Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 8
BÓAS VALDIMARSSON bifvélavirki, Ytri-Njarðvík Fæddur 16. apríl 1911 Dáinn 23. okt. 1983 Föstudaginn 28. október fór fram frá Njarðvík- urkirkju útför Bóasar Valdórssonar, bifreiða- virkja. Hann var fjórða barn af tíu, þeirra hjóna Valdórs Bóassonar frá Stuðlum í Reyðarfirði og Herborgar Jónasdóttur frá Hlíðarenda í Breiðdal. Þessi stóri systkinahópur fæddist á aðeins 12 ára tímabili þó ekki væru tvíburar í fjölskyldunni. Það má því ljóst vera að hér var í uppvexti enginn smá meiður af Stuðla-ætt. Sum þessara systkina urðu síðar, má segja landsþekkt fyrir dugnað og áræði í störfum sínum enda uppvaxtarárin býsna harður en dýrmætur skóli. Þetta heimili á Stuðlum í Reyðarfirði, en þar var Bóas fæddur, var ekki neitt frábrugðið fjölskylduformi þess tíma ef heilsu og atorku naut við hjá foreldrum. En oft var líka vinamissirinn sár þegar skæðir sjúkdómar herjuðu s.s. barna- veiki, berklar o.s.frv. sem ekkert varð við ráðið á þeim tímum. En hver var annars félags- og lífsaðstaðan til að koma upp slíkum barnahóp, sem nálgast að vera eitt „barnaheimili" - í minni sveitafélögum í dag? Það er tilgangslaust að ætla sér að svara því nú eftir heilan mannsaldur, þannig að börn og barnabörn fái af því rétta mynd, svo er breytingin algjör frá þeim tíma. Ekki voru lífsþægindi þá en sem þykja sjálfsögð í dag s.s. rafmagnið, sjálfrennandi vatn, kalt eða heitt, eða vélvæðingin - svo eitthvað sé nefnt. En breytingin mikla, vélöldin, var skammt undan og Bóas tók svo sannarlega þátt í henni bæði austur þar og á vertíðum í Vestmannaeyjum og víðar. Það þótti vel skipað í starf þar sem hann var, sama hvaða vandi var á ferðum. Hann vissi að lífsbarátt- an var hörð og óvægin á hans unglingsárum. Félagslega samhjálp í formi Iöggjafar, er við þekkjum nú í dag var fjarlægur draumur. Það var engum „félagsmálapakka" dreift til barnmargra heimila í bæ eða byggð. Litli jóla- pakkinn var það eina sem böm þeirra tíma gátu hlakkað til að fá þegar best lét með heimilishag- inn. En sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, stendur þar. Bóasi hlotnaðist sú gæfa að fá í vöggugjöf hið dýrmætasta frá sínum foreldrum. f honum bjuggu eðliskostir feðranna sem komu að ómetanlegum notum í lífsbaráttunni og síðar kom í ljós að þrek hans og jafnaðargeð varð honum stórkostleg lyftistöng í langvarandi heilsuleysi í um 30 ár. Þrátt fyrir þessa erfiðleika var það hann sem gaf ætíð styrk og gleði til samtíðar sinnar en þáði minna af henni. Bóas var með afbrigðum starfs- samur og duglegur strax frá æskuárum. Okkur sem gjörla þekktum til hans á yngri manndómsár- um, kemur ekki á óvart þótt hann hafi ofgert heilsu sinni og þreki, - svo var kappið mikið, ósérhlífni og hin órjúfandi hjálpfýsi við vini og ættingja. Fórnfýsi hans við að hjálpa ástríkri móður með uppeldi á yngri systkinum og fóstur- börnum hennar verður vart metin, - enda ætlaðist hann áreiðanlega ekki til þess. Vinnugleði hans og létta lund meðal samtíðar sinnar verður ennfremur ekki þökkuð sem skyldi. Glettnin græskulaus, hlýjan og bros á vör í leik eða vinnu gleymast þeim ei er nutu samveru hans. Þessir dýrmætu meðfæddu eðliskostir voru í svo ríku mæli hjá Bóasi að allt fram á þennan dag minnast gamlir félagar hans frá vertíðarárunum í Vestmannaeyjum þess þó nú sé yfir hálf öld sfðan þeir störfuðu með honum þar. Aðeins 16 ára kemur Bóas úr afskekktri sveit á Austurlandi til að stunda sjósókn í Vestmannaeyj- um, meðal annars hjá hinum þekktu útgerðar- mönnum Eyjólfi Gíslasyni frá Bessastöðum og Guðlaugi Brynjólfssyni frá Odda. Voru þessi, ár hans í Eyjum honum mjög hjartfólgin og minnis- stæð. Náin tengsl héldust ætíð síðan milli þessara sægarpa og Bóasar. Þeir lofuðu dugnað hans og kunnu að meta hans sérstöku ljúfmennsku í harðri sjósókn. Það hlýtur að vera meira en lítið mannbætandi að kynnast slíkum mannkostum, sem gefa um- hverfi sínu hlýju og sjá fyrst og fremst bjartari hliðar sinnar samtíðar. Þeim sem bera gæfu til þess að brosa við tilverunni og hreinsa hið mannlega andrúmsloft af drunga og deyfð, gefa ómetanlega mikið til samfélagsins. Bóas var einn af þeim. En þó þessi góði drengur sem nú er kvaddur hafi mikið gefið á lífsleiðinni þá hefur hann einnig hlotið gæfu og gleði með gjöfum forsjónarinnar. Árið 1939,19. september kvæntist Bóas eftirlif- andi konu sinni Margréti Eiríksdóttir, dóttur hinna vinsælu merkishjóna Eiríks Sigurðssonar, kennara og Kristínar Sigbjörnsdóttir, ættuðum af Fljótsdalshéraði. Hjónaband Bóasar og Margrét- ar hefur verið farsælt og gæfusamt. Fyrstu búskap- arárin voru að mestu austur á Reyðarfirði þar sem Bóas stundaði bifreiðaakstur en þó aðallega bílavélavirkjun. En sem áður getur fór heílsan að dvína fyrir um 30 árum síðan og var þá fjölskyldunni talið rétt að flytja um set af heilsufarsástæðum . Heimili hennar hefur því verið í Y-Njarðvík síðan. Þar hafa synirnir vaxið upp og notið ástúðar foreldra meðan þroski og mennt hefur búið þá undir lífshlaupið. Elstur er Eðvald, húsameistari. Kona hans er Sigrún Albertsdóttir. Þá Valdór trésmiður, giftur Rósu Gústafsdóttur. Yngstur er Eiríkur garð yrkjufræðingur, giftur Matthildi Bjarnadóttur. Barnabörnin eru arðin 7. Það voru stórar gleði- stundir fyrir afann og ömmuna að dvelja með þessum föngulega barnahóp, ekki síst í sumar- bústað þeirra, Dalbrekku í Mosfellssveit en þar eyddi Bóas tómstundum sínum æ oftar eftir því sem þrek og heilsa leyfði nú hin síðari ár. Við í hinum stóra vinahópi Bóasar Valdórsson- ar og fjölskyldu hans sendum nánustu okkar innilegustu samúðarkveðjur, - og þökkum fyrir ljúfa og ógleymanlega samfylgd á liðnum tímum. Blessuð sé minning hans. Eðvald B. Malmquist 8 íslendingaþaSttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.