Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 20
Eitt sinn fékk brezka sjón- varpið leyfi til þess að taka sjónvarpsþátt sem nefndist Dagur í lifi Elizabethar drottningar. Það var gert skömmu áður en hún átti að fara i eina af sínum mörgu opinberu heimsóknum til eins af samveldislöndunum. Meðal þess, sem sást i myndinni, var drottningin og einn hriðmaður hennar að velja skartgripi til fararinnar. Innihaldi nokk- urra stórra skartgripaskrina var hellt á borð. Drottningin valdi úr hringa, hálsmen, spangir og glitrandi skart- gripi. Við og við staldraði hún við einhvern hlutinn og sagði við hirðmanninn: — Höfum viö einhvern ttaa notaö þetta áöur? Elizabeth er oft kölluö rfkasta kona heimsins. En hiin veit ekki einu sinni sjálf 20 Elizabeth Breta- drottning — enginn veit hversu miklar eignir hennar eru i raun og veru. Juliana drottning á hlutabréf og landeign- ir fyrir utan alla dýr- gripina. Kannski hún sé rikasta kona heims. IBarbara Hutton var einu sinni „rikasta stúika heims”. hversu miklar eignir hennar eru. Hún hefur yfir aö ráöa t. d. skartgripum, sem myndu fylla margar feröatöskur. Enginn hefur metiö þessa skartgripi til fjár og þess utan er ekki hægt aö segja til um hvaö af þessu hún á sjálf og hvaö i raun- inni tilheyrir brezka rikinu. Sama er aö segja umlistaverkasafn hennar. Hún á aö minnsta kosti ein tuttugu Rembrandt og Leonardoda Vinci-málverk og ótal önnur verömæt málverk. Listaverkasafniö er ótryggt en sagt er aö þaö sé aö minnsta kosti 80 milljaröa króna viröi. I búi henn- ar er einnig stærsta frimerkjasafn i heimi og fimm tonn af gullboröbúnaöi svo nokk- uö sé nefnt. Sjálf á drottningin hallirnar Sandring- ham og Balmoral en Buckingham Palace og Windsor Castle eru i eigu rikisins og þar aö auki fjórar aörar konunglegar hallir. Ekki má drottningin selja skartgripi krúnunnar og heldur ekki gullborö- búnaöinn né málverkin. Sandringham og Balmoral mættihúnselja en heldur er tal- iö ólfklegt aö kaupendur fengjust, þar sem rekstur hallanna gengur vægast sagt erfiölega. En drottningin er sögö „tröllrik”, og er þá átt viö þaö, sem hún meö sanni getur kallaö sinar eignir. í byrjun sjöunda ára- tugsins var reiknaö út aö einkaeignir hennar næmu um 70 milljöröum króna en siöan komstþingnefnd sem kannaöi máliö aö þeirri niöurstööu aö liklega væri þetta varlega áætlaö. Var þá bætt viö upp- hæöina nokkrum milljónatugum ef ekki enn meiru. Þá má geta þess, aö drottningin er á launum sem slik, en samkvæmt þvi sem hinn málglaöi maöur hennar, Filippus prins, sagöi eitt sinn I bandarisku sjón- varpsviötali, þá étur veröbólgan upp stór- an hlut af launum drottningarinnar ár hvert.Launhiröfólks voru hækkuö mikiö I ársbyrjun 1975 en drottningin varö sjálf ■iaö taka á sig mikinn hluta hækkunarinn- ar. Fegurðardrottningin Elizabeth drottning hefur erft allan sinn auö en önnur rik kona sem telst I hópi tiu rikustu kvenna heims hefur komizt yfir auöæfin meö öörum hætti. Sú sem hér um ræöir er Imelda Marcos, eiginkona Ferdi- nanad Marcos forseta Filippseyjanna. Hún var komin af alþýöufólki, þegar hún áriö 1954 var kjörin ungfrú Filippseyjar og eftir þaö krækti hún I forsetann, Ferdinand Marcos og hann gekk aö eiga hana eftir aö hafa þekkt hana 1 11 daga. Þau hafa i sameiningp fært sér I nyt aö- stööu hans sem forseta til þess aö raka saman auöæfum. Ekki hafa allar aö- feröirnar veriö eins og bezt væri á kosiö aö þvi er sagt er. Imelda er 56 ára gömul og hún lætur sér ekki flökra viö aö fljúga til Parisar til þess eins aö kaupa nokkra hatta eöa þá hún tekur á leigu þotur og fer

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.