Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1983, Blaðsíða 6
Sólveig Benediktsdóttir Ármann Fædd 25. desember 1891 Dáin 25. nóvember 1983 Sólveig á Skorrastað lést á Fjórðungssjúkrhús- inu á Neskaupstað 25. nóvember sl. nærri 92 ára að aldri. Fckk hún hægt andlát. Sólveig var fædd á Akureyri 25. desember 1891. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir og Benedikt Ólafsson. Sólveig átti cina systur, Jóhönnu, sem búsett var á Akureyri. Var mjög kært með þeim systrum og dvaldi Jóhanna oft á Skorrastað. Sólveig fór austur á land um tvítugt, en á fyrstu árum þessarar aldar var lífvænlegt á Ausfjörðum og kom margt ungt fólk, bæði að norðan og sunnan, til sumar- dvalar, og ílentist það þá margt ævilangt. Sólveig var vinnukona í Sigmundarhúsi á Nesi í Norðfirði hjá Stefaníu og Sigmundi Stefánssyni, skósmið. Var þar barnmargt og kom dugnaður ungu vinnukonunar strax í ljós. Hélst vinátta góð með Skorrastaða- og Sigmundarfólki um alla tíð. 30. desember 1913 giftist Sólveig Guðjóni Ármann og höfðu þau búið í farsælu hjónbandi í 64 ár, þegar Guðjón lést árið 1977 þá 91 árs. Ungu hjónin hófu búskap í Fannardal, innsta bænum í Norðfjarðarsveit. Þótti sú jörð í þá daga góð bújörð, en þar höfðu foreldrar föður míns búið, með stóran barnahóp og komist vel af. Óneitanlega var Farinardalur afskekktur og erfiðir aðdrættir að vetrarlagi. Eftir 6 ára búskap í Fannardal, keypti Guðjón hluta af kirkjujörðinni Skorrastað, sem cr í miðri sveit, og þar búsældarlegt. Síðar festi Guðjón kaup á Borgum og hafði þar beitarhús um fjölda ára. Voru þau hjón einstaklega dugleg og samhent. Heimilið var stórt og gestagangur mikill. Sólveig og Guðjón eignuðust 6 börn og ólu upp 2 fósturbörn. Þau misstu son sinn Jón aðeins 6 ára gamlan og var það þeim mikið áfall. Dætur þeira fimm eru María gift Aðalsteini Jónssyni bónda á Ormsstöðum, Jóna gift Júlíusi Þórðarsyni bónda Skorrastað, Jóhanna gift Þorláki Friðrikssyni bónda Skorrastað, Valdís býr á Eskifirði og er gift Jóni Ólafssyni lögregluþjóni, Friðný er búsett á Akranesi og gift Bjarna Aðalsteinssyni málara- meistara. Jón Pétursson fóstursonur þeirra, er leigubíl- stjóri í Reykjavík oggiftur Guðrúnu Sigurðardótt- ur, Guðveig Sigfinnsdóttir, fósturdóttur, er búsett í Reykjavík. Á heimili Guðjóns og Sólveigar dvaldi um 40 ára skeið Árni Jakobsson og var hann mikill vinur barnanna. Þá var einstæðingur, Guðrún Ólafs- dóttir, þar um tugi ára. En hún var oftast kölluð Gunna Ólafs og var vinsæl á Norðfirði fyrir hnyttnar lausavísur. Mjög gestkvæmt var á Skorrastaðarheimilinu, þar var kirkjustaður og Guðjón tók mikinn þátt í félagsmálum sveitarinnar og fundir haldnir þar. Sólveig hafði ekki margar frístundir, var hún mjög dugleg og stjórnsöm á þessu stóra heimili. Fóru hinar myndarlegu dætur hennar fljótt að hjálpa til og létta undir. Mikil glaðværð ríkti á heimilinu og var fjöl- skyldan öll mjög söngelsk. Þá spillti ekki, þegar tengdasonurinn Þorlákur, sem var músíkalskur og lék á hljóðfæri, hóf sambýli á jörðinni. Dvöldu þau Guðjón og Sólveig allt til dauðadags að Skorrastað hjá Jóhönnu og Þorláki, var umhyggja Jóhönnu fyrir móður sinni einstök. Sólveig undi sér ekki anarsstaðar en á Skorrastað og vildi alltaf hafa börnin, barnabörnin og langömmubörnin í kringum sig. Hún var sterk kona og hjálpaði til á heimilinu svo lengi sem hún gat. Andlegri reisn, góðri heyrn og ágætu minni hélt Sólveig til dauðadags. Var ánægjulegt að ræða við hana um svo margt. sem á dagana hafði drifið. Það var mikið áfall fyrir Sólveigu þegar Kristj- ana Magnúsdóttir, húsfreyja á Skorrastað, lést fyrr á árinu. En þær höfðu búið í raun í sama húsinu að Skorrastað allan sinn búskap. Vinátta þeirra var einlæg. Sólveig kom einu eða tveimur árum síðar en móðir mín, Sesselja, til Norðfjarð- ar. En þær voru æskuvinkonur þar sem móðir mín ólst upp að Nolli í Höfðahverfi út við Eyjafjörð en Sólveig dvaldi oft að Lómatjörn í sömu sveit hjá frændfólki sínu. Þeirra vinátta hélst alla tíð, og hjá báðum fjölskýldum þeirra. Voru gagn- kvæmar heimsóknir út á nes og inn í sveit fastir liðir fyrstu búskaparárin. Var það okkur börnun- um á Bjarnarborg mikil gleði þegar Guðjón og Sólveig gistu heima hjá foreldrum mínum. Var þá tekið í spil og glaðværð fram eftir kvöldi. Ég man fyrst eftir Sólveigu þegar foreldrar mínir fóru gangandi inn í Fagradal, þar sem faðir minn hafði alist upp. Þetta var frostaveturinn mikla 1918, en ég var 5 ára. Drógu foreldrar mínir mig á sleða á tunglskinsbjörtu kvöldi. Gistum við svo í eina eða tvær nætur í baðstofu í Fannardal. Hún var ekki stór, en það var alla tíð nóg pláss hjá þessum ágætis hjónum. Vingott var mjög með okkur Svalbarðssystkinum og Skorrastaðabörn- um. Minnumst við þess, einkum égog Helga systir mín, að fara á hverju sumri með Maju og Jóni Péturssyni í útreiðartúr, á hestum frá Skorrastað alla leiðina í Botna í Fannardal. Ég fór oft sem barn inn að Skorrastað og dvaldi þar um stundar- sakir en Sólveig var mér alltaf einstaklega góð, þótt óskyld væri. Þannig vr hún einnig konu rpinni o'g sonum. Ólöf Guðmundsdóttir tengdamóðir mín og Sólveig voru miklar vinkonur allt frá því Ólöf dvaldi sem ung stúlka í Skálateigi hjá Guðrún frænku sinni. Við Svalbarðssystkini öll þökkum Sólveigu einlæga vináttu. Við Soffía vottum aðstandendum Sólveigar dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson Þeir sem skrifa mirmingar- eða afmælisgreinar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum ísiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.