Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 4
Guðmundur Guðmundsson Framan af ævi hætti andstæðingum og samherj- um Gunnars Thoroddsens til að vanmeta hann. Yfirbragð fagurkerans leyndi því harðfylgi og þeirri þrautseigju, sem á lokaskeiði gerði honum kleift að sigrast á mótlæti og ná settu marki, andstætt yfirgnæfandi líkum. Sú staðreynd, að hann sætti sig ekki við ósigur heldur barðist til þrautar, þótt kominn væri á efri ár, bætir alin við hæð hans. Það var ekki heiglum hent. Nú þegar Gunnar Thoroddsen er allur heldur hann áfram að vera okkur flestum talsverð ráðgáta. En hver sem verður dómur sögunnar um síðir er það víst, að hann verður okkur lengi minnistæður sem mikill pólitískur „sjarmör". Hann hóf feril sinn sem yngsti þingmaður þjóðar- innar og lauk honum sem aldursforseti íslenzkra stjórnmála. Enginn samtímamanna hans á hinu pólitíska leiksviði hefur haldið athygli leikhúss- gesta jafn lengi. Við leikslok þegar sviðið stendur eftir autt, finnum við að margbrotinn og fjölkunn- ugur listamaður hefur skilað sínu seinasta hlut- verki. Jón Baldvin t Kveðja frá Norræna félaginu f>að er gott að minnast þess, er fyrstu fundum okkar Gunnars Thoroddsen bar saman fyrir rúmum tveimur áratugum. Við vorum þá nýbúin að stofna Norrænt félag í Kópavogi og bauð Gunnar okkur tveimur fulltrúum þaðan á fund - með styrktarfélögum Norræna félagsins. Hann ; tók okkur opnum örmum með þeirri Ijúfmennsku og brosi sem honum einum var lagið. Síðan fylgdi ■ sú elskusemi öllum okkar kynnum og hefur aldrei • borið skugga á. Það er ógleymt er hann var fjármálafáðherra og ég leitaði til hans vegna Kópavogskaupstaðar af sérstökum ástæðum. Ekki höfðu allir trú á því að sjálfstæðismaðurinn Gunnar Thoroddsen Ieysti þann vanda. Fyrir hádegi ræddi ég við hann. „Talaðu við mig niður í þingi síðdegis“, sagði hann og þá var málið leyst að okkar óskum. Kynnin urðu nánari á árunum 1970-1975, á síðari formanns árum hans í Norræna félaginu. Hann hefur einn manna á sextíu ára ferli félagsins verið kjörin formaður þess í tvígang, með nokkru millibili. Hann varð fyrst formaður Norræna félagsins á árunum 1954-1965, en þá fluttist hann til Dan- merkur og gerðist sendiherra íslendinga þar eins og menn muna. Eftir heimkomuna réði hann úrslitum um veigamiklar skipulagsbreytingar á Norræna félaginu. Þá var komið á stofn fram- kvæmdaráði, sem tók virkan þátt í stjórnun félagsins. Aukin áhrif deilda þess utan Reykjavík- ur urðu mjög örfandi fyrir alla starfsemina. Nýjar félagsdeildir spruttu upp víða. Aldrei hef ég átt ánægjulegra samstarf við nokkurn mann. Gunnar var alla tíð tillögugóður og jákvæður, fljótur að átta sig á hvar kjarnann var að finna og alltaf reiðubúinn að fallast á það sem hann taldi horfa félaginu til heilla. Þessara ára minnumst við sem störfuðum náið með honum með gieði og söknuði um leið. Á sjötugsafmæli Gunnars sæmdi Norræna félag- 4 Fæddur 13. jan. 1904 Dáinn 8. sept. 1983 Þann 8. þ.m. andaðist Guðmundur Guðmunds- son fyrrverandi starfsmaður Mjólkursamsölunnar á Landakotsspítalanum eftir skamma legu. Hann var fæddur í Holtahreppi í Rangárvalla- sýslu þann 13. janúar árið 1904 og skorti því nokkra mánuði til að ná áttræðisaldri. Foreldrar hans voru: Ólína Guðmundsdóttir ættuð af Vest- fjörðum og Guðmundur Einarsson smiður, ættað- ur úr Rangárþingi. Fyrstu fjögur æviárin var Guðmundur hjá móður sinni, en varð þá að flytjast burt frá henni til vandalausra, fyrst að Brekkum í Holtum, en þar dvelst hann hjá góðu fólki næstu árin og síðan að Marteinsturtgu í sömu sveit og á þeim bæ fermdist hann. Faðir Guð- mundar var lausamaður á þessum árum og stundaði smíðar og aðra þá vinnu er til féll á fyrrnefndum bæjum. Foreldrar Guðmundar voru ekki gift og elst hann því ekki upp með systkinum sínum, en.dvelst á þremur bæjum í sömu sveit á uppvaxtarárum sínum. Eflaust hafa þessi misblíðu lífskjör í bernsku haft mikil áhrif á hinn unga og viðkvæma dreng og skilið eftir bitrar og óþægileg- ar