Heimilistíminn - 26.06.1975, Síða 12

Heimilistíminn - 26.06.1975, Síða 12
PILOT ÞAÐ byrjaði allt saman i Edinborg, þar sem tónlist hefur alltaf verið I há vegum höfð. David Paton og Bill Lyall hittust i Craighall-stúdióinu, þar sem •Bill starfaði sem tæknimaður. Þeir fé- lagar höfðu samiö nokkur lög saman og nú ætluðu þeir að taka þau upp á band. Til aö gera þetta svolitið tilþrifa- meira fengu þeir trommuleikarann Stuart Tosh með sér og þegar fyrsta plata þeirra „Just A Smile” og ,,Dont speak Loudly” flaug þegar upp á vin- sældalistann skozka, ákváðu þeir að halda áfram saman. En hvað átti svo hljómsveitin að heita? Þeir byrjuðu á upphafststöfun- um Ur Paton, Lyall og Tosh — PLT — og til að auðvelda svolitið á þessu framburðinn bættu þeir I og O inn i og þar með var PILOT orðin til. Næsta plata var „Magic” og „Just Let Me Be” og hún fór einnig beint inn á vinsældalistann. Eftir það kom I-ið i nafninu til sögunnar, Ian Bairnson, gitarleikari. Hann var fenginn til að fylla Ut i eyðu, sem þeim félögum fannst vera i tónlist sinni og hann var meira en fús til að fastráða sig hjá Pilot, þegar þeir fóru i 25 daga hljóm- leikaferðalag um áramótin með Sparks. Nú er komin LP-plata með þvi skemmtilega nafni „Form the Album Of The Same Name” Pilot byrjuðu vel og allt Utlit er fyrir að velgengni þess- ara skozku pilta haldi áfram. Stuart Tosh, trommuleikarinn er fæddur 26. september 1951 i Aberdeen. Hann stundaði áður húsgagnasölu, en hefur kennt sér tónlistina sjálfur. David Paton, bassagitaristi er fædd- ur 29. október 1951 i Edinborg. Hann er læröur vélvirki, en starfar lika sem mjólkurpóstur og rafvirki. Ian Baimson, sólógitar er fæddur 3. ágúst 1953 á Shetlandseyjum. Hann hefur spilað siðan hann var sex ára, þvi það var ekkert annað að gera á eyjunum. Bill Lyall er fæddur 26. mars 1953 I Edinborg. Hann er hljóðtæknimaður hjá Craighall og hefur kennt sér tón- listina að mestu sjálfur. Hann leikur á pianó, flaugu og stjórnar synthesizer hjá Pilot. 12

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.