Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 6
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur Fæddur 24. júlí 1902 Dáinn 29. júlí 1983 Kveðja frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga Sigurður Thoroddsen er látinn 81 árs að aldri. Með honunt er genginn einn af frumkvöðlum tslenskrar atvinnusögu, fyrsti íslenski verkfræð- ingurinn sem bar titilinn ráðgjafarverkfræðingur með rentu. Æviferill Sigurðar verður ekki rakinn hér, aðeins staldrað við hlutdeild hans að félags- málum ráðgjafarverkfræðinga. Sigurður var fæddur að Bessastöðum 24. júh 1902. Hann setti á fót eigin verkfræðistofu árið 1932 og á grunni hennar starfar enn verkfræði- stofa, sem ber nafn hans. 25 árum síðar finnst Sigurði orðið tímabært að sameina ráðgjafarverk- fræðinga í sérstöku félagi að crlendri fyrirmynd. Hann stóð í bréfaskriftum um þetta hugðarefni sitt við danska ráðgjafarverkfræðinginn Sören Rasmussen og FIDIC - alþjóðafélag ráðgjafar- verkfræðinga - þegar á árinu 1958. Á þessum árunt hafði Sigurður nánast einn þá stöðu hér á landi og starfsferil að baki sem samrýmst gat kröfum FIDIC um sjálfstæði, reynslu og þekk- ingu. En sporgöngumennirnir voru að slíta barns- skónum sem sjálfstæðir ráðgjafarverkfræðingar. Þann 26. febrúar 1961 var félagið stofnað af þrem verkfræðingum. Fyrst í stað bar það heitið Félag verkfræðilegra ráðunauta, en tveim árum eftir stofnun félagsins var nafni þess breytt í Félag Guðrún frainhaldsskóli og átti drjúgan þátt í að stækka sjóndeildarhring hennar. Hún varsíðan um árabil ýmist við störf í Revkjavík eða á heimili foreldra sinna. þar til er hún giftist 1939 Ólafi Sveinssvni. bónda í Stóru-Mörk. Þau hjónin eiga eina dóttur barna. Áslaugu. sem gift er Ólafi Auðunssyni. byggingarmeistara í Revkjavík. í Stóru-Mörk hefur Guðrún verið húsmóðir í næstum hálfan fimmta áratug með rausn og sóma og haft í mörg horn að líta við fjölþætt störf á stóru heimili. En þrátt fyrir fáar tómstundir í dagsins ntarg- þættu önn. hefur Guðrún alltaf sinnt bókmenntum og skáldskap eftir því sern nokkur tök voru á. Hún hóf að setja saman vísur og kvæði þegar á unga aldri og sýndi snemma ótvíræða hæfileika á þeim vettvangi. Lengi vel var þó þessi iðja hennar nánast sent tómstundagaman. enda er konan ein hinna hógværu í landinu og lítt fyrír það gefin að flíka verkum sínum. En fyrir hvatningu og atbeina ýmissa aðdáenda og vina. lét Guðrún tilleiðast að koma nokkru af verkum sínum á framfæri. Það ráðgjafarverkfræðinga. Sigurður varð fyrsti for- maður félagsins og gegndi því starfi í sex ár. Tengslin við alþjóðafélagið FIDIC rofnuðu aldrei, enda var Sigurður þeirrar skoðunar að íslenskunt ráðgjafarverkfræðingum væri mikill akkur í að tengjast félagsböndum við erlenda starfsbræður. Þegar haustið 1962 sat Sigurður fyrsta samráðsfund norðurlandafélaga innan FIDIC. Félag ráðgjafarverkfræðinga varð hins var þegar Bókaforlagið Norðri gaf út myndskreytt þulusafn hennar árið 1956 er nefndist í föðurgarði fyrrum. Með þessari fallegu bók varð Guðrún þjóðkunn og hlaut hún mikla viðurkenningu fyrir að hefja þuluformið til \egs og virðingar á ný. Ljóð hennar og stökur ltafa síðan birst hér og þar í hlöðum og tímaritum. en ekki varð af frekari útgáfu fyrr en á liðnu