Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Qupperneq 3
 E E NG Helga Sólveig Daníelsdóttir F*dd 4. nóvember 1964 Dáin 16. febrúar 1984 Helga Sóla - eins og hún var venjulega kölluð sýndi að erfitt er að dæma fyrirfrani hvaða einstaklingur veitir umhverfi sínu mesta gleði. Hún var yngsta barn hjónanna Evu Þrirsdóttur og Daníels Einarssonar. Systkini hcnnar eru: Kristinn Vilhjálmur, Sigrtður. Þór Ingi og Einar. Hún bar nafn móðursystur minnar og móður. Við fæðingu hennar var vitað, að ýmsar hindr- anir yrðu á leið hennar gegnum lífið. En það var alveg sérstakt að fylgjast með hvaða árangri hún náði. Það var stórkostlegt hvernig fjölskylda hcnnar öll var henni og sýnir hvað ást og umhyggja nær að gera mörg kraftaverk. En hún launaði það svo sannarlega með blíðlyndi, góðvild og fróðleiksfýsn. Hclga Sóla bjó alla tíð heima. En frá fjögurra ára aldri dvaldist hún í Lyngási á daginn og síðustu misserin í Bjarkarási. Hún eignaðist marga vini á þessum stöðum, bæði meðal kennara og nemenda, og átti með þeim margar góðar stundir. Eftir að heislu Helgu fór að hraka var henni leyft að mæta seinna á morgnana, en öllum var ljóst hve henni var það mikils virði að geta hitt félagana. , Eftir að systir hennar byrjaði að búa í Keflavík var hún oft í heimsókn hjá henni og frændunum litlu. sem hún var svo hrifin af, enda var það gagnkvæmt. Haukur litli spurði alltaf fyrst eftir Helgu þegar hann kom til ömmu og afa. Helga var sérlega næm á tilfinningar fólks - gladdist mjög ef henni var sýnd ástúð - en stundum varð hún líka hrygg. Hún varð mjög glöð kvöldið eftir að Vigdís var kosin forseti. Þær mæðgur fóru til að hylla hana og allir vildu taka í hendina á forsetanum. En samt tók Vigdís eftir hennar útréttu hönd og laut niður til hennar og kyssti hana á kinnina um leið og hún sagði - þakka þér fyrir Ijósið mitt. Æ síðan dáði hún Vigdtsi forseta og þetta atvik gerði mikið fyrir htu aog gleymdist aldrei. Þær minningar sem eru mér efst í huga eru fermingardagurinn hennar og vikutími sem hún dvaldi á heimili mínu fyrir fjórum árum. Hún var "ii geislandi glöð og fín á fermingardaginn sinn. Hún naut sín svo sannarlcga þann dag. Við erum svo þakklát fyrir þá viku sem hún var hjá okkur. Þá fengum við tækifæri til að kynnast því hve mikill persónuleiki hún var. Hún varð þriðja dóttirin á heimilinu. Hún var svo indæl og elskuleg og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún setti sjálf ekki fram neinar kröfur. Hún fann fvrir líkamlegum vanmætti sínum og leið því oft illa. sérstaklega þegar henni fannst aðrir ekki skilja sig og héldu að hún væri að hlífa sér. Fyrir tæpu ári síðan skiptu foreldrar hennar um íbúð vegna þess að þeirra íbúð var á þriðju hæð og stigarnir því mjögerfiðir fyrir Helgu. Þau fluttu ÍSLENDINGAÞÆTTIR á fyrstu hæð í Fellsmúla 15. Viss kvíði var hjá móður hennar að flytja í fjölbýlishús með Helgu Sólu. Hún kveið móttökum fólksins, en sá kvíði hennar var ástæðulaus. Allir í stigaganginum voru sérlega elskulegir við hana. Systkini hennar höfðu séð hvað ást og umhyggja fær áorkað og vildu því gjarnan geta hjálpað öðrum einstaklingum, sem minna mega sín. Sigríður systir hennar er þroskaþjálfi, Iærði í Þroskaþjálfaskóla Islands og Þór Ingi bróðir hennar hefur unnið á Kópavogshælinu og starfað mikið í foreldra og vinafélagi Kópavogshælis. Já. það hefur myndast mikið tómarúm á heimili hennar núna. Dauði er eitthvað endanlegt og því ævinlega erfitt að taka honum. En Helga Sóla okkar gekk ekki heil til skógar og núna finnst mér að við hefðum kannski getað gert mcira fyrir hana. Helga Sóla naut fram á síðustu stund mikillar umhyggju fjölskyldu sinnar og einnig sýndi starfsfólk Landspítalans henni frábæra umönnun síðustu dagana hcnnar og á það miklar þakkir skilið fyrir það. Sá sem Helga Sólveig sagði vera vin sinn og honum hefur þótt svo vænt um vitnar í Ijóðlínur úr Þorlákskveri, sem Þorlákur prófastur Þórarins- son orti 1735 í minningu tæplega tvítugrar stúlku, Ingveldar Sölvadóttur. Þessar Ijóðlínur eiga vel við Helgu Sólveigu okkar. Svo líða sorgarmundir, sinna lífs nauða kennir hverr, meðan Krisls merkjum undir, mœddan líkama dauðans ber; forlög að erfðum falla, fœðist í heiminn jóð, gleðinnar býður galla, grálur, þess fyrsta hljóð, ótignum, eðalbornum, auð er vök sarna kífs, fer að skihnála fornum, fœðing og endir lífs. Fróm-ártug friðinn æfði, foreldrum hlýðin, ástarþekk, menntir við mátann hæfði, mannúðleg, settlynd œ framgekk, ulmœlis hafði Itrósið, hyllirík, ör og greind, við lífsins orðaljósið, lyst hennar mjög var eind, góðvikin mœddra meinum, meðaumkun yfir bar, varla stygð veitti neinum, verkkaupið loks uppskar. Undir sinn tvitugs aldur, allmjög dygðum þróaðisl, vildi þá Guð alvaldur, vitjunarstundin nálœgðist, hérvistar heil.su tíma, liratt að síðasta punkt, löngum krossburðar líma, lúði mjög holdið ungt, blóðug Krists benjasárin, brjóstið lét hugga þó, andvörp og augnatárin, öll hennar til sín dró. Sigrún Magnúsdóttir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.