Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1983, Blaðsíða 8
Halldór Þorsteinsson Fæddur 23. júlí 1912 Dáinn 11. desember 1983 Fáum mun hafa dottið í hug í þeim fjölmenna hópi vina og ættingja er heimsóttu þau hjónin að Laugarvatni á sjötugsafmælinu fyrir rúmu ári, að svo væri stutt að leiðarlokum þessa glæsilega og lífsglaða afmælisbarns, er lék á alsoddi við að taka á móti heillaóskum mikils fjölmennis, á þeim tímamótum. er hjá flestum er lokið önn dagsins og venjulegu ævistarfi. Allir sem þekktu Halldór vissu þó mæta vel, að síst af öllu mundi þessi starfsglaði og atorkusami maður hugsa til að setjast í helgan stein og halda að sér höndum, því auðvitað getur maður, sem unnið hefur hörðum höndum allt frá barnæsku við hin ólíkustu störf, bæði við sjó og í sveit, í litlu þorpi og í skarkala höfuðborgarinnar alltaf fundið sér verðugt verk- efni huga og handar, er fullnægt gæti athafnaþrá og vinnugleði hins hressa og hraustlega sjötuga manns, sem ellin virðist eiga svo langt í land með að beygja, jafnvel þó æviárum fjölgaði enn um tugiEn margt fer öðruvísi en ætlað er, því í byrjun marsmánaðar kenndi hann fyrst þess sjúkdóms er eigi var í mannlegu valdi að ráða bót á, en einnig þeim örlaga dómi tók Halldór með stakri rósemi og karlmennsku, svo sem vænta mátti eftir hans skapgerð. Halldór var fæddur á Stöðvarfirði, sonur Þor- steins Mýrmanns bónda og kaupntanns þar, og ekki síst, að vera hagsýnn við allt sem gert er og vera sýnt um fjármál. Allt þetta hafði Sigurður til að bera. Mörgdæmi eru um, að menn hafi unnið hörðum höndum langa ævi og aldrei orðið fé við hendur fast, vegna þess að hagsýni og fjármálavit hefir skort. Áður fyrr, þegar beit var notuð til hins ýtrasta var það talin mikil kúnst að eyða litlu heyi og sauðfé gengi vel fram, og þeir sem gátu hirt þannig, voru kallaðir góðir fjármenn. Sigurður á Marbæli var góður fjármaður. Hann gaf gaum að smáu og stóru, hafði næma athyglisgáfu. Góður fjármaður sér með hinu þriðja auga. Hann sér í svip ánna og á ullarfari hvernig þeim líður. Ekki fór Sigurður í skóla eftir fermingu, en vorið 1920 tók hann inntökupróf í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri. Séra Helgi Konráðsson var þar með og sagði að hann hefði tekið mjög gott próf. Sigurður mun hafa haft góðar námsgáfur og sérstaklega stærðfræðigáfu. En af skólanámi varð ekki, því að faðir hans veiktist og sýnir það skyldurækni við foreldra. Sigurður vann ekki mikið við opinber störf. mun ekki hafa kært sig um það, en hann var einlægur samvinnumaður og var um áratugi fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Skagfirðinga fyrir Seyludeild. Hann var mikill starfsmaður og féll ekki verk úr hendi við bústörfin, en hann var ekki einn, Ingibjörg kona hans er bráðdiigleg og góð kona og mátti ekki á milli sjá hvort þeirra vann meira, og þau unnu ekki fyrir gýg. því 8 - konu hans Guðríðar Guttormsdóttur prests Vig- fússonar, merkra og valinkunnra heiðurshjóna. Var heimilið fjölmennt, systkinin 7 auk vinnu- fólks, og þó eigi hafi verið þar auður í garði, hafa uppeldisskilyrðin verið slík, að ættgöfgi og góðar efnahagur þeirra var alltaf góður. Á fyrri árum meðan börnin voru öll heima, var þar margt fólk í heimili. Gamalt fólk var þar oft lengur eða skemur. Séra Hallgrímur í Glaumbæ var þar í þrjú ár eftir að hann hætti prestsskap. Þegar þau hjónin ræddu um það, hvort taka ætti gamalt fólk í heimilið, taldi Sigurður það sjálfsagt ef unnt væri. . Sigurður á Marbæli gerði aldrei mannamun. Við þá sem umkomulausir voru og minnst máttu sín, var hann hlýr í viðmóti og hjálpsamur. Hann var jáfnaðarmaður í hugsun og athöfn. Þegar Sigurður var dáinn var það, að minnsti bróðir í Seyluhreppi, fann til ogtjáði sigum, aðhann hefði verið sér góður. Börn Sigurðar og Ingibjargar eru, talin í aldursröð: Guðrún, gift í Kópavogi, Guðbjörg, gift í Hafnarfirði, Jón, ekkjumaður, búsettur í Reykjavík, Sigurlína, gift í Kópavogi, Árni Theo- dór, dó á fyrsta ári, Árni, bóndi á Marbæli og Sigrún, gift á Patreksfirði. Um leið og ég votta vandamönnum Sigurðar á Marbæli samúð mína, vil ég geta þess, að fyrr og síðar, naut ég hinnar hlýju gestrisni hans. Við ræddum um eitt og annað og yfir umræðum okkar var oft kýmniblær. Þegar góðir búhöldar og sæmdarmenn hverfa á braut, verður skarð fyrir skildi og söknuður, þó kynslóðin endumýi sig, en eftir verður minningin, sem flytur yl í sinni. Björn Egilsson gáfur fengu vel notið sín, þó eigi væru mennta- skilyrði slík sem síðar varð. Um tvítugsaldur stundaði Halldór nám við Hvítárbakkaskólann og éinnig við héraðskólann í Reykholti. Þá gerðist hann barnakennari um fjögra ára skeið með góðum árangri, síðast í Þverárhlíð í Mýrasýslu, en fluttist þá til Akraness, ásamt konu sinni Rut Guðmundsdóttur frá Helgavatni, hinni mætustu ágætis konu, og þar fæddust þeim synirnir tveir, Sigurður húsasmíðameistari, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg og Birgir kaupmaður í Reykja- vík. Á Akranesi réðst Halldór til vélvirkjanáms hjá hinu kunna fyrirtæki Þorgeirs Jósepssonar, og lauk þar tilskildum prófum. Á Akranesi tók Halldór mikinn þátt í félagsmálum og var dug- mikill á því sviði sem öðrum. Eftir að Halldór flutti til Reykjavíkur tók hann sér margt fyrir hendur, svo sem verslunarstörf ýmis konar, bók- band og myntsöfnun, svo eitthvað sé nefnt. Vandað bókasafn átti hann og las mikið góðar bækur, svo sem er einkenni margra íslendinga, er eigi hafa notið skólagöngu svo sem þeir hefðu kosið. - Var heimili þeirra hjóna einkar fallegt og hlýlegt, m.a. prýtt fallegum málverkum frúarinn- ar. Var þar gott að koma, enda oft gestkvæmt í góðum fagnaði. Að lokum vil ég þakka mági mínum og hans fjölskyldu alla vinsemd á liðnum árum, og þá ekki síst við börn okkar og þeirra fjölskyldur, sem nú, eins og við, sakna þessa hispurslausa og vel gerða frænóa, sem nú er allur og varð reyndar aldrei gamall. -Guðmundur Björnsson. Peir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum Islendingaþaöttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.