Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 3
Guðný Helgadóttir Fædd 14. septcmber 1913 Dáin 23. september 1983 Mig langar til að minnast hennar Guðnýjar með nokkrum orðum. Fyrstu kynni okkar voru fyrir níu árum, við unnum saman í Kjötiðnaðarstöð Sambandsins á Kirkjusandi. A þessum okkar sameiginlega vinnustað eign- aðist Guðný marga vini, því hún var góður og skemmtilegur vinnufélagi, sem hlífði sér hvergi. Guðný var með afbrigðum gestrisin kona, og var óþreytandi að bjóða til sín vinum og kunn- ingjum, fannst vel að hún hafði sanna gleði af að taka á móti gestum sínum. Eins var það þó komið væri að óvöru, þá var kaffið og rjómapönnukökurnar ekki lengi að koma á borðið. Haukadal árið 1912 og hófu þau búskap þar sama ár. Haukadalur er sem kunnugt er, höfuðból að fornu og nýju, landstærð með hjáleigum talin um 8.500 ha. Það liggur því í augum uppi að jörðin var afar erfið til búskapar, smalamennskur erfiðar og nokkuð snjóþungt og hættur fyrir fé. Sumarbeit var með afbrigðum góð, þó herjaði á þessum árum einn mesti uppblástur á Haukadalsheiði sem menn höfðu kynnst. Beitarhús Haukadalsbænda stóðu vítt um í hinu stóra landi jarðarinnar og var vetrarbeit óspart notuð, oft staðið yfir og mokað ofan af fyrir sauðina, er hafðir voru í hinu forna Haukadalsseli, sem er 6 km fyrir norðan Hauka- dalsbæinn forna. Ærhús stóðu suður með Tungu- fljóti í almenningi og var þangað 8 km leið. Mikið erfiði var því samfara að hirða um fé Haukadals- bóndans og mátti oft litlu muna í hríðarbyljum að menn næðu heim frá beitarhúsum. Það kom sér því vel að Kristján var vel í stakk búinn að taka við því mikla erfiði, er í því fólst að nytja hlunnindi Haukadals. Lengi var þá vinnumaður hjá honum Gústaf bróðir hans, sem einnig lést á þessu ári. Þeir bræður voru mjög samrýndir og oft sagði Kristján mér, að varla hefði hann haldið út búskapinn í Haukadal ef hann hefði ekki á þessum árum notið aðstoðar Gústafs. En er Gústaf hóf sjálfur búskap voru elstu börnin farin að hjálpa til við bústörfin. I Haukadal fæddust þeim hjónum 10 börn og af þeim dóu 3 í æsku. Árið 1929 verða enn þáttaskil í lffi hans er hann flytur frá Haukadal að Felli; hafði hann í tvö ár búið í tvíbýli við mág sinn Sigurð Greipsson, er síðan hefur búið í Haukadal ásamt fjölskyldu sinni. Fell og Haukadalur eru ólíkar jarðir, Fell er í miðri sveit og var þá að komast í vegasamband, en þjóðvegurinn upp Biskupstungur var lagður upp úr 1930. Á Felli feddust þeim hjónum 3 börn í viðbót og voru þá börnin orðin 9 sem upp komust og eru þessi: Greipur varðstjóri í Reykjavík, Sigurgeir fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Elt'n, húsfrú í •slendingaþættir En það var fleira sem gladdi geð gesta svo hver stundin var fljót að líða þegar komið var til Guönýjar. Hún var minnug og fróð með afbrigð- um og sagði skemmtilega frá. Ljóðelsk var Guðný og kunni mikið af ljóðum og hnyttnum lausavísum. Ég man eftir því að á fundi í Félagi Framsókn- arkvenna þá flutti hún blaðalaust kvæðið ÁFANGAR eftir Jón Helgason og skeikaði hvergi. Ekki fór Guðný dult með stjórnmálaskoðanir sínar Hún fylgdi Framsóknarflokknum hiklaust að málum. Þegar Guðný flutti til Reykjavíkur gekk hún í Félag Framsóknarkvenna og starfaði þar að því sem til féll hverju sinm af áhuga og dugnaði eins og henni var lagið. Hvítárholti, Sigríður húsfrú í Reykjavík, Jóhanna húsfrú í