NT - 17.05.1984, Blaðsíða 8
■ Maður er nefndur Ásgeir Jónsson. Hann er
Akureyringur í húð og hár. Hann er þekktur
fyrir song sinn með hljómsveitinni Bara-
fiokknum, og hann gerir meira en að syngja,
því hann semur bróðurpartinn af lögum hljóm-
sveitarinnar og flesta texta.
Bara-flokkurinn fæddist í stormviðrum
pönksins eða nýbylgjunnar. Öidurótinu frá
breska pönkstorminum tók að skola á land í
norðlenska höfuðstaðnum upp úr 1977, og
allt árið 1978 var þar mikil gerjun í tónlistar-
lífi. Það var lítili hópur m anna sem tók sig til
og hóf miklar pælingar og var undirritaður
reyndar í þeim hópi. Eg hélt þá til í lítilli íbúð
við Hafnarstræti, sem brátt var miðstóð þessa
hóps, og þar var mikið spilað á kassagítar,
hlustað á Sex Pistols, Stranglers og fleiri
hljómsveitir. Staðurinn fékk nafnið Rauða
torgið, og þar komu m.a. við sögu Ásgeir,
Steinþór, síðar bassaleikari í Fræbbblunum
og gítarleikari í Q4U, og Bragi Halldórsson,
sem nú teiknar myndasögur í DV.
Þetta var upphafið að mikilli virkni í nýbylgju-
tónlist á Akureyri, og þegar ég fór síðast
norður voru 6 eða 7 hljómsveitir starfandi auk
Bara-flokksins. En látum okkur heyra hvað
Ásgeir hefur að segja.
- Hvenær ertu fæddur? áhritum vogarinnar. Ég er
„22. nóvember, á mörkum fæddur á Fjórðungssjúkrahús-
sporðdreka og bogamanns. inu á Akureyri.“
Mér er sagt að ég sé undir - Æska og uppvöxtur?
„Ég var baldinn í æsku.
Skólaganga var þannig að
kennaramir segja mér að ég
hafi verið leiðinlegur nemandi.
Mér var hent út úr tímum
ö.s.frv. En þeir segja samt að
þeim hafi þótt vænt um mig.
Það taldist mjög ólfklegt að ég
yrði músíkant, því að í æsku,
frá 10-12 ára aldri teiknaði ég
mikið og var í myndiist. Fað
urðu allir hissa þegar ég fór út
í músík.“
- Hvenær gerðist það?
„Þegar ég var 16 ára. Ég hef
að vísu alltaf haldið mig við
teikninguna og mála líka mikið
í frístundum."
- Hvað kom til að þú snerir
þér að músík?
„Ég veit ekki hvort til er
skýring á því. Músík varðmér
allt í einu allt og ég fór strax að
semja lög og hafnaði öllum
kópíeringum. Þá var mýgrútur
af svoleiðis grúppum. Maður
lenti strax upp á móti því. Ég
byrjaði svo með Bara-
flokknum, hann var fyrsta
bandið sem ég byrja að starfa
í og hef gert síðan, og er núna
einni upprunalegi meðlimur-
inn.
Ég byrjaði þegar ne\v wave
var í fæðingu, tók ekki þátt í
fyrsta pönkinu. Maður gengur
beint inn í new wave-tónlistina
ogþað varðstrax mín músík.''
- Hvernig fæddist Bara-
flokkurinn?
„Hann fæddist sem 8 manna
band árið 1978. Við störfuðum
saman í tvo mánuði. Þetta var
samsafn af þeim artistum sem
þá voru að gera eitthvað af vitfij
á Akureyri, fólk með sína
eigin músík. Meöal þeirra voru
Steinþór síðar bassaleikari í
Fræbblunum og Bragi
Halldórs, einnig Gunni Þor-
steins. Það vöru allir með mý-
grút af hugmyndum og menn
komu sér ekki saman. Þetta
endaði með því að við komum
aldrei fram. Allir sem voru
með þá eru hættir í músík
nema ég og Steinþór. Þetta var
létt band, menn komu saman í
svona goody fylliríshúmor."
- Síðan hefur bandið
braggast?
„Já, fyrst og fremst vegna
þess að ég ákvað að halda
áfram. Ég var hissa á því hvað
fólk gafst fljótt upp. Ég hóf leit
aðtónlistarmönnum til aðspila
undir hjá mér. Ég fann svo þá
Balla bassaleikara, Óla Magg
og Árna Henriks, og það varð
úr því svo gott samstarf að það
varð óréttlátt að hafa þetta
bara bakgrunnsband fyrir mig.
