Heimilistíminn - 26.06.1975, Qupperneq 4
fyrri hluti
Utan alfaravegar: ~
í landi
hellisbúanna
ViB erum á leið út úr Istambul og áður en
viö yfirgefum borgina förum við yfir skil
tveggja heimshluta. Það gerist, þegar ek-
iö er yfir hina tæplega kiiometers löngu og
glæsilegu Bosporusbrú, sem opnuð var
fyrir skömmu. Hún er fyrsta brúin milli
Evrópu og Asiu.
Með mikilli fyrirhöfn tókst okkur að
hafa uppi á bilaleigubfl i Istambul. Þetta
er stór, svartur Chevrolet, sem má muna
fifil sinn fegri. Hjá bilaleigunni var þvi
haldið fram, að þetta væri einkabill for-
stjórans og að hann vildi ógjarnan láta
aðra en bilstjóra sinn aka honum. Þess
vegna fengum við Namik Zorlu með i
kaupbæti. Hann er ungur, en fljótlega
kom i ljós, að hann er einkar lipur og dug-
legur undir stýri. Þvi miður talar hann
aðeins tyrknesku og gat þess vegna ekki
túlkað fyrir okkur. Þess vegna bættist 01-
cayto Eryuksel i hópinn. Hann er verk-
fræðistúdent, talar góða ensku og er vel
kunnugur i fjarlægari hluta Tyrklands,
sem er áfangastaður okkar.
Á framrúðuna er limdur miði, sem á er
skrifað orðið Inshallah með fallegri, krók-
óttri skrift. Það þýðir Guð vill og er einn
af algengustu orðatiltækjum Araba.
Vissulega eru þetta góð orð að hafa fyrir
augum, þegar ekið er um land, þar sem
umferðarslys eru algengust i heiminum.
Jafnvel hér á þessari svokölluðu hrað-
braut rekumst við á asna á gangi, kýr og
fjárhópa, sem skyndilega bregða sér yfir
brautina og þegar við erum komin hærra
upp i hliðina, verður Namik ótal sinnum
að snögghemla vegna flutningabila, sem
koma þjótandi úr beygjunum, oft á miðri
brautinni og án minnstu tillitssemi við
umferðina á móti.
AIls staðar i Tyrklandi er hámarksöku-
hraðinn 90 km/klst., en ekki nokkur lif-
andi sála tekur það alvarlega. Við ökum
stöðugt á 130 km hraða og stöku sinnum
fara bilar fram úr okkur. Sjálf ökumvið
fram úr stórum, ameriskum fólksbil, sem
inniheldur að minnsta kosti eina ef ekki
tvær fjölskyldur. Billinn er skreyttur
blómum og pappirsræmum og við fram-
rúðuna er komið fyrir skrautklæddri
brúðu, sem er svo stór, að hún skyggir
næstum á útsýnið fyrir bilstjóranum.
Langt inni í
Asíuhluta Tyrklands
er Kappadokia,
háslétta þar sem
fólk hefur öldum
saman búið í
neðanjarðarbæjum.
í þessari grein segir
Johannes
Christiansen
frá uppruna
hellisbúskaparins.
í næsta blaði segir
frá hellisbúunum,
og lífi þeirra nú.
— Brúðhjón, segir Olcayto, og við erum
ekki fyrr komin framhjá þeim, en billinn
okkar fer að haga sér eitthvað undarlega.
Ég held strax, að eitthvað hafi bilað I
stýrisútbúnaðinum, en þá sé ég að Namik,
brosandi út að eyrum, er bara að leika sér
að aka i krókum hliðanna á milli á vegin-
um, jafnframt þvi að hann eykur hraðann
og snögghemlar svo skyndilega.
ískur I hjólbörðum heyrist fyrir aftan,
þvi uppátæki Namiks hefur neytt bilstjóra
hinsbilsins til að snögghemla lika. Billinn
rennur út á hlið og um leið geysist annar
bill framhjá, hægra megin við okkur, utan
vegarins!
Namik opnar dyrnar og ætlar að
stökkva út, en Olcayto segir nokkur orö