minningar, sem seint hafa máðst út að fullu. Guðmundur átti fjögur hálfsystkini, þrjársystur og einn bróður. Tvær systranna eru nú látnar, en eftir lifa Steinunn og Ágúst, bæði búsett hér í borginn. Guðmundur hélt jafnan góðu vinfengi og sambandi við systkini sín og heimsótti þau oft enda var hann frændrækinn og mesta tryggðatröll og gömlum vinum gleymdi hann aldrei. Hann dvaldist fram að tvítugu á æskustöðvum sínum í Rangárþingi en flyst þá burt úr átthögun- um í atvinnuleit. í nokkrar vertíðir var hann í Grindavík, en eftir það fer hann til Reykjavíkur þar sem hann stundar lengst af almenna verka- mannavinnu. Framan af ævi vann hann við byggingar og þá aðallega við múrverk og flísalagn- ir, en hann var lagtækur og vandvirkur í besta lagi. Hreinlegri manni og meira snyrtimenni í allri ið hann gullmerki sínu sem þakklætisvott fyrir störf hans. Þegar spurðist um hátíðarhöld Grænlendinga vegna 1000 ára landtöku Eiríks rauða þar vestra fórum við hjá Norræna félaginu á fund Gunnars Thoroddsen eins og löngum áður. Hann tók okkur af sama skilningi og ljúfmennsku sem fyrr með gamanyrði á vörum. Hans verk var það, að veita Norræna félaginu færi á að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld og framkvæma síðan tillögur nefndar sem hann skipaði í málið og ríkisstjórnin öll féllst á. Síðasti þáttur þessarra tillagna, sem þegar hefur verið framkvæmdur, er hin glæsilega Grænlands- sýning, sem stóð hér í Norræna húsinu síðari hluta ágústmánaðar. umgengni hef ég aldrei kynnst. Aldrei mun hann hafa spurt sjálfan sig hvað lángan tíma tæki að vinna ákveðið verk, heldur hitt að það væri vel af hendi leyst. Eftir að hann hætti í byggingarvinn- unni hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og starfaði þar meðan heilsa og kraftar leyfðu, eða í rösklega 30 ár. Guðmundur kvæntist aldrei en kom sér upp vistlegu og smekklegu heimili á Ásvallagötu 49 hér í tjorg og þar átti hann heima síðustu árin eða í rösk 20 ár. Þetta er í stuttu máli helstu æviatriði þessa trygga heimilisvinar okkar hjóna, sem alltaf var kallaður Mundi af vinum og kunningjum. Kynni okkar Munda hófust fyrir rösklega þremur áratugum á heimili tengdaforeldra minna á Brávallagötu 50, en þar var hann tíður gestur. Tengdafaðir minn Guðmundur Gíslason, sem einnig var ættaður úr Holtunum eins og Mundi voru æskufélagar. Mundi hafði dvaiið í nokkur ár í bernsku hjá foreldrum tengdaföður míns á Brekkum í Holtum, eins og fyrrgetur. Enda taldi Mundi að þeir nafnar væru að nokkru leyti uppeldisbræður. Mikill kunningsskapur var ætíð milli tengdaforeldra minna, barna þeirra og Munda. Tæpast leið sú vika í öll þessi-ár, er ég þekkti til, að Mundi kæmi ekki í heimsókn á Brávallagötu 50. Börn hjónanna á Brávallagöt- unni uxu úr grasi, fluttust burt og stofnuðu sín eigin heimili og alltaf kom Mundi í heimsókn til þeirra og hélt nánu sambandi við þau. Tryggð hans og ræktarsemi við gamla vini og félaga var alveg einstök. Þannig höguðu atvikin því að Mundi varð tíður gestur á heimili mínu og konu minnar. Hann var mjög barngóður og fylgdist vel með þegar nýir einstaklingar innan fjölskyldunnar uxu úr grasi. Það var jafnan siður hans á jólum og af öðrum sérstökum tilefnum að gleðja börn vina sinna og kunningja með einhverjum smá gjöfum og var það vel þegið af hinu unga fólki. Hann var ætíð glaður og reifur þegar hann kom í heimsókn og kunni frá mörgu að segja. Mundi hafði mikið yndi Það má því segja að verka hans hafi séð stað í þágu norrænnar samvinnu og Norræna félagsins allt fram á þennan dag. Sjálfsagt, eiga margir enn eftir að ylja sér við þá hlýju sem streymdi frá þessum siðfágaða og alþýðlega unnanda lista, fegurðar og mannúðar. Ósjálfrátt koma mér í hug vísuorð Stephans G. Stephanssonar er þann segir: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. Elskulegri konu hans, Vöiu og öllum ættingjum og venslafólki færi ég innilegustu samúðarkveðj- ur. H jálmar Ólafsson íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.