Óli datt svo út. Okkur hafði
alltaf vantað hljómborð, og ég
vildi líka hætta að spila á gítar
og einbeita mér að
söngnum.Svo fundum við
bræðurna, þá Jón og Þór.“
- Hvaðan komu þeir?
„Þeir komu úr dansiballam-
úsíkjnni. Þeir voru að æfa á
sama stað og við, við æfðum í
Lundaskóla á Akureyri og þeir
voru að æfa hinum megin á
ganginum. Grjótnemar hét
bandið, og er auðvitað augljóst
hvaðan nafnið kemur (grjót-
numdir, bergnumdir). Þeir
vildu sleppa þaðan og vinna
frumsamda músik. Þá vorum
við Þór búnir að vera haturs-
menn í mörg ár. Við urðum
fljótlega perluvinir og höfum
verið síðan. Við þetta kom
annar tónn í bandið, hljóm-
borðin komu inn og Þór á
gítrarinn, en að mínu viti er
Þór einn af bestu gítarleikur-
um hérlendis."
„Við höfðum, áður en þessi
breyting gerðist, verið að þró-
ast út í einhverja hundleiðin-
lega wet-coast-tónlist. En það
breyttist allt. Við fórum svo að
vinna að fyrstu plötunni, og
við settum okkur ákveðið
markmið fyrir þá plötu, alveg
eins og allar hinar. Á fyrstu
plötunni varþað rokk, oriental
bít fyrir aðra plötuna og funky-
soul bít fyrir þá þriðju. Og ég
hugsa að næsta plata verði
unnin með svipuðum hætti.“-
- Hvað leið langur tími
þangað til þið komust á
samning?
„Bræðurnir koma inn vetur-
inn ’80-’81 og við fórum svo á
samning hjá Steinum vorið ’81.
Við vorum þá búnir að velta
efninu, sem við höfðum, dálít-
ið lcngi fyrir okkur. Við vorum
með 9 laga prójekt og af því
sendum við á demói 6 lög til
Steinars, og hann varð svo
hrifinn af því að hann ákvað að
hafa þetta 6 laga skífu, sem var
svolítil áhætta þá. Þessi skífá
varö meir kynning á bandinu
en nokkuð annað.
Við settum sem skilyrði að
fá einn Þursanna sem pródús-
er. Við höfðum frétt af því að
einn Þursanna væri virkur í ..
störfurr^ og það var
Tómas. Þá var hann að pródús-
era Pláguna hans Bubba. Síð-
an höfum við haldið honum.
Það er orðinn mikill vinskapur
milli okkar og hans. Við höfum
svipaðar hugmyndir, og sam-
starfið gengur vel. Við erum
heldur áreiðanlega ekki
skemmtilegasta grúppan til að
vinna með, frekir ogsérvitrir.”
- Hvernig hafiði farið að því
að starfa svona lengi saman?
„Ég veit það ekki. Þegar við
vorum að byrja þá fengum við
vissa andúð í heimabænum,
þetta var gamla sagan, enginn
verður spámaður í sínu föður-
landi. Þetta styrkti okkur.
Samstarfið hefur alltaf verið
mjög gott. Ég veit ekki hvað
veldur þessu, ég held að það
séu bara góðir víbrarar í
hljómsveitinni. Við höfum
haldið vel saman, t.d. í ferðum
til Reykjavíkur, og það hefur
skapað móral sem maður finn-
ur varla hjá öðrum hljómsvei-
tum. Við hittumst ekki bara á
æfingum eins og flestar aðrar
hljómsveitir, heldur höldum
vel saman utan þess.“
- Heldurðu að langlífi
hljómsveitarinnar sé því að
þakka að þið hafið alltaf starf-
að á Akureyri?
„Ég held að ef við hefðum
flutt strax hingað í byrjun vær-
um yið ekki sama band.
Menii eru orðnir miklu stað-
fastari núna, svo að við stefn-
um að því að flytja suður
Bara-flokkurinn.
fljótlega. Þegar kominn er ein-
hver farvegur þá eru menn
öruggari.
Þó svo að bandið sé þétt þá
er ekkert því til fyrirstöðu að
við vinnum utan við Bara-
flokkinn, og ég stefni að því aþ
gera tvö prjójekt sem síðar
koma í ljós.“
- Hvaðan koma áhrifin í
tónlist ykkar?
