Heimilistíminn - 05.10.1978, Síða 14
Bergdís Bjarnadóttir I Hveragerði
hlaut verðlaunin
í leitinni að týndu öndunum
Fyrir mánuði nánar tiltekið
i Heimilis-Timanum 31. ágúst
siðast liðinn birtist felumynd i
Föndurhorninu. Myndin var af
þremur dvergum* sem stungu
saman nefjum heldur súrir á
svip, þar sem þeir höfðu týnt
öndunum sinum. Krakkar
voru beðnir um að leita að
öndunum mála þær og senda
þær svo til Föndurhornsins.
Þátttakan var býsna góö. Alls bárust
um eitt hundraö bréf, alls staðar að af
landinu. Flest bréfin munu reyndar hafa
verið ur Reykjavik en þar næst úr Arnes-
14
sýslu. Annars voru einhver bréf Ur öllum
sýslum landsins. Þaö er þó næsta undar-
legt að fá bréf bárust af Austfjöröunum,
og heldur ekki mörg af Vestfjörðum.
Eitt er verraogþaðerað ótrúlega mörg
börn sendu bréf en gleymdu að skrifa nafn
sitt og heimiiisfang á teikninguna eða á
miða með og þess vegna var ekki hægt að
hafa þau með þegar farið var aö velja
sigurvegarann.
Ekki kom öllum saman um það hversu
margar endur dverganna væru. Flestir
höfðu þó fundið tuttugu endur en einhver
reyndar tuttugu og eina. Var hvort
tveggja látiö gott heita þar sem ekki var
alveg vist hvort sú tuttugasta og fyrsta
var f raun og veru önd.
Og svo komum við að lokum aö þvi
þýðingarmesta og það er að birta nafn
sigurvegarans. Ljósmyndari Timans, Ró-
bert, brá sér heim til Gauta Hannessonar
sem ritstýrir Föndurhorninu og þar dró
Þórarinn Bjarnason 11 ára gamall eitt
nafn úr bunkanum. Upp kom nafn Berg-
di'sar Bjarnadóttur, Kambahrauni 9, 810
Hveragerði. Bergdis er 11 ára gömul og
höfum við sent henni bókina Dýrín hans
Alberts Schwitzers i verölaun. Bókin er
eftir Jean Fritz en séra Sveinn Vikingur
islenzkaöi hana.
Við óskum Bergdisi til hamingju!
Ennfremur þökkum við öllum þeim,
sem þátt tóku I þvl að leita að týndu önd-
unum og vonum að þið hafið haft svolitið
gaman af þessum leik.
fb
*