Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 28
Ráð undir rifi hverju Góð ráð varðandi kerti III Kertí sem ekki leka Hægt er aö koma i veg fyrir að kerti renni niður með þvi að leggja þau 1 saltvatn um stund. Notið tvær mat- skeiðar af salti fyrir hvert kerti og hæfilega mikið vatn til þess að yfir fljóti. Einnig er gott að geyma kerti nokk- urn tima i frystikistunni áður en þau eru notuð. Þá eiga þau ekki aö renna eins mikið niður. Að hreinsa kertastjaka Ef þú þarft aö hreinsa kertastjaka sem allur er ataður Ut i vaxi er gott að stinga honum I frystikistuna i nokkra klukkustundir. Þá á vaxið að losna auöveldlega af honum á eftir og ekki þarf að skrapa hann eða skemma á nokkurn hátt. Einnigáaðveraauöveltaðláta heitt vatn renna á stjakann, hjá okkur, sem nóghöfum af heita vatninu og þá renn- ur vaxiö af. Þetta getur þó orðiö til þess aö stifla vaskinn ef ekki er farið varlega. Hreinsiö kertin Strjúkið yfir þau meö bómull sem vætt hefur verið i spritti. Látið kertin passa i stjakann Ef kertin passa ekki i stjakana er stundum hægt að bæta Ur þvi meö þvi að halda þeim niðiri I heitu vatni, þar til endinn er orðinn hæfilega mjúkur til þess að hægt sé að stinga honum i stjakann. Héöan i frá vil ég fá marineraðar ferskjur, sultaða mangóávexti og chilisósu á fuglafæðið. 28 Börn með krabba Framhald af bls. 5. mál. Þaö eru krabbameinsfélögin sem greiöa hjúkrunarfræðingnum laun henn- ar. — Aðstandendur barna með krabba- mein þurfa mjög á nánu sambandi aö halda við starfsliö sjúkrahússins. Þeir þurfa aö geta leitað til einhvers og rætt við hann um vandamál sin. Þar við bætist svo að ég er nokkurs konar tengiliöur milli lækna og fjölsyldnanna. Ég þarf mikiö aö gera til þess að veita fólki styrk en einnig aö gefa þvi upp- lýsingar og ráðleggingar um, hvað rétt sé að gera i sambandi við sjúkdóminn og fræöa fólkið um hann. Eftir að sjúklingur þarf ekki lengur aö liggja hér inni á sjúkrahúsinu kemur hann þó fjarnan hingað til þess að fá lyf sprautur og álika. Mér er auk þess ætlaö að fara heim á heimilin þar sem þaö er landfræöilega mögulegtog ég er i svokölluöum foreldra- hópum auk félagsráögjafa. — Ekki er hægt að bera þessa stöðu saman við stööu venjulegrar hjúkrunar- konu eða hvað? — Þaö er min skoðun að þetta sé raun- verulega hjúkrun, hjúkrun sem er bæöi á andlegu og llkamlegu sviöi. Það þyrfti áreiöanlega að taka upp þessi tengsl varðandi aðra króniska sjúkdóma sem börn veröa fyrir. Ástæðan fyrir þvi aö byrjað var með stöðu varðandi krabba- meinssjúklinga,er sú að krabbamein(sér- staklega þegar börn fá þaö,hefur lengst af verið algjörlega vonlaust i augum fólks. Þess vegna er óendanlega mikil þörf á sáluhjálp. — HjUkrunarfólk sem sinnir börnum með krabbamein er I nokkuð annarri aö- stöðu heldur en það sem sinnir fullorðnum meö krabba. Þá er vandamáliö hversu mikið sjUklingurinn á að fá að vita,en sé um börn að ræða, er þaö þá ekki, hvað segja á aöstandendum? — Það er rétt. Við reynum heldur ekki aö leyna aðstandendur neinu. Það er skoðun okkar, að það sé aöstandenda að skera úr um það hversu mikiö börnunum er sjálfum sagt. Fyrir kemur aö hjá okkur eru börn innan við eins árs aldur og þá liggur 1 hlutarins eðli að þá skilja þau ekki mikiö. Þá er samband sjúklingsins og hans nánustu einstaklega þýöingarmikið. Þegar börn eru svo oröin eins, tveggja eöa þriggja ára þarf ekki mikiö aö gera til þess að gera þeim skiljanlegt að þau veröa að fá sprautu t.d. þrisvar sinnum á dag. — Viö segjum, aö foreldrarnir eigi að ákveða hversu mikiö barniö fær að vita og viljum helzt aö þeir segi þá frá þvi sjálfir Þó kemur oft fyrir að foreldrarnir biöja okkur aö skýra frá þvi hvað er að gerast segir Ruth Main Nomme. Þfb 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.