Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Side 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Miðvikudagur 29, febrúar 1984 — 9. tbl. TÍMANS
Anna Jósafatsdóttir
Fædd 11. apríl 1910
Dáin 1. janúar 1984
Sakna ég ykkar liðnu lífs míns stundir
líkin mín í tímans stóru gröf
Styðst ég nú við minninganna mundir
mœni gegnum öll mín tárahöf.
Ég man ekki höfund þessarar vísu, en hún kom
í hug minn þegar ég frétti lát vinkonu minnar,
Önnu Jósafatsdóttur. Við vorum á sama aldurs-
skeiði og búnar að lifa langan dag og margs að
minnast, en þó finnst okkursem eftir lifum að hún
hafi dáið um aldur fram. Við vorum komnar á
fimmtugsaldurinn þegar kynni okkar hófust og
með okkur tókst vinátta sem entist vel meðan
báðar lifðu.
Þó hef ég heyrt því haldið fram að engin vinátta
sé eins haldgóð og sú sem myndast í æsku, en ég
hef reynt að það er ekki algild regla.
Pegar ég flutti að Arnaldsstöðum í Fljótsdal
vorið 1957, þá stjórnuðu þau ríkisbúinu á Skriðu-
klaustri hjónin Jónas Pétursson og Anna Jósafats-
dóttir, og fljótt eftir komu mína í dalinn kynntist
ég þessum ágætu hjónum. Pótt margt hafi breyst
og mikið vatn runnið til sjávar síðan við Anna
áttum báðar heima í Fljótsdalnum, þá er þetta
nafn, Klaustur, Skriðuklaustur alltaf í mínum
huga fyrst af öllu tengt Önnu Jósafatsdóttur,
þegar ég var að koma í heimsókn að Klaustri og
Anna kom á móti mér og fagnaði mér með þessari
einlægu hlýju og gleði, sem ósjálfrátt gefur okkur
trú á lífið.
Mér er margt hugstætt í fari Önnu, þótt ég finni
mig ekki þess umkomna að tjá sem ég vildi. Hún
virtist vinna öll verk þannig að þau veittu henni
ánægju, hún var ekki haldin þeim fordómum og
hugarangri, sem þjáir svo margar nútímakonur,
að heimilisverk og þjónusta innan fjölskyldu séu
böl og kúgun sem konan verði að brjótast undan.
Það var alltaf svo hreint í kringum Önnu vinkonu
mína og eins og henni mistækist aldrei neitt verk
sem hún vann. Hún átti alltaf tíma fyrir gesti og
gangandi, enda bar margan gest að garði á
Skriðuklaustri bæði utan sveitar og innan og ég
held ég megi segja að allir hafi fundið sig þar
velkomna. Húsdýrin á Klaustri báru þess vitni
hvað húsmóðirin var mikill dýravinur og mátti
ekkert aumt sjá.
Já horfnar stundir koma ekki aftur, tíminn
tekur allt, minningin er ýmist sár eða hlý. Ég
minnist allra samverustunda okkar Önnu með
gleði, hún hafði þessa skemmtilegu kímnigáfu
sem ekki skaðaði umhverfið. Allir sem þekktu
þau hjónin vissu hve fallegt heimili hún bjó sér og
fjölskyldu sinni. Eftir að fjölskyldan flutti að
Lagarfelli í Fellum minnist ég sérstaklega allra
blómanna sem hún ræktaði, bæði úti og inni, og
báru vitni um smekkvísi hennar á það sem var
fagurt og taldi ekki eftir sér stundirnar sem fóru í
blómaræktina, frekar en þegar hún hlúði að
málleysingjununt sínum á Skriðuklaustri.
Síðast þegar ég hitti Önnu var hún orðin sjúk,
en hún var æðrulaus og átti ennþá þennan
hressandi húmor, og mér er sagt að sa éiginleiki
hafi ekki horfið meðan hún hafði ráð og rænu.
Síðustu stundirnar voru erfiðar og það er erfitt
fyrir aðstandendur að horfa á ástvini sína þjást og
berjast við dauðann, en hún hafði trú á lífi eftir
líkamsdauðann, og því ætti manni ekki að verða
að trú sinni.
Eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum
votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning Önnu Jósafatsdóttur
Olga Egilsdóttir
t
Sumarið 1959 var eitt besta heyskaparsumar í
manna minnum í það minnsta á Austurlandi. Pað
var því létt yfir Jónasi Péturssyni, þáverandi
tilraunastjóra á Skriðuklaustri, er hann kom úr
kaupstað með nýja kaupamanninn, þann er þetta
ritar, þá um haustið.
Mér lejð vel allt frá fyrsta degi á Klaustri, hjá
þeim Jónasi og Önnu Jósafatsdóttur konu hans og
öðru heimilisfólki. Komu þar ekki síst til mann-
kostir Önnu.
Þótt þau Jónas og Anna hafi verið ólík um
margt var ætíð með þeim góður kærleikur,
gagnkvæm virðing og samheldni. Anna stjórnaði
öllu innanhúss á Klaustri af stakri prýði. Af því
fékk ég góða reynslu, ekki síst þennan vetur, en
þá var ég við gegningar heima við, hugsaði um
kýr, fé og hross og var í ýmsum snúningum fyrir
heimilið.
Anna gerði meira en að stjórna, hún lét aldrei
sitt eftir liggja við hvaðeina sem gera þurfti. Hún
var ákaflega drjúg til verka, án þess að hún virtist
vera að flýta sér.
Umhyggja og tillitssemi við aðra var mjög rík
hjá Önnu, en hún var þó ætíð ákveðin og skýr, og
lognmolla og tvískinnungur voru víðs fjarri henni.
Anna vann sér því auðveldlega skjótrar virðingar.
Hún þurfti aldrei að biðja tvisvar um sama
hlutinn, og hún kunni vel að meta þegar vel var
gert. Hún kunni einnigþá list að gera athugasemd-
ir við það, sem henni þótti miður fara, á þann
hátta að engum varð til minnkunar.
Ef til vill er mér minnistæðast í fari Önnu,
virðing hennar á náttúrunni umhverfis sig og þá
ekki síst ást hennar á dýrunum. Þeir voru ófáir
brauðmolarnir sem hún rétti að hrossunum eða
strokur um nasir og granir.
Ætíð var gestkvæmt að Klaustri, enda var
gestrisni mikil svo að af bar. Anna var mannblend-
in og kunni að halda uppi samræðum. Naut sín þá
vel glaðværð hennar, kímni oggóð greind.
Anna sómdi sér alls staðar vel, hvar sem hún
fór. Sómdi hún sér vel við hlið Jónasar er hann
var kosinn á þing.
Þeim Jónasi varð þriggja barna auðið, Hreins,
Erlu og Péturs Þórs, sem öll bera umhyggju
foreldra sinna gott vitni.
Sjálfur var ég ekki nema hálft annað ár á
Klaustri í tíð Önnu og Jónasar, vetur og tvö sumur
en þau fluttu að Lagarfelli í Fellum árið 1962.
Traust vináttubönd bundu okkur þó ætíð saman,
enda hitti ég þau oft m.a. á meðan ég dvaldist hjá
Matthíasi Eggertssyni á Skriðuklaustri árin 1963-
66
Við hittumst við og við eftir að ég stofnaði eigið
heimili á Akureyri. Það voru fagnaðarstundir og