Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 4
Rósamunda Guðný Jónsdóttir
fyrrverandi ljósmóðir frá Bakka í Þingeyrarhreppi
Fædd 12. nóvember 1894
Dáin 12. mars 1984
Þann 12. mars s.l. andaðist á Landspítalanum hér
í Reykjavík RósamundaGuðnýJónsdóttirfyrrum
ljósmóðir frá Bakka í Dýrafirði. Rósamunda
fæddist í Hrauni á Ingjaldssandi 12. nóvember
1894 og voru foreldrar hennar hjónin Jón Bjarna-
son bóndi á Sæbóli og Sveinfríður Sigmundsdóttir.
Rósa, eins og hún var ætíð kölluð, ólst upp hjá
foreldrum sínum á Sæbóli, fór í unglingaskólann
á Núpi og síðan suður til Reykjavíkur árið 1918
og lærði til ijósmóður hjá Guðmundi Björnssyni
landlækni.
Að námi loknu fór hún aftur heim í sveit sína
og tók við ljósmóðurumdæmi Ingjaldssands vorið
1919.
Arið 1920 giftist hún föðurbróður mínum,
Einari Guðmundssyni frá Brekku á Ingjaldssandi.
Stofnuðu þau heimili sitt að Brekku en árið 1924
taka þau við búi á Sæbóli af foreldrum Rósu. Árið
1929 flytja þau hjónin að Bakka í Þingeyrarhreppi
og reka þar fyrirmyndar sveitahcimili til ársins
1957 að þau bregða búi og flytja suður til
Reykjavíkur.
Rósa hóf þegar ljósmóðurstörf í Þingeyrar-
hreppi og tekur við umdæminu árið 1943, og er
þar ljósmóðir þar til þau hjónin flytja búferlum
suður.
Rósa var mjög farsæl í starfi sínu sem Ijósmóðir
og var virt og dáð af sveitungum sínum. enda
samviskusöm og skyldurækin, úrræðagóð í vanda,
auk þess að kunna vel til verka.
Á Ingjaldssandi tók hún á móti 27 börnum, en
samtals varð hún „ljósa" 240 barna. Ljósmóður-
starfið á þessum árum var ekki bara að taka á móti
börnum, heldur þurftu ljósmæðurnar stundum að
taka að sér heimilisstörfin á meðan konan lá á
sæng, og búa á heimilum sængurkvenna í nokkra
daga allt eftir því hvernig konu og barni heilsaðist.
Eins og fyrr segir fluttu þau hjónin til Reykja-
víkur og keyptu þar íbúð í Nökkvavogi 32. Réðist
Einar til starfa hjá byggingarvörudeild Sambands-
ins og vann þar til dauðadags, en hann lést löngu
fyrir aldur fram þann 16. júlí 1966. Var Rósu og
fjölskyldu hennar mikill missir í þeim góða dreng
sem Einar var. Því miður átti ég ekki kost á því
að fylgja frænda mínum síðustu sporin, þar sem
ég var við nám erlcndis.
Hjónaband þeirra var ætíð farsælt og var hlýtt
á milli þeirra hjóna enda bar heimili þeirra og
börn þess merki. Rósa og Einar eignuðust fimm
börn, fjórar dætur og einn son, sem þau misstu
kornungan. Elst er Sigríður, gift Ólafi Gunnlaugs-
syni, Jónína Halldóra, gift Bjarna Gíslasyni. Rósa
gift Hauki Jónssyni, Guðmundur Jón látinn og
Sveinfríður Ragna ógift. Einn fósturson ólu þau
upp, Halldór Matthías Sigurðsson, er starfar hjá
Olíufélaginu á Akranesi. Hann var systursonur
Rósu og tóku þau hjónin hann sex ára í fóstur eftir
að hann hafði misst móður sína, en faðir hans fórst
skömmu seinna með togaranum Leifi heppna.
4
Mörg voru þau bömin sem Rósa og Einar tóku
á heimili sitt á Bakka til lengri eða skemmri dvalar
og var oft barnmargt þar, sérstaklega yfir sumar-
tímann. Ég var einn þeirra, er varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að dvelja hjá þcini í sveit í sjö
sumur. Ég kom að Bakka 1947, en þá var ég sjö
ára gamall, og sendur þangað í svéit eins og títt
var um börn og unglinga í þá daga. Á Bakka var
mér tekið með þeirri alúð og hlýju sem einkenndi
alla tíð hcimili þeirra Rósu og Einars og féll ég
strax inn í þeirra fjölskyldufaðm cins og væri ég
eitt barna þeirra. Systurnar, frænkur mínar, tóku
mér líka ákaflega vel og reyndust mér bæði góðir
félagar og vinir. Dvöl mín á Bakka í sjö sumur á
uppvaxtarárum mínum hefur reynst mér það
veganesti, sem ég aldrei fæ fullþakkað, enda varla
unnt að kjósa sér betri aðbúnað og meiri um-
hyggju en ég naut þar, lítill pjakkur í fyrstu og
fram að fermingaraldri.
Ég hef oft síðarmeir á lífsleiðinni látið hugann
reika til æskuára minna að Bakka, og geymi ég í
huga mínum margar yndislegar minningar um
þessa einstöku fjölskyldu og húsdýrin á bænum
sem urðu vinir mínir. Og ekki má gleyma
bæjarlandinu á Bakka, þessu fallega, stórbrotna
og sérstæða landslagi þar sem hver þúfa og hver
steinn eru ennþá góðir vinir og kunningjar. Allt
þetta og ótal margt fleira eru ljúfar minningar sem
við sumarkrakkarnir á Bakka geymum um þá
áhyggjulaúsu æskudaga.
Rósa var greind og vel gerð kona eins og hún
átti kyn til. Hún fylgdist vel með öllu, sem var að
gerast íkringum hanaogvarræðinogskemmtileg.
Þá var hún oft hnyttin í tilsvörum en umfram allt
hreinskilin og sagði sína meiningu hispurslaust, ef
henni bauð svo við að horfa enda kom enginn að
tómum kofanum hjá henni.
Rósa var kát og lífsglöð kona, fríð sýnum og
hafði sköruglega framkomu, og þegar hún giftist
Einari frænda mínum þóttu þau gjörvuleg ung
hjón og falleg.
Síðustu æviárin dvaldi Rósa á elliheimilinu
Grund hér í Reykjavík og vildi hún ekki fyrir
neinn mun vera upp á aðra komin enda sjálfstæð
og ákveðin og vissi alltaf hvað hún vildi. Hún var
vel ern til síðustu stundar þrátt fyrir háan aldur.
Alltaf var jafn gaman að heimsækja hana og stóð
þá ekki á umræðuefninu því að hún spurði alltaf
frétta af mönnum og málefnum og mátti maður
liafa sig allan við að svara fróðleiksfýsn hennar.
Nú þegar við kveðjum Rósu á Bakka hinstu
kveðju með'Söknuði, þá verður samt efst í
huganum minningin um ástríki hennar og vináttu
sem hún auösýndi með sínum sérstæða, persónu-
lega og fölskvalausa hætti.
Systrunum og fjölskyldum þeirra, Halldóri,
fóstursyninum og hans fjölskyldu svo og öllu
venslafólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Rósu og Einars. Þau voru
góðar manneskjur.
Sverrir Jónsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR