Heimilistíminn - 26.06.1975, Side 26

Heimilistíminn - 26.06.1975, Side 26
litið rólegar og láta bara gera einn hlut i einu, skal ég reyna að fá Asanornina — eða tröllið, til að yfirgefa höUina. En fyrst verð ég að ljúka við að bursta þessa skó og svo verður annar og fægja handföngin og sá þriðji skeifur hestanna. Prinsessan lofaði þvi. Hún var orðin svo hrædd um að lenda i klóm illþýðisins, að hún hjálpaði meira að segja skóburstaranum að fægja sið- asta skóparið. — Jæja, nú sjáum við til, sagði hann alvarlegur. — Ég held, að Asi sé þarna inni i kústaskápnum og nú skal hann út. — ó i guðsbænum farðu var- lega, sagði hún og lagði hönd- ina á handlegg hans. Hann brosti hetjulega og gekk að dyrunum. Andartak stóð hann kyrr, en þreif svo upp hurðina og hvarf inn. Á næsta andar- taki heyrðust dómadags ólæti út úr skápnum, það glumdi i fötum og kústum, það heyrð- ust óp og óhljóð og loks þyrlað- ist rykmökkur út um dyrnar og siðan kom skóburstarinn i ljós. — Það var rétt með naumindum að ég gat komið þessu hyski út, sagði hann og stundi þungan af erfiðinu. — Sástu ekki rykmökkinn sem var á hæla honum? En nú erum við sem betur fer frjáls og getum tekið þvi rólega. — Ó, þakka þér fyrir, hvisl- aði prinsessan og áður en hann vissi af, smellti hún kossi á vanga hans. Upp frá þessu varð allt sallarólegt i höllinni, allir gátu gert það sem þeir áttu að gera og prinsessan sjálf var róleg- ust og bezt af öllum. Kóngur og drottning urðu frá sér num- in af gleði og veltu fyrir sér hver ætti nú að fá hálft kóngs- rikið. 26 — Það verður að vera skó- burstarinn, sagði prinsessan. — Hvað þá? Skóburstarinn? hrópaði konungur. — Já, svaraði hún. — Það er hann sem hafði nægan kjark til að fleygja Asa-illþýðinu út úr höllinni. ó, hann var svo hugrakkur. — Jæja, jæja, sagði konung- ur. — Já, þá verður hann vist að fá hálft kóngsrikið. En getur hann stjórnað því? Prinsessan brosti. — Ef ég verð konan hans, þá gengur það ágætlega, svaraði hún. Það var rétt hjá henni, þvi nú var hún ekki Lafmóð prins- essa lengur, sem þurfti að láta gera alla hluti á sama tíma. Þess vegna var það að allir höfðu góðan tima til að undir- búa brúðkaupið, sem haldið var skömmu seinna. 1. Hvaöhafa margir forsetar Banda- rikjanna veriö myrtir? 2. Tvö mikil tónskáid fæddust 1685. 3. Hvaö er fjóröa vfddin? 4. 1 hvaöa riki er Accra höfuöborg? 5. Hefur simpansinn skott? 6. Hvað var sérkennilegt viö Utlit Mídasar konungs? 7. Hvaö stóö hundraö ára stríðið lengi? 8. Eftir hvern cr sagan „Sivagó læknir”? 9. Hvar hafa páfar haft aðsetur ann- ars staöar en i Kóm? 10. Hvað eru margir deplar á tcningi? Hugsaöu þig vandlega um — en svörin er aö finna á bls. 39. h£Hcið AÍG&f/M 11111 — Mér líkar ekki hvernig bankastjór- inn hlær aö ávisuninni, sem pabbi gaf okkur. Af hverju eru bara myndir á þinum ilum?

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.