Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Side 5
85 ára Guðmundur G. Hagalín 10. október s.l. varð Guðmundur Gíslason Hagalín hálfníræður. Um hann má lesa í mann- fræðibókum og sjá þar ýmsa helstu áfanga í lífshlaupi hans eins og þeir horfa við sjónum fólks almennt. Guðmundur Hagalín tók daginn snemma og lét að sér kveða strax á unga aldri og entist þrek fram á elliár til að taka þátt í opinberum skoðana- skiptum. Hann hefur verið með afkastamestu rithöfundum þjóðarinnar. Þegar líður nú að ævikvöldi Hagalíns og átakmestu æviár hans færast í fjarská ber vissa hluti hæst. Hann varð upphafsmaður að nýrri bókmenntagrein þegar hann skrifaði Virka daga, æviminningar Sæmund- ar Sæmundssonar. Síðan hefur hann og margir aðrir skrásett margt um virka daga annarra garpa og njóta hinar nýju íslendingasögur í þeim stíl svo mikilla vinsælda að ýmsum fylgjendum alþjóð- legra tískustrauma þykir ekki hóf að. En að öðru leyti munu sumar smásögur Hagalíns lengi verða taldar með því fremsta sinnar tegundar. Og á efri árum tókst honum að skrifa sögu eins og Márus á Valshamri. Pegar litið er nú yfir ævistarf Guðmundar Hagalíns gleymist ekki þáttur hans í bókmenntum - ræðunni fyrir miðju aldarinnar. Ritgerð hans, Gróður og sandfok, ber þar að vissu leyti hæst og Ég ætla inér ekki þá dul að skrifa nein heilsteypt æviágrip um Brynjólf í stuttri afmæliskveðju. Til þess er hvorki stund né staður. Burðarásar íslenska þjóðfélagsins eru mennirn- ir sem berjast æðrulausir í ölduróti daglegs amsturs, leysa vandamálin á besta og nærtækasta hátt, bæta umhverfi sitt og leggja öllum gott til en engum illt. Þessir menn eru ekki á forsíðum dagblaðanna eða sjónvarpsskerminum. Afrek þeirra og störf eru ekki mæld með sama mæli- kvarða og verk stórhvela stjórnmála og fjármála- lífsins. En stendur ekki einhvers staðar: •SVo dylst oft lind und bergi blá og brunar táhrein skugga falin. Pótt veröld sjái ei vatnslind þá. í vitund guds hver dropi er talinn. Brynjólfur Eiríksson er víðlesinn bókaormur. Hann er bókstaflega alls staðar heima. Menntun sína hefur hann fengið af fjölþættum störfum sínum og sjálfsmenntun og miklum lestri í stopulum frístundum. Brennandi áhugi á mönn- unum og lífinu er honum í blóð borinn. Einhvern tímann sat hann í hreppsnefnd Bíldu- dals og einhvern tímann varð hann skákmeistari Bíldudals. Þannig mætti lengi telja. En þó margt mætti segja af lífshlaupi Brynjólfs, er það samt maðurinn sjálfur sem er mér hugstæðastur. Brynjólfur býr yfir sterkri skapgerð, hann er traustur ntaður og hlýr. Barnabörnin hans hafa ekki lítið gaman af sögununt hans afa. Þær eru íslendingaþættir alltaf jafn skemmtilegar, alltaf jafn lifandi og alltaf sagðar af jafn miklum áhuga. Stundirnar með afa eru ekki lítið veganesti út í lífið, þar sem vandamálin eru mörg og lausn þeirra ekki alltaf í sjónmáli. Þá er ekki lítils virði að geta byggt sér svolítinn unaðsreit ofar skýjum erfiðleika og áhyggja, þar sem skyndilæti heimsins ná ekki til. