Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Qupperneq 6
Systkinin í Brekknakoti voru félagslynd, ágætt söng- og skemmtifólk og báru þau einkenni til æviloka, Móðir þeirra er sögð hafa vcrið alvöru- gcfin og nokkuð ströng, en faðirinn léttlyndur og glaðvær, þetta virðist hafa farið vel saman í uppeldinu. „Þad byrjar með blcenum er bylgju slœr á reyn" Engin félagsmálahrcyfing hefur náð eins fljótri útbreiðslu hér á landi eins og ungmcnnafélögin. Víða voru til félög með ýmsum nöfnum, sem tcngdust áhugamálum þeirra, en öll áttu það sameiginlegt að auka þroska félagsmanna sinna með kynningu og samstarfi, þarna var því til ágætur grundvöllur. En félagsskapurinn varð nú formfastari með samræmdari stefnuskrá, og hins sameiginlcga nafns Ungmennafélag. Ungmenna- félög urðu mikili orkugjafi. Þaðeróvíst að í annan tíma hafi verið bjartara yfir íslensku þjóðlífi, en fyrsta tug aldarinnar. þó þá vantaði flest af því sem nú er talið nauðsynlegt, var vorblær í lofti að minnsta kosti í hugum unga fólksins, og áttu hin nýju félög mikinn þátt í því. Störf ungmcnnafélag- anna fyrir þjóðfélagið verða seint að fullu metin. Þau voru tær uppspretta þjóðrækinna hugsjóna og framfara. Þau voru félagsmálaskóli þeirra tíma, þar reyndu félagsmenn fyrst að orða hugsanir sínar í ræðuformi. og að festa þær á blað. sem síðan voru lesin upp á félagsfundum eða í félagsblöðum sem gengu um félagssvæðið. Þeir scm nú eru ungir geta ckki gcrt sér grein fyrir þeim töframætti sem þessi félagsskapur hafði fyrstu árin á þá sem þar störfuðu. Úr röðum ungmennafélag- anna komu margir af áhrifamestu mönnum í þjóðfélagsmálum. annan þriðja og fjórða tug aldarinnar. menn sem höfðu hlotið sína fyrstu félagsmálaþjálfun þar, þetta vil ég biðja ungt fólk að muna. Ungmennafélagi þú sem ert svo hamingjusamur að erfa störfin í ungmennafélögunum, starfaðu fyrir félag þitt. fyrir félögin sameinuð, svo vel að störf þín þar mæli þér með sæmd „í fjörunni hvar sem fótum þú stígur á land". Og þú mátt aldrei hugsa um laun fyrir störf þín. Hér á eftir verður eins þessara gömlu ung- mennafélaga minnst með nokkrum orðum, manns sem aldrei fjarlægðist hugsjón ungmennafélag- anna, Þórðar Jónssonar í Laufahlíð. Samband Þórðar við ungmennafélögin varaði lengi. 14 ára gengur hann í Geisla í Aðaldal, en þegar U.M.F. Reykhverfinga var stofnað gekk hann að sjálfsögðu í það og var félagi í því til æviloka. nokkur síðustu árin sem heiðursfélagi. Þórður var 26 ára formaður Reykhverfings, og veit ég ekki um nokkurn mann sem svo lengi hefur verið formaður ungmennafélags. Ekki voru fé- lagsmenn í Reykhverfingi alltaf sammála á fundum, frekar en í öðrum félögum, en þar var Þórður hinn þolgóði sáttasemjari því hann sá að í fámennu félagi mátti ekki dreifa kröftunum með sundurlyndi. Gamlir félagar um U.M.F. Reyk- hverfingi hafa sagt mér að Þórður hafi verið óþrjótandi við að halda uppi glaðværð á fundum. meðal annars með leikjum, söng, upplestri í bundnu og óbundnu máli eftir sjálfan sig og aðra, og hvatti aðra til að gera það einnig. „Píndi mann 6 í þetta", sagði gamall félagi. U.M.F. Reykhverf- ingur var ekki fjölmennur en áhugi og