Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Qupperneq 7

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Qupperneq 7
 Guðmundur Jónsson hreppstjóri Flateyri Fæddur 7. sept. 1924 Dáinn 16. ágúst 1983 Hinn 16. ágúst s.l. varð bráðkvaddur á heimili sínu á Flateyri Guðmundur Jónsson hreppstjóri þeirra Flateyringa, tæplega 59 ára að aldri. Hann var fæddur að Gemlufalli í Dýrafirði 7. september 1924. Foreldrar hans voru Jón G. Ólafsson bóndi þar og kona hans Ágústa Guð- mundsdóttir frá Brekku í Þingeyrarhreppi. Hann var yngstur af sex börnum þeirra hjóna. Hann ólst upp í foreldrahúsum og átti þar heima til þess tíma að hann fór í trésmíðanám til Flateyrar hjá Jóni Guðbjartssyni byggingameistara 1946, en áður nam hann við héraðsskólann á Núpi 1942 - 44. Veturinn 1944 - 45 var hann farkennari að Brekku og Hofi í Þingeyrarhreppi. Hann sótti nám í Iðnskóla Flateyrar 1946 - 50, og varð húsasmíðameistari á Flateyri 1953. Guðmundur átti fleiri erindi til Flateyrar en að afla sér trésmiðaréttinda, þar kynntist hann eftir- lifandi konu sinni Steinunni Jónsdóttur, Eyjólfs- sonar kaupmanns þar og konu hans Guðrúnar Arinbjarnardóttur kennara. Steinunn og Guð- mundur gengu í hjónaband 28. nóvember 1954. - Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi, þau eru; Guðrún Nanna fædd 1953 myndmenntakennari í Kópavogi gift Birni Gunnarssyni skrifstofumanni, Jón fæddur 1955 líffræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun íslands maki Erna Jónsdóttir iðnnemi, Ágústa fædd 1957 nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, Eyjólfur fæddur 1958 nemi í Háskóla lsl. (landafræði), Gréta Sigríður fædd 1961 nemi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti (listasviði) knúinn áfram af sjálfsbjargarhvötinni, bjartsýnni ósk um betra og fegurra mannlíf. Hans Guðnason var bóndi allt sitt líf. Hjalli var hans óðal. Þótt áhugasviðin væru mörg og fjöl- breytileg, var búskapurinn honum ætíð efst í huga. Frjómagn moldarinnar var honum í senn lifibrauð og lífsfylling. Áhugi hans spannaði einnig náttúrufræði og sögu lands og þjóðar. Handtak hans var fast og ákveðið; jafn hlýtt fyrir hálfum öðrum áratug, er ég tók næstelstu dóttur hans með mér í annan landsfjórðung og nú í vor, er við kvöddumst í síðasta sinn. Hann heimsótti okkur nokkrum sinnum, oftar var það, að við sóttum hann heim með börn okkar. Drengirnir dvöldu oft hjá afa og ömmu; í hugum systra þeirra, fyrir æsku sakir, geymist afi í óljósri mynd barnshugans af öldnum, sjúkum manni í horninu hjá ömmu. í dag, þegar Hans Guðnason er kvaddur hinstu kveðju er spurt: Er ekki annar Hjalli, önnur Kjós, engi með eilífum gróðri? Bemharð Haraldsson. íslendingaþættir maki Jón Þór Bjarnason. Barnabörn þeirra Stein- unnar og Guðmundar eru fjögur. Guðmundur var sérlega nærgætinn og skilnings- ríkur faðir barna sinna. Hann var líka nærgætinn félagi þeirra og náði þar einnig til félaga barnanna, því margir þeirra komu á heimili þeirra Steinunnar á veturna, enda þótt þeirra börn væru við nám syðra, og mátti ekki á milli sjá hver naut hins meira. Guðmundur var maður dagfarsprúður og við- mótsþíður svo af var látið. Hann var heimakær og heimilið honum hjartfólginn verustaður og er óhætt að fullyrða að hann miðaði allt sitt líf við að njóta samvista við fjölskyldu sína, vinna fyrir og vernda hana. Guðmundur átti þó sitt tómstundagaman, sem var frímerkja- og myntsöfnun og sinnti hann því af mikilli alúð. Þá var útivist og veiðiskapur í ám og vötnum honum mikið áhuga- og ánægjuefni. Gemlufall og Flateyri geyma æviferilinn. Flat- eyri var honum hugstæð, enda skapgerðin ekki flysjungsleg. Ætt sína átti Guðmundur að rekja til Önundarfjarðar. Föðuramma hans Sigríður Krist- ín Jónsdóttir ljósmóðir var fædd í Hjarðardal og er ættbogi Jóns Sigurðssonar langafa hans fjöl- ntennur í Önundarfirði í gegnum árin. Á Flateyri gengdi Guðmundur ýmsum trúnað- arstörfum því auk þess að vera hreppstjóri frá 1972 var hann í byggingarnefnd frá 1954- 1970 og byggingarfulltrúi frá 1970 - 1980. Slökkviliðs- stjóri frá 1958 - 1971, í skólanefnd 1966- 1978 og formaður hennar 1966 - 1974. Formaður barnaverndarnefndar 1966 - 1974, einn af stofn- endum Lionsklúbbs Önundarfjarðar og formaður hans 1977 - 1978. Varahreppsnefndarmaður var hann í nokkur kjörtímabil. Hann starfaði í kjörstjórn frá 1971 og var fulltrúi Flateyrarhrepps í Sýslusamlagi ísafjarðarsýslu frá 1973. Stefnu- vottur var hann frá 1976. Á vegum Fasteignamats ríkisins starfaði hann að millimati 1972 -76. I stjóm Kaupfélags Önfirðinga var hann frá 1974 og endurskoðandi Sparisjóðs Önundarfjarðar frá 1974. Hann var í stjórn Hefils h.f. á Flateyri frá stofnun þess 1949 og framkvæmdastjóri þess 1978 - 1980. ístjórnlðnaðarmannafélagsFlateyr- ar frá stofnun þess 1959 og formaður þess frá 1963. Þetta yfirlit segir sína sögu og sýnir að Guð- mundur átti tiltrú samborgara sinna og var það að verðleikum. Með fráfalli hans er harmur kveðinn að konu og börnum og sterkri forsjá burtu svift. Systir hans og fóstursystkini líta yfir farinn veg í samfylgd hans bersku og æskuárin, og minnast þeirra og samfunda seinni tíma með hjartans gleði og þökk - Hvergi á þeirri leið féll styggðaryrði - Hann hafði orðvendni og orðheldni foreldra sinna fullkomlega að leiðarljósi. Sjálfur minnist ég mágs míns, sem hins ljúfa og trausta manns, sem auðgar líf manns með návist sinni og góðleika, hann var sem besti bróðir og samrýmdur félagi. Ég votta konu hans og börnum og öllum aðstandendum innilegrar samúðar. Guðmundur var jarðsunginn íFlateyrarkirkjug- arði hinn 24. ágúst síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Gísli Andrésson Hálsi Peir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.