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að óska tengdaföður mínum til hamingju, óska honum þess að framundan verði mörg gæfurík ár í faðmi fjölskyldu og vina. Óska honum þess að haustsólin verði hlý og veiti hvíld. Á tímamótum sem þessum er oftast nokkurt víðsýni yfir liðin ár, yfir gengin spor. Brynjólfur getur glaður og sáttur litið yfir æviskeið sitt. Starfið er reyndar enn mikið og svitinn enn á enninu. Flestir þekkja aftureldingu. þegar skin kvöldsólarinnar og geislar morgunsólarinnar renna saman, svo að þar verður ekki greint á milli. Þess óska ég Brynjólfi, að framundán séu ár, þar sem framtíðarsólin lýsir og geislar hennar verði enn hlýrri og bjartari er þeir blandast geislum liðinna tíma. Við vinir hans eigum þá ósk, okkur til handa, að við megum enn njóta samvista við hann um mörg ókomin ár. Brynjólfur og Fríða taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Ystaseli 28, Reykjavík, laugardaginn 8. október frá kl. 19.00. Jósteinn Kristjánsson mun ekki fyrnast að sinni þegar íslensk bók- menntasaga er rakin. Hér vil ég enn nefna minningabækur Hagalíns þar sem hann rekur eigin sögu, en til þeirra má telja 10 bindi. Að sjálfsögðu mun þess gæta þar eins og víðar að sögumaður leiðir hjá sér að mestu eða öllu sitthvað sem aðrir telja að skipt hafi máli. Þarna kemur við sögu aragrúi manna og þó að enginn muni löng samtöl orðrétt áratugum saman er þess að gæta að Hagalín er meistari að herma eftir fólki og kann þá list að gera því upp málið eins og þá sé lifandi komið.. Því eru í þessum minningabókum svo mikil og margþætt drög að þjóðlífslýsingu á fyrra helmingi þessarar aldar að . enginn höfundur annar mun hafa verið mikilvirk- ari á því sviði. Vel má nefna hér að í nýjasta hefti af Sögu er ritgerð eftir ungan sagnfræðing um viðhorf al- mennings á íslandi í heimsstyrjöldinni fyrri. Til grundvallar henni liggur talsverð heimildakönnun en óhætt mun að segja að allt sem þar er til tínt og máli skiptir speglist ágætlega í minningum Hagalíns. Hér vil ég nefna frásögn Hagalíns af ísafjarðar- árunum en þar segir frá vanda og úrræðum við stjórn bæjarfélagsins í heimskreppunni miklu. En þar er einmitt um að ræða merkan þátt úr lífsstarfi hans þar sem hann var mestur ráðamaður með Finni Jónssyni um bæjarmál ísfirðinga í fullan áratug. Ef litið væri framhjá ritstörfum má segja að veigamesti þáttur í lífsstarfi Hagalíns hafi legið á sviði félagsmálanna á ísafjarðarárunum. Seinna ) vann þó Hagalín merkilegt starf sem bókafulltrúi ríkisins, fyrsti maður með það embættisheiti og þar af leiðandi sá er mótaði starfið öðrum fremur. Hér hef ég reynt að nefna þau atriði sem öðrum fremur munu varðveita nafn Guðmundar Haga- líns í sögunni. En mig langar til að bæta við fáeinum orðum sem lúta að persónulegum kynnum. Ég var innan við tvítugt þegar Jónas frá Hriflu kom því fram að Hagalín væru tryggð lífvænleg laun sem bókaverði á ísafirði og var það gert með þeim hætti að Alþingi veitti safninu styrk með því skilyrði að Guðmundur Hagalín væri bókavörður. Hann lagði sig strax eftir því að ná sambandi við fólk og gekk eftir því að ná mönnum saman. Hann lét menn finnast með ýmsum hætti og er margt góðs að minnast í þeini tengslum. Urðu af mannafundir sem bæði voru skemmtilegir og vekjandi. Það er því orðið meir en hálfrar aldar skeið síðan við Guðmundur Hagalín urðum málvinir og frá þeim tíma er rnargs að minnast þó að oft hafi verið fjörður milli frænda. Oft er sagt að heimurinn sé annar en var og fátt er nú eins og áður þegar Guðmundur Hagalín og samtíð hans heilsaði nýrri öld. En við þennan áfanga á ævi hans þegar níundi tugurinn er hálfnaður vil ég vera í hópi þeirra sem þakka honum af heilum huga fyrir það sem hann hefur gert til að vernda og skila nýrri kynslóð ýmsum bestu erfðunt íslenskrar þjóðar og íslenskrar sögu. Því verkefni hefur ævistarf hans helgast. Halldór Kristjánsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.