félagsleg samstaða mikil, sem sést best á því að árið 1926 ræðst félagið í það stórvirki að byggja yfirbyggða sundlaug á Hveravöllum, að sjálfsögðu með heitu vatni. Þessi bygging var erfið fyrir félagið, bæði fjárhagslega og einnig var vegasamband slæmt. Þórður átti hugmyndina að byggingunni og enginn einn maður vann eins mikið fyrir hana. Ég held að þessi laug hafi verið önnur yfirbyggða sund- laugin á iandinu, sú fyrsta var á Laugum. Þórður var fulltrúi síns félags á aðalfundum S.Þ.U. og H.S.Þ. langa lengi (Ég held að hann hafi setið fleiri fundi en nokkur annar ungmenna- félagi á sambandssvæðinu). Þórður sat í stjórn S.Þ.Ú. var auk þess í fjölda nefnda og ráða innan H.S.Þ. Sat mörg ársþing U.M.F.f. vinsæll tillögu- góður og víðsýnn. Störf hans tengd ungmennafé- lögunum voru miklu fleiri og margþættari en hér er hægt að gera grein fyrir. En það vinnur enginn eins lengi, og eins margþætt störf fyrir neinn félagsskap eins og Þórður vann fyrir ungmennafé- lögin, sem ekki hefur ánægju af því og hana hafði Þórður sannarlega af öllum þessum störfum. Stjórn H.S.Þ. sýndi honum vinsemd og virðingu á ýmsan hátt, hann var heiðursfélagi þess, og á sextugs afmæli hans færði það honum vandaða bókagjöf. Hér að framan hefur verið getið um þátttökú og störf Þórðar að málefnum ungmenna- félaga, en hann vann að félagsmálum á fleiri sviðum. Sem góður ungmennafélagi stundaði hann íþróttir, sund, glímur og skíðagöngur, hann var enginn afreksmaður þar, en félagsleg þátttaka var aðalatriðið. Áhugi Þórðar fyrir sundinu var mikill. Það sýnir barátta hans fyrir byggingu sundlaugarinnar. Seint á árum sínum gaf hann ágætan farandbikar fyrir besta afrek í sundi innan H.S.Þ. Söngur og tónlist var niikil í Reykjahverfi um árabil þar starfaði lengi ágætur karlakór, Þórður söng þar um 30 ár, það var þreytandi og tímafrekt, meðan alltaf var farið gangandi (ekki erfiðara fyrir Þórð en aðra). þegar kórinn hætti störfum vegna brottflutnings margra söngmanna, þá fór Þórður að syngja í kirkjukór Grenjaðar- staðarsóknar og söng þar um 20 ár eða fram um sjötugt. Hann átti lengst á æfingar, en vantaði sjaldan, mörg síðustu árin keyrði frændi hansJón Frímann hann í bíl. Söngurinn veitti Þórði mikinn unað og lífsfyllingu, og sá félagsskapur sem honum fylgdi. Mörg ár spilaði Þórður bridge í keppnissveitum, honum var félagsskapur nauð- synlegur. Ungmennafélögin í Þingeyjarsýslu stofnuðu mcð sér samband 31. október 1914, sem hlaut nafnið Samband þingeyskra ungmennafé- laga, skammstafað S.Þ.U. síðar var nafni þess breytt í Héraðssamband Suður Þingeyinga. skammstafað H.S.Þ. stefnuskrá þó hin sama, þessa getið hér til skýringar fyrir þá sem ekki þekkja til. Þegar H.S.Þ. var fimmtugt var ákveðið að minnast þess myndarlega. meðal annars með því að gefa út afmælisrit. þar sem getið væri helstu verkefna þess og einnig ágrip af sögu þeirra félaga sem í sambandinu höfðu verið. Það var vitanlegt í upphafi að þetta mundi verða umfangsmikið og seinunnið verk. en um hitt gat enginn vitað hvað það varð tímafrekt og seinunnið. Það skipti því miklu máli að fá góðan mann til að taka að sér ritstjórn verksins. Ég man ekki til að það væri leitað til annars en Þórðar. um ritstjórnina, svo sjálfsagður þótti hann til þess, það er að minnsta kosti víst að það varð hann. Formaður H.S.