Íslendingaþættir Tímans - 10.08.1983, Page 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Miðvikudagur 10. ágúst 1983 — 30. tbl. TÍMANS
Jónína Jónsdóttir Kudsk
frá Blönduósi
Ficdd 16. janúar 1907.
Dáin 6. júní 1983.
Jónína Jónsdóttir Kudsk frá Blönduösi fædd 16.
janúar 1907. dáin 6. júní 1983.
Jónína Jónsdóttir (Nanna Kudsk) lést fyrir
skömmu í Kaupmannahöfn ci'tir langvarandi vcik-
indi. Hcr vcröur fyrst og fremst minnst ungu
stúlkunnar vinkonu minnar. scm cg sá fyrst fvrir
ævalöngu.
Það var á einum stóra salnum í Landakotsspít-
alanum gamla. þessu nú horfna stóra timhurhúsi,
fvrsta spítaianum scm stoð undii nafni hér á
íslandi. Sjúklingar á stofnuninni voru fjöldamarg-
ir. einir ellefu í fremri hlutanum og annar hópur
í glersalnum framan við. Heldur var lítið um
útsýnið fvrir þá scm lágu í miðjum sal. Þess bctur
var tekið eftir öllu scm fyrir augu bar. smáu og
stóru. Ekki leið á löngu. þar til cg hvíldi oft
hugann \ ið að horfa á unga stúlku sem sat upp í
rúmi sínu. ögn til hliðar hinum mcgin við ganginn.
Hún var á að giska um tvítugt. jarphærð. föl í
andliti. með óvenju stór og fögur augu mcö
löngum brám scm vörpuðu dálitlum skugga á
kinnarnar. þegar hún grúfði sig yfir vcrk sitt.
Andlitsfallið var fremur óvanalegt hér á norður-
slóöurn . ávallt mcð fremurlangt og fagurformað
ncf. eins og algengara er í suðrænni löndum. Þó
var það einkum svipurinn. sem vfir þessu andliti
hvíldi. sem gerði það svo einstakt og óglevman-
legt. i-vuit \arþað »em sagt iu furvcriö ciga heuna
í helgimyndum. hcilags manns vfirbragð.
Þessi stúlka var Nanna Kudsk. Hún lá þá í
brjósthimnubólgu en á nokkrum batavegi. Sér
til dægrasty mngar hafoi nun lengió garn iijá systur
Tadcu og heklaði nú öllum stundum. Einn daginn
kom inn í stofuna lágvaxinn maður í búningi
kaþólskra presta. Hann var nefndur síra Boots.
Hann mælti nokkur orð við stúlkuna. fékk henni
bók og kvaddi svo með virktum. Nú fór ég að
verða forvitin og spurði N'önnu um þessa óvana-
lcgu hcimsókn. Hún svaraði blátt áfram: ..Eg ætla
aðgerast kaþólskogpresturinn lánar mér bækur."
Aldrei hafði ég kynnst kaþólskri manneskju
fyrr og úr þcssu töluöum við urn kaþólsku og
Lútersku. tilgang lífsins og ráðsálvktun Guðs.
stundum langt frant á nótt. Það var mesta furða
að enginn hinna sjúklinganna skyldi kvarta.
Nanna komst nokkru seinna á fætur og gekk þá til
prestsins í kvertíma. Hún lánaði mér bækur sínar
og óx vinátta okkar ekki minna við þaö. Við
höfðum seni sé uppgötvað nýjan hcim. ríki
Heilagrar kirkju. hina fornu trú. scm tekin var af
lýði af forfeðrum vorum árið þúsund og hinn mikli
biskup Jón Arason hafði látið fyrir höfuð sitt. um
leið og íslenskt sjálfstæði féll í hendur þess vonda
kóngs. Kristjans þriöja.