Reykjavík, Loftur, fyrrum bóndi á Felli, síðar fangavörður í Reykjavík, lést 1982, Ketill verkstjóri í Þorlákshöfn, Auður húsfrú á Felli, Katrín húsfrú í Mosfellssveit, og Áslaug húsfrú í Reykjavík. Öll hafa þau systkinin frá Felli erft hina góðu kosti foreldranna, en að þeim hjónum stóðu sterkir stofnar í ættir fram. Guðbjörg, kona Kristjáns, lést 1973. Loftur sonur þeirra tók við búsforráðum á Felli 1953 en vegna heilsubrests flutti hann til Reykjavíkur 1963 og við búi á Felli tóku Auður og maður hennar, Jóhann Vilbergs- son. Kristján hélt þó áfram fjárbúskap allt til ársins 1978. Flest ár sem hann bjó á Felli fór hann vor og haust á Biskupstungnaafrétt, var hann jafnan vel ríðandi og átti marga góða hesta. Á einum þeirra, er hann nefndi Bleik, fór hann yfir 20 haust til Hveravalla. Hann hafði ánægju og gleði af þeim ferðum og síðast fór hann til fjalls er hann var 85 ára gamall. Kristján fylgdi Framsóknarflokknum að málum; hann var skoðanafastur og lét þar hvergi hlut sinn, þó lærðir menn skiptust á skoðunum við hann. Hann var lengi innheimtumaður Tímans hér í sveit og minnist ég þess sérstaklega er hann kom til mín í þeim erindagjörðum á haustdögum. Kristján var mér aufúsugestur; er við höfðum jafnað reikningana var jafnan spjallað góða stund urri búskap, og sagði Kristján mér margt frá mönnum er fyrir mína daga höfðu erjað bændabýl- in í Biskupstungum. Á Felli átti Kristján sitt ævikvöld hjá ástkærri dóttur,sem studdi föður sinn í ellinni, er halla tók undan fæti. Síðasta ár ævinnar dvaldi Kristján á sjúkrahúsum og nú síðast á sjúkrahúsi Suðurlands, þar sem hann lést, og nú þegar fyrsti snjórinn hefur fallið til jarðar, er Kristján lagður til hinstu hvílu í Haukadals kirkjugarði, þar sem hann ungur æskumaður hóf lífsstarfið fyrir 73 árum. Vel var það vandað sem lengi átti að standa. Ég kveð þennan vin minn með þakklæti í huga. Björn Sigurðsson Lengstaf sinnar ævi átti Guðný heimili i’ sveit og alltaf kenndi saknaðar þegar talið barst að sveit- inni og húsdýrunum því hún var mikill dýravinur. Meðan Guðný hafði heilsu til fór hún nokkur vor til vinafólks síns norður í Mývatnssveit, og hjálpaði þar til við féð um sauðburðinn, man ég hvað hún var hress og ánægð þegar hún kom úr þessum ferðum. Guðný ólst upp á Fellsenda í Þingvallásveit, en bjó að Ásum í Skaftártungum. Mann sinn Gunnar Þorgilsson missti hún frá sex börnum og því yngsta aðeins þriggja ára. Má nærri geta hversu mikinn dugnað og atorku hefur þurft til að annast ein uppeldi og menntun sex barna. Fyrir þremur árum veiktist Guðný,þurfti hún að fara á Landsspítalann og gangast þar undir mikla læknisaðgerð. Komst hún þó til þeirrar heilsu að hún gat farið heim til sín á Rauðalæk 55, en það stóð ekki lengi því aftur mátti hún fara á sjúkrahús. Þetta endurtók sig með mismunandi löngu millibili þangað til hún lést á Landsspítalanum 23. septem- ber síóast liðinn. í þessu langa og stranga veikindastríði sýndi Guðný einstak þrek og sálarstyrk. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vœgir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treyslu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Droitinn læknar, - Drottinn vakir daga og nœtur yfir þér. Sig. Kr. Pétursson. Við hjónin kveðjum Guðnýju með hlýhug og þökk. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Gunnarsdóttir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.