Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Blaðsíða 7
Þórður Jörgensen Fagrahvammi, Garði Tengdafaðir minn Þórður Jörgensen varð bráð- kvaddur að heimili sínu föstudaginn 17. febrúar s.l. á 75. aldursári. Það var á haustdögum árið 1966 sem ég kynntist Þórði og fjölskyldu hans. Þórður var glaðvær og kátur persónuleiki, ákveðinn og ósérhlífinn, vinnusamur með ein- dæmum og þurfti því alltaf að hafa nóg fyrir stafni. Hann stundaði sjómennsku mestan hluta æfi sinnar sem háseti eða kokkur á vertíðarbátum og síldarbátum. Vegna starfa sinna dvaldist hann oft langdvölum fjarri heimili sínu. Eftir að sjó- mennsku lauk fór hann að vinna almenna verka- mannavinnu í landi, sem að mestu leyti tengdist sjávarútvegi. Hef ég það fyrir satt að vinnusemi og virðing fyrir atvinnutækjum hafi verið hans aðalsmerki. Þórður og eftirlifandi eiginkona hans Svein- björg Sveinbjörnsdóttir eignuðust tíu börn, en tveir drengir eru látnir. Ásamt börnunum átta sem öll eru uppkomin, ólu þau upp einn fósturson. Eins og áður er getið, dvaldist Þórður oft langdvölum fjarri heimili sínu vegna starfa sinna, og kom það þá í hlut Sveinbjargar að gæta bús og barna, sem hún hefur gert með kostgæfni. Þegar frístundir gáfust notaði Þórður þær til að yrkja garðinn sinn, sem hann hafði komið sér upp við hús þeirra hjóna. Þar hafði hann plantað blómum og trjám, sem hann naut að hafa þá er Ásgeir Einarsson, dýralæknir að tala um möguleika á því að koma þessum keppnum á, svo það er auðséð að Austfirðingar hafa átt upphafið að þessu. Um hitt getur Þórður ekki að þetta kostaði hann 20 km. göngu fram og til baka, en slíkt var ekki sjaldgæft á þessum árum að langt væri í síma. En þó vegamálastjórinn í efra væri búinn að leggja góða skíðavegi, og Þórður væri góður skíðamaður hefur hann tæplega eytt minna en þrem klukkutímum í ferðina. Þórður var búinn að stíga mörg og farsæl spor fyrir ungmennafélög- in. Þórður endar frásögnina með þessum orðum: „Loks þakka ég stjórn H.S.Þ. fyrir það að veita mér þetta tækifæri til að verða þeim félagasam- tökum að nokkru liði, með samantekt þess þáttar, þó af vanefnum sé að vísu, frá minni hendi." Þannig var viðhorf Þórðar til ungmennafélaganna. Kunn er sagan um norska skáldið sem bar fræ í vösum sínum og sáði því þar sem hann fór um. Góðir menn bera með sér fræ í breytni sinni, og sá þeim í sínu umhverfi, einn þeirra sáðmanna var Þórður. Árangurinn fer eftir þeim jarðvegi sem þau falla í, það er því nauðsynlegt að hafa hann sem bestan. Ungmennafélögin hafa verið jarð- vegsbætandi frá fyrstu tíð og eru það enn. í Þingeyjarsýslu hefur lengi tíðkast tvíbýli og ÍSLENDINGAÞÆTTIR samfylgd með, og var garðurinn honum sannkall- aður unaðsreitur. Á hverju sumri frá því að Marta eiginkona mín fluttist til Akureyrar, hefur Þórður heimsótt okkur. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá fjöl- skyldu minni er við vissum að hann var að koma, því við vissum að hann naut ávallt ferðarinnar og fleirbýli á jörðum meira en annars staðar að því talið er. Árið 1928 ætlaði S.