Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 5
Sesselja Eiríksdóttir Fædd 9. janúar 1896 Dáin 4. mars 1984 í dag minnumst við sómakonunnar Sesselju Eiríksdóttur. Hún var fædd í Reykjavík, dóttir Eiríks, er lengi vann við veslunarstörf í Reykja- vík, Magnússonar frá Mjóasundi í Villingaholts- hreppi og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur frá Sölvaholti í Hraungerðishreppi. Sesselja giftist mannkostamanninum Hafliða Jóni Hafliðasyni, skipatæknifræðingi og kennara, 9. október 1926. Hafliði var sonur Hafliða skip- stjóra og smiðs í Hafnarfirði, Þorsteinssonar og konu hans Maríu Jónsdóttur bónda í Akrakoti á Álftanesi, Magnússonar. Hafliði og Sesselja eignuðust tvær dætur, Maríu f. 19. september 1927, hún veitir forstöðu launa- deild Olíufélagsins hf og Áslaugu f. 22. ágúst 1929, lyfjafræðing við Breiðholtsapótek. Mann sinn missti Sesselja 14. febrúar 1977, eftir langvarandi veikindi. Sjálf hélt hún bærilegri heilsu þar til fyrir knöppu ári að hún tók sótt og náði sér ekki eftir það. Er við kynntumst Sesselju og fjölskyldu, höfðu þau Hafliði byggt sér myndarlegt, vandað og fallegt hús við Bjarkargötu 12. Það hcfur þurft fádæma stórhug og dugnað til að koma upp slíku húsi á þeim tíma, húsi meðþrem íbúðum. Sesselja og Hafliði voru samhent hjón og ekki spillti óreglan á því heimili. Eins og þeir vita er til þekkja, er Bjarkargatan vestan við Hljómskálagarðinn, á einum fallegasta stað í borginni. Hún er rétt við hjarta Reykjavík- ur, miðbæinn og lungun, Vatnsmýrina og augu höfuðstaðarins, tjarnirnar, sem spegluðu himin- víddirnar á lognkyrrum dögum og voru ómetan- legur leikvangur æskunnar, ísilagðar á vetrum. Það voru því mikii gæfuspor er við fjölskyldan stigum, þegar við gengum inn í hús þeirra hjóna, eftir að hafa fengið þar inni. Staðurinn er frábær, en hinu áttum við eftir að kynnast, sem kom betur og betur í ljós með hverjum deginum sem leið, að hér gistum við göfugt fólk. Margar Ijúfar minningar frá Bjarkargötuárun- um koma upp í hugann við fráfall Sesselju. Þær verða fæstar settar á blað, en geymast í þakklátum hjörtum. Það var meiri dásemd en orð fá lýst að vakna við kríusöng frá tjörninni í Reykjavík, bjartan vormorguninn 13. maí 1933, daginn eftir að við höfðum flutt af Njálsgötunni. Þar var lítið augnayndi og fátt um fuglasöng. Sesselja var óvenjulega vel gcrð manneskja, hög í höndum, lastvör, lundgóð, velviljuð og ákaflega heimakær. Til hennar vorum við alltaf velkomin með stórt og smátt. Engin sérstök erindi þurftum við heldur að hafa þó við berðum þar á dyr. Mörgum spurningum svaraði hún yngsta fólkinu og var ávallt reiðubúin að Ijá hjálp við heimalærdóminn, enda átti yngri dóttirin bekkjar- systur í okkar hópi. Allt var fábrotnara á þessum árum, en ekki verra. Krökkunum í fjölskyldunni eru minnisstæð- ÍSLENDINGAÞÆTTIR ir kaffibollar með vel af sykri og mikilli mjólk og kringlu, sem dyfið var ofan í þenna drykk ogsíðan sogin. Setta, eins og húnvarkölluð af kunnugum, stóð fyrir glaðværum samræðum eða sagði smelln- ar sögur. Það er nauðsyn öllu ungviði að vel sé að því hlúð og um það hugsað í uppvexti. Þarna uxum við systkinin úr grasi og vorum við gott atlæti á fjórtánda ár. Bjarkargötuárin eru björt í minningunni, þó voru þau ekki skuggalaus. Heimsstyrjöldin síðari geisaði, með heimilisföðurinn á sjónum. En við vorum heppin, hann lifði stríðiðaf. Náinættmenni kvöddu þennan heim, fyrirvaralaust. Þá var Sesselja betri en engin húsmóðurinni, með barna- hópinn, sem átti fyrirvinnuna víðsfjarri heimilinu. Það verður ekki skrifað um Sesselju Eiríksdótt- ur án þess að borið sé lof á dætur hennar, perlurnar, sem haldið hafa heimili með foreldrum sínum alla tíð og verið þeim stoð og stytta eftir að fór að halla undan fæti, já fórnað sér fyrir þá, sem er orðið æ fátíðara nú á tímum. Þær mættu margir taka til fyrirmyndar og eftirbreytni. í hugum okkar mun Sesselja lifa, sú ágæta manneskja. Megi dætrum hennar vel farnast og þau frækorn sem hún hefur sáð í annarra hjörtu, bera góðan ávöxt. Hulda, Jónas og börn. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.