„Ég veit ekki hvort rétt er að
skilgreina það því að áhrifa-
valdarnir eru svo margir. Það
er enginn sérstakur artisti sem
við tökum okkur til fyrirmynd-
ar. En rythma blús var lagður
til fyrirmyndar fyrir fyrstu
■ Ásgeir bendir á mikilvæga staðreynd á
hljómleikum.
plötuna, japönsk koto- oggeis-
hu músík fyrir aðra. Eg er
sjálfur alæta á tónlist.”
- Ertu aldrei í vandræðum
með að semja lög?
„Ég sem lítið af fullklár-
uðum lögum, heldur á ég á
lager fullt af ómótuðu efni.
Svo ef ég dett niður á eitthvað
konsept þá fer ég með það á
æfingu og við útsetjum það
saman. Eg sem á gítar og
hljómborð.”
- Eru textar mikilvægir hjá
þér?
„Ég hef ekki gaman af að
semja texta. Maðurgetur sam-
ið hvaða bull sem er sé maður
ekki mjög óryþmískur. Ég hef
alltaf vérið að leita mér að
íslenskum textahöfundi sem ég
gæti fengið sem samstarfs-
mann, en það hefur ekki tekist
ennþá. En ég er samt líklega
búinn að finna mann sem verð-
ur kannski með á næstu plötu.
Ég vanda mig ekki við texta,
er miklu meiri músíkant en
ljóðskáld. Þó að það sé slæmt
að vera með prójekt sem er
vandað að öllu öðru leyti en
því að það eru slappir textar.“
- Hvernig hafið þið farið út
úr samstarfinu við Steinar?.
„Við höfum farið vel út úr
því. Við erum uppáhalds-
grúppan hans og hann hefur
veitt okkur allt sem við höfum
beðið um.“
- Framtíðin?
„Það er bara að gera sern
mest, komast yfir sem allra
mest. Við ætlum að reyna að
koma okkur erlendis til að
spila, spila fyrir annað fólk.
Við erum byrjaðir að vinna
nokkur lög fyrir næstu plötu,
en það er ekki ákveðið hvernig
hún verður. Við erum jafnvel
að spá í að gera litla plötu með
íslenskum textum, með veru-
lega hamingjusamri músík.
Fara inn í stúdíóið með nokkr-
ar viský og jónur og skemmta
sér. Við erum búnir að endur-
nýja samninginn við Steinar og
hann hljóðar nú upp á 3 plötur
í viðbót.“
-Er ekkert érfitt að eiga
eftir að gera 3 stórar plötur í
viðbót?
„Nei, það er ekki, það er
heldur of lítið."
-Þú lifir af þessu?
„Þetta er það-eina sem ég
geri, og ég er ennþá á lífi. Ég
hef alltaf unnið á sumrin, en ég
nota veturna til að semja.”
IFimmtudagur 17. maí 1984 8
ÁBÓT__Unga fólkið 1_____
---1 í Bara-flokknum: ,-------------------
„Enginn er spámaður í sínu föðurlandi“
„Vonum að platan verði í háum
gæðaflo
M „Það er vissulega ekkert bjart yfir brasanum að v&ða
en við vonum að plata sú sem við erum að taka emhvaö sv0
upp þessa dagana sé í það háum gæðaflokkiað
fólk sjái sér fært að kaupa hana ", sögðu þeir Skúli
Sverrisson og ÞorvaldurJónsson í viðtali viðþetta
NT-poppblað sem þið eruð nú með í höndunum.
Skúli og Þorvaldur eru helmingurinn afhljómsveit’
inni Pax Ifobis, en sú stórsveit stendur í stór•
ræðum þessa dagana og er alla daga í stúdíói að
taka upp hljómplötu sem væntanleg er í júní og
verður gefin út á merki Steina hf. Blm. brá sér eitt
síðkvöld í Sörlaskjólið þar sem Pax Vobis æfir í
nokkurra herbergja íbúð við bestu skilyrði. Auk
þessara tveggja myndarpilta skipa Pax Vobisþeir
Steingrímur ðli Sigurðarson og Ásgeir Sæmunds■
son. Steingrímur kallast trommari, Ásgeir hljóm*
borðsleikari og söngvari, Skúli á bassa og Þor•
valdur ber alla ábyrgð á hljóðum þeim sem koma
úr hljóðfæri sem kallast rafmagnsgítar á nútíma
íslensku. Pax Vobis er 1 og V2 árs gamalt band,
var víst formlega stofnað 23. október einhvern
tímann ígamla daga (pax vobisþýðiryðarfriður).
