Heimilistíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 20
— Ungfrú Jenny, sagöi Sid kurteislega fyrir
aftan mig. — Þetta er ekki iUgresi, heldur fall-
eg blóm.
Ég leit skömmustuleg á það, sem ég hafði
verið að rifa upp úr moldinni.
— Við ættum kannski að hætta i dag, Sid,
sagði ég. — Það er eiginlega orðið of heitt til
þess að hægt sé að vinna.
— Já, sagði Sid, og bætti við fullur löngunar:
— Heldur ungfrú Jenny, að Quentin geti bráð-
um farið að leika við mig aftur?
— Það vona ég, Sid, sagði ég og brosti
hressilega til drengsins.
Um kvöldið leyfði Charlotte meira að segja
Quentin að borða matinn með okkur. Hitinn
var þjakandi, og ég hafði litla matarlyst.
Rowena tók eftir þvi, og spurði, hvort mér liði
ekki vel.
— Það er bara hitinn, sagði ég, og ýtti disk-
inum frá mér.
— Ég hef vist verið of mikið úti i sólinni I
dag.
Rowena flýtti sér að segja: — Þér ættuð ekki
að vinna svona mikið i garðinum ungfrú
Prentice.
— Mér þykir gaman að vinna úti, svaraði ég
þrákelknislega. Og svo gerir Sid allt það erfið-
asta.
— Já, úr þvi að minnzt er á Sid... sagði frú
Barclay og tók stjóm samtalsins i sinar hend-
ur. — Ég sá hann með bók úr bókasafninu okk-
ar nú fyrir nokkrum dögum. Er það ekki
ónauðsynlegt? Hann kann nú vist ekki að lesa,
eða hvað?
— Jú, það kann bann, sagði ég áköf og
gleymdi að gæta min, vegna þess hve stolt ég
var yfir nemanda minum. — Hann er mjög
fljótur að læra, hvað sem er.
Mér brá allt i einu, og ég þagnaði. Frú Bar-
clay varð hörkuleg á svipinn, og andlit hennar
varð eins og ismoli. Svo sagði hún ósköp mjúk-
lega:
— Ég er viss um, að John myndi ekki falla
þetta. Þér voruð vist ráðin hingað til þess að
kenna Quentin, en ekki börnum þjónustufólks-
ins. Þér eruð tæpast búnar að gleyma þvi?
Hvemig á ég að gegna skyldustörfum min-
um, hugsaði ég full mótþróa, ef hún leyfir ekki
Quentin að koma I kennslustundimar? í þetta
skiptið hafði ég ákveðið að hafa stjóm á mér.
* Ég spennti greipar undir borðinu, til þess að
hún sæi ekki, hvað hendur minar titmðu, og
svo reyndi ég að segja eins rólega og ég gat:
— Við skulum biða þar til hr. Barclay kemur
heim, og láta hann skera úr um þetta.
Ég heyrði hvernig Rowena greip andann á
lofti, og varð hrædd. Frú Barclay reis á fætur,
og ofsareiði skein úr augum hennar, þegar hún
horfði á mig.
— Við látum hr. Barclay gera út um þetta,
komdu Quentin.
Drengurinn reis hægt á fætur, og leit undr-
andi til min, en fylgdi svo frænku sinni út úr
herberginu. Ég var viss um, að hann hefði vilj-
að halda áfram að læra, en hann var hins veg-
ar of stoltur til þess að viðurkenna það. Það
hlaut að vera leiðinlegt fyrir dreng á hans aldri
að láta gæta sin á þennan hátt.
Rowena flýtti sér út á eftir þeim, eins og hún
væri hrædd við að verða ein eftir með mér. Ég
eyddi kvöldinu i ljóðalestur.
Það var i rauninni mjög gott að fá að vera ein
með sjálfri sér svolitla stund.
Um tiu leytið lagði ég frá mér bókina og
ákvað að fara i gönguferð um garðinn, áður en
ég færi i rúmið. Ég gekk hægt eftir stígunum,
en máninn lýsti upp umhverfið allt um kring.
Ég nam staðal og horfði til baka til Fernwood
Hall. Húsið virtist næstum óraunverulegt I
náttmyrkrinu en um leið svo fallegt.
Mikið verður leiðinlegt að þurfa að yfirgefa
þennan stað hugsaði ég með mér, sorgbitin. Ég
var viss um, að John Barclay myndi senda mig
i burtu, þegar hann kæmi aftur og hefði fengið
að heyra ásakanir mágkonu sinnar I minn
garð. Hvað ætti ég að segja, þegar hann færi að
tala um, að ég hefði ekki sinnt skyldustörfum
minum? Það yrði áreiðanlega erfitt að fá aðra
vinnu. Og þá var ekkert annað eftir en hverfa
til Agnesar frænku hversu illa sem mér féll að
þurfa að biðja hana um fjárhagslega aðstoð.
Ég var komin út að enda gangstigsins, og
varð allt i einu ljóst, að ég hafði farið lengra en
ég hafði ætlað mér I byrjun. Ég stóð við inn-
ganginn að trjágarði Celiu. Tunglskinið lék um
garðhúsið, en hér og þar féllu skuggar trjánna
á súlurnar, sem héldu uppi húsinu.
Nú eins og alltaf áður, þegar ég horfði á þetta
hús, varð mér hugsað til Celiu Rougier. En
myndin, sem ég hafði gert mér af henni, sem
saklausu fórnarlambi örlaganna fór nú smátt
og smátt að breytast. Mér var hugsað til þess,
hvernig Rowena hafði lýst henni, og slðan til
þess, sem Giles hafði sagt. En hefði Celia nú I
raun og veru verið sú, sem þau sögðu.köld,
harðbrjósta, ævintýrakvendi — hvers vegna