ári. er Goðasteinsútgáfan í Skógunt sá um útgáfu á ljóðabók hennar. Við fjöllin blá. Þar var þó ekki um neina heildarútgáfu aö ræða og margt ágætra Ijóða mun hún eiga enn óbirt í handraða. Guðrún Auðunsdóttir getur nú á áttræðisafmæli sínu litið gkið um farinn veg. Hún hefur staðið vel i -stöðu sinni. ávaxtaö sitt pund með prýði og á sannarlega gott dagsverk að baki. Þá hefar henni auðnast að sinna skáldskaparlistinni af slíkri íþrótt. smekkvísi og andagift að ntikla athygli og aðdáun hefur vakið. Við þetta tækifæri vil ég þakka Guðrúnu Auðunsdóttur ágæt kynni, vináttu og tryggð, og scndi henni. fjölskyldu hennar og vandamönnum öllum, hjartanlegar heillaóskir með þennan merk- isdag. Jón K. Hjálmarsson. vegar ekki fullgildur aðili að FIDIC fyrr en á aðalfundi þess félags í París í maí 1964. Sigurður sat það ár aðalfund FIDIC í fyrsta sinn. Félag ráðgjafarverkfræðinga gerði Sigurð Thoroddsen að heiðursfélaga árið 1979 fyrir forgöngu hans að stofnun félagsins. Að leiðarlokum kveðja ráðgjafarverkfræðingar brauðryðjanda með virðingu og þökk. Félag ráðgjafarverkfræðinga sendir eiginkonu Sigurðar og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Félag ráðgjafarverkfræðinga t „Þá verða símtölin ekki fleiri við Sigurð Thor- oddsen", varð mér að orði er andlátsfregnin barst mér til eyrna. Fyrir atbeina ísfirðinga átti Sigurður sæti á Alþingi á Nýsköpunarárunum. Hann starfaði í milliþinganefnd að raforkumálum. Raforkulögin frá 1946 kveða svo á: „Raforkumálastjóri hefur umsjón með vatnsrennslismælingum í fallvötnum landsins". Bæði sökum stjórnunarþekkingar Sig- urðar og verkfræðimenntunar hans, en þó ekki hvað síst vegna brennandi áhuga hans á könnun og nýtingu vatnsorkunnar, komst á og hélst náið og gott samband á milli Raforkumálaskrifstofunn- ar (nú Orkustofnun) og Sigurðar Thoroddsens verkfræðings. Á bernskuárum Vatnamælinga var sérlega gott að geta leitað til Sigurðar með eitt og annað, þar mætti maður í senn þekkingu, greind ,og góðvild. Sigurður var hinn mikli virkjanahönnuður (slands. Hann leysti farsællega mörg erfið og vandasöm verkefni. Hvað eftir annað hlaut hann viðurkenningu fyrir, hve vel mannvirki, sem hann hannaði, féllu að umhverfinu. Reykvíkingar og íbúar nágrannabyggða hafa Hitaveitugeymana á Öskjuhlíð daglega fyrir augunum. Útlit þeirra skiptir því miklu máli. Efnt var til samkeppni um útlisthönnun þeirra. Sigurður hlaut 1. verðlaun, að því er mig minnir. Ég vil nefna annað dæmi í sama dúr. Þegar vegurinn um Skriðdal og Velli á Fljótsdalshéraði er ekinn, er ómaksins vert að gefa því gaum, hve Grímsárvirkjun fellur vel að landslaginu. Sigurður á þar drjúgan hlut að máli. Við lestur fyrstu orðanna í línum þessum munu þeir. sem þekktu Sigurð Thoroddsen lítt. e.t.v. draga af þeim þá ályktun. að hann hafi legið langdvölum í símanum. Það væri helber misskiln- ingur, allt hvað ég veit. Símtölin voru stutt og hnitmiðuð. en þrátt fyrir erfiði og amstur dagsins. lét hann ieiftrandi perlu fljóta með. Hann bar von um háleita þjóðlífsvernd fyrir brjósti og léttur húmor lá honum á tungu. Eftir hvert samtal fann ég mig örlítið ríkari en áður. Slíkur persónuleiki gleymist ei þótt sambandið rofni. Sigurjón Rist. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.