og lét í engu sinn hlut, ef að var sótt um þau málefni,' sem honum þóttu mikils verð. En hann var hreinskiptinn og einarður í allri sinni hógyærð. Fyrst og síðast fór þar hinn verkhagi maður, sem lagði í það metnað sinn að vinna hvert verk svo, að ekki þyrfti um að bæta. Hann var einstaklega glöggur og laginn véla- maður, enda sögðu vinnufélagar hans, að allt léki í höndum hans. Ingvar var gerhugull greindarmaður og fylgdist Óslandi og síðar að Melstað í sömu sveit. Þar átti hann heima þar til heilsan bilaði svo hann varð að fara á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en þar var hann síðustu árin. Samtíða honum á sjúkrahúsinu var Óskar bróðir hans og þó Guðmundur væri oft mjög þjáður reyndi hann eftir mætti að létta bróður sínum lífið í veikindum hans, en Óskar andaðist fyrir fáum árum eftir nokkuð langvinn veikindi. Þegar hugsað er til látins vinar, litið til baka og minnst liðinna samverustunda þá er efst í huga þakklæti fyrir vinarhug og kærleika sem ein- kenndu framkomu Guðmundar, hann gat glaðst yfir góðlátlegu gamni um menn og málefni en ætíð græskulaust. Y rði okkur yngri vinum hans á að segja eitthvað um aðra sem hann taldi ósæmilegt þá hafði hann lag á að láta okkur skiljast að svona ætti ekki að hugsa eða tala. Hann var lítið fyrir að troða skoðunum sínum upp á aðra og vinsamleg framkoma hans aflaði honum vina og óvildarmann hygg ég að hann hafi ekki átt. Guðmundur fór þeirrar gæfu á mis að eiga samleið með eiginkonu og eignast börn. Af þeim sökum er líklegt að einmanaleiki hafi verið förunautur hans á stundum. En lífsmunstur mannanna er misjafnt og verður hver að lifa eins og áskapað er. En þó Guðmundur Bjarnason skilji ekki eftir sig afkomendur í þessum heimi né hafi verið umsvifamikill athafnamaður á heimsvísu, þá hefur hann markað sín spor í sögu sinnar sveitar, hann á heima í góðum minningasjóði okkar sem undum samtíða honum í hlíðinni kæru Óslands- hlíð í Skagafirði. Blessuð sé minning hans. Ari Sigurðsson. mætavel með öllu, sem efst var á baugi hverju sinni, hafði sínar fastmótuðu skoðanir og var félagshyggjumaður í beztu merkingu þess orðs. Óvænt kom lokakallið, en þó hafði heilsa hans lengi verið slík, að í engu mátti út af bera. Hinn dagfarsprúði verkmaður lét lítt á slíku bera, hann bar ekki veikindi sín fremur en tilfinningar á torg og allt fram til þess síðasta var starfinu sinnt og ekkert gefið eftir. Með Ingvari er genginn einn hinna trúu og hógværu manna, sem sagt var um að erfa ættu landið. Samferðafólkið, samfélagið hans stendur þar í þakkarskuld og kveður með söknuði kæran vin. Örfá æviatriði Ingvars skulu hér tilfærð. Fullu nafni hét hann Ingvar ísfeld og var fæddur 13. nóvember 1918 í Sjólyst á Reyðarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Hólm- fríður Nikulásdóttir og Oli Bjarnason, sem bæði voru Reyðfirðingar og bjuggu þar aldur sinn allan. Ingvar var elstur 5 systkina og er hann var 12 ára lést faðir hans á bésta aldri. Reiðarslag var það fyrir fjölskylduna, en Hólmfríður var mikil atgerv- is- og atorkukona, börnin bráðger og af einstökum dugnaði og með góðri aðstoð þeirra, sem réttu hjálparhönd kom hún upp sínum barnahóp. En 16 ára gamall axlaði Ingvar þá ábyrgð og skyldu að verða fyrirvinna og forsjá heimilisins, en síðar komu yngri bræðurnir þar að