A þessum áruni lá kaþólsk hugsun í loftinu hér
á landi. Þó Kiljan hcfði gengið ýmsar slóðir. þá
voru og eru rit hans aögcngilegri kaþólskum
mönnum cn öðrum. Stcfán frá Hvítadal varokkur
skáld hjartans. Þegar litið var til Norðurlanda þá
drottnaði ÍN'oregi Sigrid Undstedten í Danmörku
var Jóhannes Jörgensen Evrópufræðingur fyrir
helgramannasögur sínar. Nú skildum viö til fulls
ágæti Þorláks helga og sífelldar Rómarreisur
fornra höfðingja. Brennu-Flosa. Sturlunga. Auö-
ar konu Gísla Súrssonar. að óglevmdri Guðríði
Þorbjarnardóttur sem til Vínlands fór.
Hvílíkir dagar. Heimurinn varð hjáleigan.
höfuðbólið draumsins riki. Samt furðaði mig
töluvert þegar Nanna sagöi einu sinni: „Nú sigli
ég í vor til þess að ganga í klaustur." Og það gerði
hún. Hún var nokkur ár í klaustri. tilskilinn
reynslutíma og taldi sig hafa köllun til aö gerast
hjúkrunarnunna. En bíðum nú við. Klausturheitin
þrjú eru fátækt. skírlífi og hlýðni. i ioiestantar
halda flestir að af þessu þrennu sé skírlífið
erfiðast. En þeir scm best þckkja þar til, vita að
hið langerfiðasta klausturheit er hlýðnin. Og þarna
var nú vinkona mín komin með hið fagra nafn,
systir Angela. Því miður sá ég hana aldrei í
nunnubúningnum en spurði kunnugan. „Blcssuð
vcrtu. hún leit alveg cins út og Greta Garbo í
nunnubúningi" var svarið. (Greta Garbo þótti þá
fcgursta kona síns tíma). Þó að Nanna hcfði góða
mcnntun að þcirrar tíðar hætti og væri svo hög að
fáar konur voru henni jafn hagar, þá ákváðu
yfirboðarar hcnnar cinróma að hún skyldi vcrða
barnakcnnari. Nanna hafði talið víst aö Guð hefði
kallaö hana til hins helga hjúkrunarstarfs. Þar um
varð hcnni ckki þokað. Klausturhlýönin varö það
sker sem hcnnar hásiglda vonarflcy stcytti á. Hún
yfirgaf klaustrið í friði og vinscmd. Um það lcyti
átti hún í miklu sálarstríöi. en komst loks að þeirri
niðurstöðu aö Guð ætlaði hcnni vcg vcnjulegs
fólks. Enda cru í hans augum allir vegir jafngöðir,
aðeins séu þcir gengnir með kærleiksríku hugar-
fari. Klaustrið útvegaöi Nönnu saémilega atvinnu.
svo að hún stæði ekki ein á berum bökkum í
framandi landi. Um línta bjó hún í Álaborg.
nálægt vinkonu sinni. systur Adelgunde scm þar
var príonnna og icyndist Nönnu sannur vinur,
meöan hún var að átta sig á hinum brcyttu högum
sínum.
Árin liöu og Nanna reyndist alls staðar jafn
heilstevpt og skapföst og eölisfar Itennar benti til.
Hún var cinstaklega vinvönd og vinföst. gleymdi
aldrei ncinum vini. Löngu seinna giftist hún Jcns
Kudsk og varð hjónaband þeirra friðsamt. meðan
hans naut við en hann missti heilsuna í mörg ár.
Börn áttu þau ekki. Nönnu var cinstaklcga vel
gefið allt sem að hússtjórn laut og matarveislur
hennar voru viðlrægar.
Þrátt fyrir áfallalitla ævi eftir að klausturvistinni
lauk. gat hún aldrei gleymt ást æsku sinnar.,
klausturlífinu. Hún dó með blessun Heilagrar
kirkju á banaheði sínum og bað þess að duft
líkamans fengi að hvíla í skauti fósturjarðarinnar
við hlið foreldra hennar á Blönduósi.
Og þegar Nanna Kudsk er nú komin í ljósið
eilífa. þá treystum við því, að hún geti tekið undir
mcð sálmaskáldinu:
„Og rætur mínar eru á meðal rádvandra og i
arfleifð Guðs. Og ég á heima í söfnuðum
heilagra. Deo Gratias. Lof sé Drottni.
Sigurveig Guöinundsdóttir,
Hafnarfirði.