Vobismenn
Pax
segja
urðu
Lög ykkar eru á ensku, af-
hverju ekki móðurmálinu?
Skúli: „Við gerðum tilraunir
með að syngja á íslensku en
það kom eitthvað svo væmið
út, ef nota má svoleiðis orð“.
Þorvaldur: „Lög sem áttu
Eruð þið í þessum svartsýna
popparaflokki? Er atómstríð
aðalinnihald texta ykkar, eða
hommar og lögregluríkið??
„Við erum bæði bjartsýnir
og svartsýnir í textum okkar”,
svöruðu þeir Þorvaldur og
Skúli í einu (enda vel æft svar)
Um hvað fjalla textar ykkar?
Þ: „Oft um eitthvað hugar-
ástand, já ansi oft. Um alit og
ekkert".
S: „Textinn fylgir alveg lag-
inu. Ef lagið er þunglyndislegt
þá hlýtur textinn að verða það
líka.
Á hvcrnig tónlist hlustið þið
tveir mest? Kannski
Hallbjörn?
„Við hlustum á eiginlega
allt. Allir höfum við þó
ákveðnar uppáhaldstónlistar-
stefnur og allir mjög ólík upp-
áhöld".
S: „Ég hlusta mest á jazz-
tónlist, en einnig töluvert á
nýrómantíkina".
Þ: „Sem stendur fíla ég
klassíkina langbest”.
Hvaða tónlistarmenn hafa
mest áhrif á Pax Vobis?
Þ: „Engir núna sem
stendur. Við erum orðnir
nokkuð sjálfstæðir miðað við
það sem við vorum kannski
fyrst. Við verðum þo atíðvitað
fyrir alls kyns áhrifum éins og
lallir aðrir. Þá af öllu lém cr-f
kringum okkur".
Eruð þið bjartsý nir á að geta
selt þessa plötu vel?
S: „Við getum alveg horfst
í augu við það að |iað er svart
yfir bransanum en sé platan
góð og í.háum gæðaflokki er
ekki loku fyrir það skotið að
góðir menn kaupi hana".
Hvernig á svo að fylgja
henni eftir?
Þ: „Fyrst og fremst með
öfiugu tónleikahaldi víða um
héruð. Hugsanlegt er meira að
segja að við kíkjum út fyrir
landsteinana".
S: „Greindarlegt svar”.
Þið náttúrlega græðið á tá
og fingri á að spila með Pax
Vobis, ckki satt?
S: „Nei það er rógburður
og illra manna tal. Það lifir
enginn á að spila svona frum-
samið efni. Allir þeir peningar
sem við fáum fyrir að koma
fram fara í græjur. Þetta er
dýrt áhugamál. Pax Vobis er
hugsjón".
Nú spilar þú Skúli í öðru
hverju jazzbandi í bænum auk
þess að vera í Pax Vobis,
Sérstaklega virðist mikið vera
að gcra hjá Gömmunum.
Hvort eru Gammarnir eða Pax
Vobis þitt band númer neitt?
S: „Pax Vobis, tvímæla-
laust. Við strákarnir hölum
vcrið santan og spilað saman
frá því í barnæsku. Þetta cr allt
sköpun, en í jazzinum eru flest
lögin gamlir standardar".
Stefnið þið að því að verða
tónlistarmenn að atvinnu?
S: „Það geri ég. Takmarkið
er að afia sér víðtækrar tónlist-
armenntunar til að geta lifaö af
henni, en þó ekki eingöngu
sem poppari".
Þ: „Eg tek undir þetta”.
Snúum okkur aftur að plöt-
unni. Er í bígerð að reyna að
koma henni á framfæri erlend-
is?
Þ: „Það tel ég nokkuð
líklegt, en það fcr þó mikið
eftir viðtökunum hér heima og
svo auðvitað útkomunni
sjálfri”.
Hvað kemur meistarastykk-
ið til með að heita?
S: „Ætliþaðverðiekkibara
Pax Vobis“.
Er ekkert cinhæft að hafa
einn söngvara í bandinu, engar
bakraddir?
Þ: „Það má vera og líklegt
er að við fáum aðstoð í fram-
tíðinni á hljómleikum með
jj - gjSjffi'
bakraddir og þvíumlíkt. Við
Skuh getum alla vega ékki
sungid, erum ekkert sérlega
sleipir á þvt.sviöi. við einbeit-
•úm okkur að spilamennskunni
í staðinn".
Hvað finnst ykkur um
Bubba Morthens sem tónlist-
armann?
