Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Blaðsíða 3
Kjartan Hjálmarsson kennari og kvæðamaður Fæddur 7. sept. 1920. Dáinn 20. febr. 1984. Látinn er nýlega þjóðkunnur kennari og kvæða- maður, rúmlega sextugur að aldri. Það er ekki ýkja hár aldur nú á dögum, en þótti tálsverður í mínum uppvexti. Sem betur fer endast menn lengur nú en fyrir hálfri öld. Þó fella margan manninn á tiltölulega góðum aldri hinir skæðu hjartasjúkdómar. Svo var um Kjartan vin minn. Hann gekkst undir skurðaðgerð í sjúkrahúsi í London, upp á von og óvon. Nú er hann allur. Mér þykir hlýða að minnast Kjartans nokkrum orðum hef í íslendingaþáttum Tímans. Hann var skólabróðir minn um skeið og áhugamál okkar lágu saman allnáið. Að honum er mikill manns- skaði. Víst er söknuður nánustu vandamanna mestur. Þar næst hinna mörgu kvæðafélaga, bæði í Reykjavík og í Hafnarfirði. Þar var hann vifkur vel á báðum stöðum. Líklega hefur enginn slegið Kjartan út sem kvæðamaður á þessari öld, nema vera kynni að það hafi verið Jón bóndi í Hlíð á Vatnsnesi, föðurbróðir hans. Hann lét eitt sinn í blaðaviðtali svo um mælt, að hann væri ekki búinn að borga Hlíð, ef hann hefði aldrei kveðið neitt. Kjartan var fæddur í Reykjavík. Voru foreldrar hans Hjálmar myndskeri Lárusson Erlendssonar frá Holtastaðakoti í Langadal og kona hans Anna Halldóra Bjarnadóttir frá Klúku í Bjarnarfirði í Strandasýslu. í föðurætt var Kjartan kominn af Hjálmari skáldi Jónssyni í Bólu (Bólu - Hjálmari), og bar nokkurt svipmót af honum í útliti, að því er mér fannst. Hann var vel hagmæltur og eru sumar stökur hans landfleygar. Tónlistargáfa var honum og í blóð borin, og bar þar kveðskaparlist- ina hæst. Kjartan stundaði nám í Verslunarskóla íslands á unglingsaldri. Þar lauk hann ekki námi, og varð nú nokkurt hlé á skólagöngu hjá honum. En hann innritaðist í Kennaraskóla íslands og stundaði þar nám í tveimur áföngum, en kenndi á milli. Kjartan laiik kennaraprófi vorið 1947. Man ég þegar hann og félagar hans tóku við skírteinum sínum í skólanum úr hendi skólastjórans, Frey- steins Gunnarssonar. Það var hátíðleg stund. Þegar Broddi leit þessa tilvonandi fræðara æsk- unnar, kastaði hann á þá kveðju og sagði: „Sælir, nafnar". Vel mælt, þótt stutt væri, og hlýlega að orði komist. Við Kjartan vorum saman tvo vetur við nám í skólanum við Laufásveg. Hann var þar góður félagi. Man' ég, að þegar ég fór þess á leit að einhverjir nemenda.skólans létu Örvar Oddi, skólablaðinu, efni í té, var Kjartan manna fyrstur til þess. Skólinn var á þessum árum ekki fjölmenn- ari en það að allir þekktust sem nám stunduðu þar innan veggja. Bekkirnir voru fjórir og allir sjálfstæðir; enginn tvískiptur. Dásamlegur skóli, J>ar sem eindrægni og félagsskapur ríkti. Skóla- ÍSLENDINGAÞÆTflR gangurinn var þröngur og kannski einmitt vegna þess kynntust allir, og enginn var þar öðrum meiri. Þá var kennarastofan ekki beint neitt gímald: smáskonsa við enda gangsins. En kennararpir, sem þar áttu afhvarf milli kennslustunda, voru engin smámenni. Hver öðrum betri og samvi- , skusamari. Hið síðara er ætíð þungt á metum, þegar um starfsmenn hins opinbera er að ræða. Já, alls staðar. Kennaraskólinn var ekki neinn lærður skóli. Hann var skóli fyrir hugsandi fólk, fullþroska og fullveðja. Þeir sem útskrifuðust þaðan fyrir miðja þessa öld, fara senn að láta af störfum. Vafalaust hafa þessir kennarar skilað mis- jöfnum arfi til framtíðarinnaren þaðerþótrúmín og von, að árangurinn sem heild hafi nokkur orðið. Kjartan stundaði kennslu aðallega á tveimur stöðum: Á Siglufirði og í Kópavogi. Alls mun hann hafa stundað kennslu um fjóra áratugi. Má það teljast vel að verki verið, því að kennsla er talin ábyrgðarmikið streitustarf, ekki síst nú á síðari árum. Kjartan var söngvinn maður og kenndi lengi söng í skólum þeim er hann starfaði í. Kynni okkar Kjartans urðu vitanlega mikil í Kennaraskóla íslands þau tvö skólaár, sem við vorum þar samtíða. Auk þess kynntist ég hónum í Kvæðamannfélaginu Iðunni í Reykjavík, en þar gerðist ég félagsmaður haustið 1945. Alveg var unun að hlýða á Kjartan veða. Mátti segja eftir á þessa leið, m.a.: Þegar bylur bœinn sló burtu yl að strjúka, munaþilin reifði ró raddarspilið mjúka. Góður kvæðamaður er mikill listamaður, og það var Kjartan einnig. Ég held ég geri engum rangt til, þótt ég segi, að Kjartan hafi verið fremstur kvæðamanna um sína daga, og eru þeir þó margir góðir. Þetta er íslensk arfleifð, sem ekki má týnast. Þegar faðir minn var orðinn mjög sjúkur og rúmliggjandi á heimili sínu í grennd við Reykjavík, fékk Björn Gestsson, vinur föður míns, því til leiðar kom^ð að Kjartan var fenginn til að veita honum andlegan styrk með því að kveða fyri.r hann. Man ég að móðir mín sagði, að slíkan kvæðamann hefði hún aldrei þekkt fyrr né síðar. Það voru engar ýkjur. Þessa þáttar vil ég geta hér lauslega, en að sjálfsögðu miklu betur, þegar ævisaga förður míns verður skrifuð, sem vart má dragast mikið úr þessu. Hvers vegna það, mætti víst spyrja. Jú, vegna þess að Sveins líki finnst ekki lengur á þessu ágæta landi. Grein þessa hefði ég skrifað til að sýna einhvern lit á þakklátssemi minni vegna þess sem hann gerði fyrir föður minn heitinn, og ég tel að eigi megi liggja í þagnargildi. Blessuð sé minning kennarans og kvæðamannsins Kjartans Hjálmars- sonar. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.