Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 29. desember 1983 — 49. tbl. TIMAIMS Þorf innur ísaksson, Þórshöfn Fæddur 11. ágúst 1916 Dáinn 22. nóvember 1983. Hinsta kveðja frá Maríu og Sigfúsi. Með hryggð nú kveðjum horfinn bróður, vin, í helgri minning Ijósið hons mun skína. Við Porfinn virtum þennan œtlarhlyn, hans þýða viðmót, eins og dœmin sýna. Hér leið er vönd um lífsins ólgusjó. Hann iagði á hafið góðum kostum búinn, við stjórnvöl farsœll, studdur innri ró, var stór l raunum, kvaddi vinnulúinn. Nú lausn erfengin, löng var sjúkdóms þraut. Pú lagðir, vihur, allt í Drottins hendur, ogfagrar kveðjur fylgja þér á braul, er fley þitt siglir móts við Ijóssins strendur. Nú okkur skilur þykkur þagnarmúr, við þína brottför horfum við til baka. Pú gengdir störfum glaður, röskur, trúr, þíns góðleiks minnst, af nógu er að taka. Er þig nú kveðjum þakka viljum enn, við þökkum kynni hinna mörgu ára. Efheimur œtti marga slíka menn, þá mundu lœgja öldur harms og tára. t J.S. Þegar mér barst andlátsfregn Þorfinns vinar míns og að hann hefði liðið útaf þessum heimi í hjólastólnum á Akureyrarspítala, þá lofaði ég Guð í hljóði. Mun síðar í þessum línum kemur skýring á þeim viðbrögðum. Það var sannarlega orðinn nógu langur tími sem þetta lífsglaða þrekmenni var búinn að líða í vonleysi um bata allamaður og mállaus eftir síðasta hjartaáfallið fyrir nærri tveimur árum. Þorfinnur ísaksson fæddist á Raufarhöfn 11. ágúst 1916. Sonur ísaks Friðrikssonar og Rann- veigar Stefánsdóttur. Þau fluttu til Norðfjarðar árið 1922. Þar ólst Þorfinnur upp í hópi 7 systkina. Um athafnir Þorfinns á Norðfirði er mér ekki kunnugt í smáatriðum, en margt sagði hann mér um lífið á þeim stað, sem var honum áreiðanlega alltaf kær. Ungur tók hann þátt í útgerðarstörfum s.s. að beita línu o.fl. Svo lá leiðin á sjóinn og ekki var hann gamall þegar hann aflaði sér þekkingar og réttinda til að bera ábyrgð á skipi. Lengi sigldi hann sínum eigin bát og fór á honum ófáar ferðir til Englands með ísaðan fisk á stríðsárunum og slapp áfallalaust gegnum allar hættur á hafinu. Það mun hafa verið nokkru fyrir 1960, sem Þorfinnur hætti að stunda sjóinn að staðaldri, þótt hann ætti stóran bát allt þangað til hann flutti til Þórshafnar 1965 og reyndar nokkru lengur. 27. sept. 1914 gekk Þorfinnur að eiga unga og glæsilega stúlku á Norðfirði, Sigurbjörgu Sigur- jónsdóttur. Þar fékk vinur minn stóran vinning í lífsins happadrætti. Sigurbjörg er miklum kostum búin og hafði víst snemma sýnt manndóm sinn og greind. Heyrt hefi ég, að þegar hinn mæti athafnamaður Guðröður Jónsson var að setja kaupfélagið „Fram" á laggirnar, hafi starfsfólkið aðeins verið hann sjálfur, kaupfélagsstjórinn og þessi unga stúlka, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. Ekki mun lífið hafa verið alveg áhyggjulaust hjá vinkonu minni árin sem Þorfinnur var mest á sjónum, svo ekki sé minnst á Bretlandstúrana, þegar hafið moraði af hættum fyrir alla sem um það sigldu og níu börn í uppeldi. Þau eru talin í aldursröð: Magnea, Gift Anton Sigfússyni, búsett á Horna- firði. Vífill giftur Hrefnu Marinósdóttur, búsett á Þórshöfn. Rannveig. Gift Jósep Leóssyni, búsett á Þórshöfn. ísak (dáinn) kona: Heiðbjört Krist- mundsdóttir, voru búsett á Hornafirði. Halla Kolfinna, gift Ásvaldi Sigurðssyni, búsett á Geithellnum í Álftafirði. Soffía, gift Einari Gísla- syni, búsett á ísafirði. Stefnir, ógiftur, búsettur í Vestmannaeyjum. Huldís, gift Brynjólfi Gísla- syni, búsett á Þórshöfn. Þorbjörg gift Jónasi Jóhannssyni, búsett á Þórshöfn. Ég get tæplega sleppt því að geta um það með nokkrum orðum hvernig það atvikaðist að þessi stóra og myndarlega fjölskylda fluttist úr sínum heimahögum á Norðfirði til Þórshafnar, og þar með á hvern hátt fundum okkar Þorfinns bar saman. Árið 1961 var stofnað á Þórshöfn hlutafélag sem tók að sér öll fiskkaup á staðnum og verkun aflans, sem að mestu var frystihúsrekstur. Þetta hafði Kaupfélag Langnesinga lengi annast. Þetta fyrirtæki lenti fljótlega í fjárhagsörðugleikum, og veturinn 1965 bættist það á vandræðin að því varð vant forstöðumanns og verkstjóra. Þar sem K.L. átti stóran hlut í fyrirtækinu, bar stjórn kaupfélagsins að reyna að greiða úr vand- ræðunum. Þetta varð til þess að undirritaður fór til Reykjavíkur að athuga um úrbætur. Vitanlega leitaði ég fyrst til Sambandsins, einkum viðvíkjandi mannaráðningu. Þar vissu þeir af manni frá Norðfirði, sem þá var verkstjóri í frystihúsi þar, en var nú við störf í frystihúsi SÍS í Hafnarfirði. Á þessum tíma var hafís mikill við land og m.a. var Norðfjörður fullur af ís og lokað fyrir alla sjósókn þaðan lengi. Þess vegna var sjálfur verkstjórinn kominn suður að Faxaflóa til að fá sér vinnu. Sem sagt þarna var kominn Þorfinnur ísaksson. Hann stóð þar í hvítum slopp með hníf í hendi, alvarlegur og traustvekjandi þegar fundum okkar bar fyrst saman. Þessi stund verður mér alltaf minnisstæð. Ég hugsaði sem svo meðan ég bar upp erindið, að ekki væri það líklegt að rótgróinn Norðfirðingur, skipstjóri og frystihússtjóri með stóra fjölskyldu, léði máls á því að taka að sér verkstjórn og forstjórastarf norður á Þórshöfn við fyrirtæki sem þegar átti í verulegum fjárhagsörð- ugleikum. Enhvaðskeði?EftirýtarIegarviðræður m.a. niðri í Sambandi, sló hann til að taka bæði störfin að sér og koma fljótlega norður, sem hann stóð við. Um vorið fluttist svo fjölskyldan til hans. Verkstjórn frystihúss hafði hann á hendi á

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.