Þ. sagði „að allir yrðu að gera það sem Þórður segði þeim". Það held ég að hafi verið gert enda erfitt að óhlýðnast slíkum húsbónda. Þórður tók tvo menn með sér í ritnefndina, þeir unnu vel a.m.k. nokkuð vel. Annar þeirra var æfður og ágætur rithöfundur og mikill dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk. Samvinna ritnefndarinnar var góð og minntist hún samstarfsins með ánægju. Rit- nefnd sá um allt sem viðkom H.S.Þ. en félögin um efni úr þeim þó þarna ynnu margir og vel, þá var ekki alltaf „nóg að hringja, svo kemur það.“ Stundum þurfti að tvíhringja, en allt kom að lokum, sem koma átti og alitaf var Þórður jafn þolinnróður og ekki verið að skrifa tímann sem í þetta fór. Árin 1937-1953, fór fram íþróttakeppni milli S.Þ.U. (si'ðar H.S.Þ.) og U.í.A. og var keppt sitt árið hjá hvoru sambandi, þetta var sérstakt og skemmtilegt fyrirbrigði í íslenskum íþróttamál- um. En um þessi samskipti voru ekki samstæðar skráðar heimildir hjá hvorugu sambandinu. Kepp- nisferðir þessar voru skemmtilegar að fleiru en íþróttakeppnunum, það var komið á staði, sem þátttakendum voru ókunnir, því fólk ferðaðist ekki mikiðsér til skemmtunará þessum árum, það hafði annað með tímann og peningana að gera. Fyrir 1980 vaknar áhugi innan H.S.Þ. um að ná saman frásögnum af þessum samskiptum þarsegir formaður H.S.Þ. „Þá þurfti að finna mann til að taka að sér verkið, sem var ekki svo flókið því við áttum Þórð í Laufahlíð að, mann sem stóð í, og gjörþekkti til er samskiptin hófust og hafði æ síðan fylgst með af sínum alkunna áhuga á íþrótta og félagsmálastarfinu. Þórður tók ritstjórn vel og hófst þegar handa og sést hér árangurinn af starfi hans, sem er fyrir hönd H.S.Þ. þakkað af alhug Þórði svo og öllum þeim er lagt hafa fram krafta sína til þess að heildarmynd samskiptanna væri sem best. Þau eiga sannarlega við Þórð orðin sem höfð eru eftir ungum manni á stund mikilla örlaga: „Eigi mun ég á þessu níðast og engu því er mér er til trúað". En nú er Þórður kominn yfir áttrætt. og flestum farin að slitna hönd og þyngjast fótur svo var einnig með hann, en viljinn til að vinna fyrir H.S.Þ. og ungmennafélögin réðu meiru. Þetta verk sýnir að víða hefur orðið að leita eftir heintildum og haft hefur verið samband við fjölda manna. en svörin bera það með sér að þau eru veitt af ánægju og auðfundin kær tengsli við gömlu samböndin sín og félaga frá fyrri árum. Þau sanna á hlýlegan hátt hvað ungmennafélögin eiga sterkar rætur í þeim sem þar hafa starfað. Þórður fór til Austurlands í efnisleit, og dásamaði mjög við- tökur hjá fólki og hvað það hafði mikla ánægju af að rifja upp þessi samskipti frá liðnum árum. Þessi ferð varð Þórði erfið. en líka skemmtileg og hjálpaðist margt þar að. Þetta var það síðasta sem Þórður vann fyrir H.S.Þ. og var starfsdagur hans þar orðinn langur og farsæll. Um upphaf þessara samskipta segir Þórður að hann hafi verið kallaður í síma að Laxamýri 1936 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.