Þ: Ég hef ekkert álit á
honum sent tónlistarmanni en
vissulega gerði hann góða hluti
á sínum tíma. Hann kom bylgj-
unni af stað og fyrir það á hann
heiður skilinn".
Segið mér aðeins frá Finn-
landsferðinni góðu, sigurför-
inni miklu.
S: ,.Já við fórum þarna út á
æskulýðsmót og spiluðum
ásamt 20-30 öðrurn hljóm-
sveitum af Norðurlöndum.
Þegar við höfðum lokið okkur
af settumst við fram ogfengum
okkur að borða. Þá var skyndi-
lega náð í okkur og Ásgeir
tekinn upp á svið. Finninn sem
náði í hann bablaði eitthvað á
finnsku og sagði svo „Pax
Vobis" og þá var klappað og
klappað og við skildum ekkert
hvað um var að vera. Svo kom
Ásgeir til okkar og við héldum
áfram að borða, og vorum
dulítið fúlir yfir að fá ekki að
borða í friði. Þá kom einn
Finni í viðbót og segir: (við
skildum það) „Hvað er þetta,
þið unnuð?“ Við vissum ekki
hvað við höfðum unnið, og þá
fyrst gerðum við okkur ljóst að
við höfðum verið að spila í
allan
timann.
keppni
Skpndið!"
Eg ætla ekki að biðja ykkur
um nein lokaorð, heldur vil ég
fá að vita hvað þið gerið meira
en spila með Pax Vobis.
Þ: „Ég er í klassísku gítar-
námi í Tónlistarskóla Sigur-
sveins og er að taka 6. stig“.
S: Ég spila jazz með Gömm-
unum og fleirum og er að læra
á kontrabassa í FIH og ýmis-
legt fleira. Ásgeir er að læra til
kokks og Steingrímur Óli
kennir trommuleik í tónlistar-
skóla FÍH“.
Látum þætti Pax Vobis í
þessu blaði, lokið í bili.
Fimmtudagur 17. maí 1984 9
□ Þorlákur Kristinsson -The Boys
From Chicago.
Tilboðsverð: 199 kr.
Hljómsveitin íkarus'varð til í kringum
gerð þessarar plötu. Nú, þegar nýja
íkarusplatan kemur út bjóðum viö
„The Boys From Chicago" á tilboðs-
verði meðan upplag endist. Flestir
muna eflaust eftir Krókudílamannin-
um, Hvíta hestinum, Kyrrlátt kvöld við
fjörðinn og Óskalag sjómanna.
□ KUKL - Söngull/Pönk fyrir byrjend-
ur 7“
□ NEW ORDER - Thieves Like Us/
Murder 12“ 45rpm
Thieves Like Us er glæný plata með
hinni vinsælu hljómsveit New Order
(Blue Monday). Hér vekja New Order
á ný upp gömlu aðdáendurna, jafn-
framt því sem hún mun eflaust falla í
kramið á diskótekum.
□ NEW ORDER - POWER,
CORRUPTION AND LIES.
Tilboðsverð: 290 kr.
Fyrsta plata Kuklsins fáanleg aftur. Platan verður ekki endurútgefin
Nýjar og áhugaverðar plötur
□ Bauhaus - Burning From The
Inside
□ The Birthday Party - Mutiny
□ Cabaret Voltaire - Johnny Yesno
□ Julian Cope - World Shut Your
Mouth
□ Cramps - Smell Of Female
□ Cure - Caterpillar/Japanese
Whispers + allar hinar
□ Metalic - Kill’em All (Heavy Metal)
□ The Smiths-The Smiths (1. Lpfrá
einni vinsælustu hljmsv. Breta)
□ The Style Council - Café Bleu
(P. Weller úr Jam)
□ Soft Cell - This Last Night
□ Torch - Torch (Heavy Metal)
□ Roger Water - The Pros and
Cons of Hitch Hiking
□ Whitesnake - Live at Hammer-
smith
Nýjar 12“
□ Aswad (ein af stærstu reggae
hljómsveitum í Bretlandi) tvöföld
□ Holger Czukay - The Photo
Song
□ The force M.D’s - Let me love
you (Break)
□ G.L.O.B.E. & Whiz Kid - Play
That Beat Mr. D.J. (Break)
□ Hashim (Break)
□ King Crimson - Sleepless
□ Malcolm X - No Sell Out
□ Propanda - Dr. Mabuse
Eigum einnig fyrirliggj-
andi fjölbreytt úrval af alls
konar tónlist, blús, soul,
jazz o.s.frv.
Furðurveröld fyrir