einnig. Öll tiltæk vinna var.stunduð, farið á vertíð, verið á síld og unnið í landi. En það voru krepputímar og óblíð var þá veröldin þeim, sem áfram börðust með tvær hendur tómar. Þar þurfti dugnað, áræði og útsjónarsemi ásamt ítrustu sparsemi, eiginleikar sem Ingvar átti í ríkum mæli og léttu honum lífsstarfið fyrr og síðar. Árið 1941 verða þáttaskil í lífi hans er þau Lára Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Teigagerðisklöpp hefja búskap. Lengst hafa þau búið í Holti og á Reyðarfirði hefur lífsvettvangurinn verið. Lára var fóstruð upp af þeim sæmdarhjónum Ingu og Kristni Olsen, sem síðar fluttu til Norðfjarðar, en foreldrar voru Jónína Olsen og Guðmundur Jónsson síðast á Staðarhrauni. Áfr- am vann Ingvar alla þá vinnu er til féll og var m.a. mikið á sjó, en 1949 ræðst hann til Vegagerðar ríkisins og þar starfar hann til dauðadags, vinnur aðallega við bifreiðaakstur og vélaviðgerðir og átti þar þrjátíu og fjögurra ára farsælan starfsaldur að baki, er hann lést, lengstan allra starfsmanna V.R. á Austurlandi. Sú starfssaga er öll til fyrirmyndar, þar sem atorka og skyldurækni voru í öndvegi. Og ekki var vanþörf á að vinna hlíðarlaust og afla þannig sér og sínum lífsviður- væris, því börn þeirra Láru og Ingvars eru 11 og því ekkert smáheimili, sem sjá varð um. Því hlutverki sinntu þau hjón bæði með slíkum afbrigðum, að óvenjulegt er. Börn þeirra eru: Óla Björk húsmóðir - eiginmaður Ríkarður Einarsson húsvörður. Kristinn Þór húsasmiður - eiginkona Erna Guð- jónsdóttir. Inga Hólmfríður húsmóðir - eiginmaður Ásgeir Metúsalemsson fulltrúi. Nína Guðmunda húsmóðir - eiginmaður Stefán Karlsson vélvirki. Víðir ísfeld bifreiðarstjóri - ókvæntur. Jenný Björg húsmóðir - eiginmaður Vilbergur Hjaltason verkstjóri. Bryndís húsmóðir - eiginmaður Markús Guð- brandsson húsvörður Ómar Sigurgeir vélstjóri - eiginkona Birna Björnsdóttir. Bjarney Linda húsmóðir - eiginmaður Baldvin Baldvinsson sjómaður. Sigmar Atli verkamaður - eiginkona Þorbjörg Pétursdóttir og Lára Ingibjörg verslunarmaður - ógift. Öll búa þau systkinin á Reyðarfirði, nema Kristinn, sem býr í Neskaupstað og Nína sem býr á Akureyri. Þetta er fríður hópur og farsæll í hvítvetna og barnabörnin eru 26. Ingvar var í einkalífi sínu einstakur gæfumaður. Kona hans Lára hefur mér alltaf þótt afbragð annarra kvenna, hin sanna húsmóðir, prýðisgreind og einkar fríð sýnum. Barnahópurinn þeirra stóri ber þeim hjónum og heimilislífi öllu fagurt vitni, og vart verður á betra kosið. Öll voru þau nemendur mínir. Þeim tíma fylgja mætar minningar um góða og skynsama nemendur, sem báru með sér heiman að hinn góða andblæ uppeldisins. Einum rómi mun sam- ferðafólk Ingvars bera honum hugljúfa sögu, þeir því betur, sem þekktu hann betur, sögu hins einlæga drengskaparmanns, hins góða vinnufé- laga, hins dagfarsþekka atorkumanns. Harmur er í hugra þeirra nánustu, er svo alltof fljótt misstu svo mikils, en minnug mega þau þess, að slíka lífssögu er gott að eiga við hinstu ferðalok. Reyðfirska moldin hefur tekið dyggan son í faðm sinn og vær mun hvíldin svo vammlausum hal. Ástvinum öllum sendum við í Sandhólum hlýjustu samúðarkveðjur og þó fyrst og síðast til þín, Lára mín. Blessuð sé minning hins mæta drengs. Helgi Seljan 5 •slendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.