Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 24
einhvern tima verið fallegur. Hann hafði litið á
myndina af Juliu Fonsell i flýti og einnig á
myndina af Lizu, og sagt, að þær væru nokkuð
góðar. Eftir það hafði hann setið svo til algjör-
lega þegjandi i tvo tima. Seint um kvöldið hafði
hann farið að tala um nokkra nýja franska
málara, sem enginn nema Paul hafði heyrt á
minnzt. Hann hafði kallað þá impressinista og
sagt að þeir máluðu sólina með titrandi geisl-
um. Hvað svo sem hann gat nú átt við með þvi.
Svo hafði hann sagt, að hann væri að hugsa um
að fara aftur til Parisar. Það var rétt eins og
hann væri að hugsa um að leggja af stað yfir
Atlantshafið á sama augnabliki, þar sem hann
reis á fætur og kvaddi og fór.
Paul hafði ekki nefnt einu orði, að hann væri
að hugsa um að fara frá Sag Harbor, heldur
kom eins og hann hafði alltaf gert á hverjum
miðvikudegi. Hann hafði verið sjálfsagður
gestur i jólaveizlunni og ég gat ekki fundið, að
nokkur spenna rikti milli hans og Jasons. Nei,
þetta höföu verið ánægjuleg jól, þau beztu i lifi
minu. Og ég hefði verið enn þá hamingju-
samari, ef litla feitlagna konan i Green
Corners heföi verið hjá okkur. Jason haföi leyft
mér að fara að heimsækja móður hans með
Lizu og ég hafði beðið hana að koma og vera
hjá okkur um jólin. En hún sagði fast og ákveð-
ið:
— Nei, Irene. Það félli Jason ekki, hvað svo
sem hann nú annars segir. Hann myndi vera
hræddur um, að ég hitti fólk, sem særði mig....
En einhvern tima seinna, kannski....
Einhvern tima seinna, þegar Jason væri orð-
inn áhrifamikill maður i bænum og enginn gæti
sært konuna, sem hafði fætt hann i þennan
heim.
Ég hvarf aftur til nútimans og horfði á Jason,
sem sat við hlið mér i vagninum. Dökkt og
hörkulegt andlit hans hafði mýkzt mikið að
undanförnu, og það var kominn nýr glampi i
grá augun og það var greinilegt að hann var
fullur af lifslöngun og hamingju.
— Jason, gætum við ekki boðið einhverjum
heim til okkar? Svona sex eða sjö pörum?
— Fljótlega, áttu við?
— Já, Liza þarf að fá ieikfélaga, og það væri
skemmtilegt, ef við.... ef við reyndum að
kynnast einhverjum foreldrum svolitið nánar.
Ég vissi hvað ég var að gera, þegar ég dró
Lizu inn i umræðurnar. Jason var óskaplega
hrifinn af litlu dóttur minni, og yfir þvi gladdist
ég mest af öllu. Hann sat þögull stutta stund og
24
horföi beint fram fyrir sig. Svo sagði hann:
— Gætum við ekki beðið þar til sykurhreins-
unarstöðin hefur tekið til starfa? Þá held ég að
ekki verði erfitt að ná sambandi við fólk. Allur
bærinn mun hafa gagn af þvi. Fonsell og
Haverly munu ráða til sin heilan hóp fólks...
Hann þagnaði aftur og sökkti sér niður i
hugsanir sinar. Svo hélt hann áfram. — Þegar
ég var aðeins fáum árum eldri en Liza er i dag
og átti að byrja i skólanum hélt ég að ekkert
væri betra en að vera af Fonsell-ættinni i Sag
Harbor. Hann beit saman tönnunum og veifaði
svipunni yfir hestunum.
— ó, i skólanum.... Hefur þú nokkra hug-
mynd um, hversu grimmir litlir drengir geta
verið, þegar þeir hafa gert sér grein fyrir þýð-
ingu orðsins lausaleiksbarn? Þar til ég var tólf
ára leið aldrei sú vika, að ég gæfi ekki ein-
hverjum á kjaftinn eða einhver lemdi mig. Eg
vildi samt ekki fara héðan, ekki einu sinni,
þegar ég var orðinn nógu stór til þess að gera
það. Ég var Fonsell og þetta var minn bær,
hvað svo sem gerðist.
Loks skildi ég manninn, sem ég hafði gifzt,
manninn, sem ég var farin að meta svo mikils.
Það var ekki löngun i vald og rikidæmi, sem
haföi knúið hann áfram. Hann elskaði bæinn og
hann vildi að hann yrði elskaður á móti. Ég leit
undan, svo hann sæi ekki, að það komu tár i
augu min. Og svo sagði ég lágt.
— Eins og þú vilt, ástin min. Mér tókst að
jafna mig, og snúa mér að honum aftur. —
Veizlan getur beðið. Ég vildi lika gjarnan mála
húsið áður en af henni verður. Það er svo ósköp
illa farið.
—Það er vel hægt, sagði Jason og leit snöggt
til min, og virtist hugsa sig um eugnablik, en
sagði svo: Liður þér enn illa i húsinu?
— Mér hefur liðið ágætlega þar undanfarna
mánuði.
— Það hefur mér gert lika, ástin min, en það
breytir ekki öllu, fær mann ekki til þess að
gleyma þvi, sem þar hefur gerzt.
Nei, hann hafði sannarlega á réttu að standa.
Það kom enn fyrir, að ég hugsaði um visinn
likama frænku minnar fyrir neðan stigann, eða
þá um moðringja Julíu Fonsell, andlitslausan,
nafnlausan og ég sá fyrir mér hvernig hann
reiddi vopnið i tunglskininu þetta kvöld fyrir
svo löngu siðan.
— Mér hefur heldur aldrei likað þetta hús,
sagði Jason allt i einu. — Ekki aðeins vegna
alls þess, sem þar hefur gerzt, heldur vegna