Þ.U. að stofna nýbýlasjóð fyrir sýsluna. Það er þó óvíst að þetta hefði nokkurntíma orðið það sem því var ætlað að verða og af þessu varð ekki (en sýnir stórhug) en margir ungmennafélagar hafa byggt nýbýli í Þingeyjarsýslu, þar á meðal Þórður. Hann byggði nýbýlið Laufahlíð 1938, úr landi Brekknakots, nyrst í landinu við hver sem þar er, notaði hverahitann til suðu og hitunar í húsinu, og var hús hans eitt af fyrstu húsum hér í sýslu þar sem jarðhitinn var notaður á þennan hátt. Þórður bjó svo þarna einbúi, en einangraðist ekki frá umheiminum, eins og sýnt er hér að framan, sem þó viil oft verða með þá sem búa einir. Hann undi þarna glaður við sitt að því best er vitað vinsæll og velmetinn af öllum. Þórður ræktaði sína jörð og sinn bústofn, liann átti fallegt og afurðagott sauðfé og hafði mikið yndi af að umgangast það. Naut þess að sjá gróðurinn vaxa, grasið á sléttlendinu og skóginn um barm brekkunnar þar sem mörg og fjölgandi lauf spretta hvert vor. Þórður átti stórt vandað og vel með farið bóka- safn, einnig mikinn fjölda Ijósmynda, því hann var einn af fyrstu mönnum hér um slóðir sem fór að taka smámyndir þær sem nú eru svo algengar. Hann fór að skrifa dagbók 9 ára gamall. Hann var dvalarinnar hér á Akureyri. Hér eignaðist hann kunningja sem hann heimsótti ávallt er hann hafði viðdvöl. Lystigarðurinn á Akureyri var hans perla, hann undi sér þar vel innan um gróðurinn með dóttur sinni og barnabörnum. Hann var ófeiminn við að fræðast hjá starfsfólki Lystigarðsins um tegundir blóma og trjáa, og hvernig annast ætti um jurtirnar. Aldrei yfirgaf Þórður Akureyri án þess að hafa með sér afleggjara af blómum eða heil tré til að rækta í sínum eigin garði. En vegna veðurskilyrða tókst honum ekki alltaf að halda lífinu í þeim jurtum sem hann hafði meðferðis, þrátt fyrir góðan vilja og umhyggju. Ég heimsótti tengdaforeldra mína fyrir tæpum mánuði síðan, og var Þórður þá þegar farinn að bollaleggja ferð sína norður til okkar í sumar. Hann hefði orðið 75 ára þann 1. september n.k. og átti ferð hans að vera í tengslum við afmælið. Hann bað mig um að við dveldumst á afmælisdag- inn í sumarbústað okkar hjóna, því þar eins og annarsstaðar, í faðmi fjölskyldunnar og úti í náttúrunni naut hann lífsins í ró og næði. Um leið og ég kveð vin minn og tengdaföður, votta ég tengdamóður minni, börnum þeirra, og barnabörnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Farðu í friði kæri vinur. Minningin lifir. Kristján Skarphéðinsson ágætiega ritfær og hafa á undanförnum árum birst eftir hann skemmtilegir frásöguþættir. Ellin var Þórði góð og bjó vel að honum. Iiann mat og þakkaði nærgætni hennar, hann hclt lengi vinnuþreki. Þegar það minnkaði sneri hann sér að öðrum áhugamálum, ferðaðist töluvert, skrifaði og tók myndir. Síðustu 10 árin var Þórður til heimilis hjá frænda sínum Jóni Frímanni í Bláhvammi og konu hans Steinunni Bragadóttur, naut þar hlýju og umhyggju sem þeim er þökkuð. Eins og framar segir byggði Þórður Laufahlíð 1938, nokkrum árum seinna færðu systkini hans Böðvar og Guðný og frændi hans Jón Frímann bæ sinn út að hvernum og voru ekki nema fáir metrar á milli húsanna og byggðu Bláhvamm. Var þeim þetta öllum til ánægju og styrkur fyrir Þórð. Þórður dó 11. desember 1982 eftir viku legu á sjúkrahúsinu á Húsavík og var jarðsettur þann 18. sama mánaðar að Grenjaðarstaö. Þarvar kvaddur vormaður með hreinan skjöld, takmark hans var íslandi allt. Ungmennafélagið Reykhverfungur kostaði veitingar við útförina í virðingarskyni fyrir mikil og vel unnin störf að málefnum þess. Ég votta honum virðingu og þökk fyrir kynnin og samstarfið í H.S.Þ. Gunnlaugur Tr. Gunnarssun 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.