NT - 17.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 17.05.1984, Blaðsíða 16
■ Oxmá heitir fyrirtæki hér í bænum. Ég veit ekki hvort það erá viðskiptaskrá, en aðstandendur þess viija alls ekki kalla það hljómsveit. Oxmá erskipað Óskari, sem er saxafónleikari í hljómsveitarútgáfunni, Hrafnkell syngur þar, og Axel spilar á gítar og bassa. Ýmsir fleiri eru eða hafa verið i fyrirtækinu, þ.á.m. Kommi, sem löngum hefur trommað með þeim og svo er Brynhildur Þorgeirsdóttir framkvæmdastjórinn. Brynhildur er annars þekkt myndlistarkona og á m.a. verk á sýningu ungra listamanna í Listasafni íslands sem stendur yfir þegar þetta er skrifað. Fyrirtækið er sem stendur til húsa í gamalli kjötverkunarstöð við Laugaveginn, og þar hitti blm. aðstandendur fyrirtækisins að máli. Hvenær var Oxmá stofnað? - í Þjórsárdal fyrir þremur og hálfu ári. Það var legið yfir hugmyndinni í tvo daga, og fyrirtækið formlega stofnað. Þetta átti að verða fyrirtæki sem gerði allt. Þá ætluðum við að byrja á kexframleiðslu, og láta plötu fylgja með, en tækiiileg vandamál komu í veg fyrir að af því gæti orðið. Síðan var fyrirtækið í mótun fyrsta árið. Undirbúningurinn hefur verið mjög markviss. Við höfum gert ýmsar tilraunir fyr- ir stóra hluti". - Af hverju var fyrirtækið stofnað? Hvað felst í hug- myndinni? „Við höfðum engan áhuga á að vera plain myndlistarmenn eða tónlistarmenn eða leikar- ar. Þetta á allt að geta unnið saman, og boriðsig. Fyrirtækið á að koma vel fyrir, véra smekklegt". - Þið eruð mjög arty, lista- menn. „Við erum náttúrulega lista- menn. Það getur hver sem er kallað sig listamann. Ferlega einfalt og sjálfsagt, við erum örugglega listamenn, eins og sumir eru trésmiðir. Þetta er bara starfsheiti. Það eru kom- plexar í mörgum þegar minnst er á listamenn. Allir þeir sem eru í rokkbransanum eru lista- menn". - Hver voru fyrstu prjójekt- in? „Það var algjör tilrauna- starfsemi. Kassetta úr Þjórsár- dal. Við settum hana í tækið og löbbuðum um svæðið. Þetta var frumstæð tilraun til að gera útvarpsþátt. Svo stofnuðum við hljómsveit með rafmagns- hljóðfærum sem æfði stundum. Við æfðum í bflskúrnum hjá Jóa (fyrrv. meðlimur Oxmá). Það var rétt rúmlega ári eftir að við stofnuðum fyrirtækið. Við spiluðum svo ekki fyrr en ári síðar, eitt lag á Borginni. Fólk hélt að við værum að grínast, en við vönduðum okk- ur voða mikið. Eins var það með næsta konsert, við undirbjuggum okkur mjög vcl þetta var í Víghólaskóla í Kópavogi, en það varð algjört flopp. Eftir þetta varð upp- stokkun og ýmsar speglasjónir í sambandi við hvað við værum að gera og við snérum okkur að kvikmyndum. Það var rifr- ildi eftir Vighólskólann og upplausn, Axel varð óvinur okkar og hætti að spila með. Við Keli og Óskar ætluðum að kom tveir fram í Laugardals- höll í hvítum jakkafötum, en • Óskar hættum við það. Svo urðum við vinir Sela aftur þegar hann fékk bíl". - Kvikmyndir? Oxmá-menn hagræða sér í sætum, ræskja sig og segja: „Já, þú talar um kvikmyndir. Það byrjaði þannig að við fór- um á Leitin að eldinum og ákváðum á leiðinni heim, í bílnum, að gera 5 mínútna langa kvikmynd um apa, sem átti að vera þannig að geim- maður kom labbandi og apinn barði hann í hausinn. Annar geimmaður, á annarri plánetu sá þetta og fór að bjarga hinum. Svo breyttist þetta allt, og apamyndin varð aðeins stutt auglýsing í annarri mynd. Eftir að við kláruðum hana týndist hún, cn fannst aftur. Við erum búnir að sýna þessa mynd í Sviss og Hollandi, og víðar, og höfum fengið góða dóma fyrir. Sumir sem séð hafa myndina liafa spurt hvort við höfum gert þetta á sýru. En við höfum aldrci getað unnið neitt við kvikmyndun nema að vera al- veg streit". - Svo ætluðuð þið að gera klámynd? „Það þróaðist út í mynd sem fjallar um eiturlyfjaneytendur í Rcykjavík 1973, skattsvik, spillingu og afvegaleidda ungl- inga. Sem sagt mynd um úrkynj- að helvítis skítapakk. Hún er á lokastigi, rúmlega klukku- tíma mynd og heitir „Sjúgðu migNína". Hún kemurtil með að verða fyrsta íslenska mynd- in sem verður fyllilega sam- bærileg við erlendar myndir. Eftir að við byrjuðum á myndinni gerðist lítið í hljóm- sveitinni. Svo eftir að henni lauk þá ákváðum við að fá reyndan mann til að spila með okkur. Það er skemmtileg til- viljun að sá reyndi maður situr nú hinum megin við borðið og er að táka viðtal við okkur". Já, ekki er því að neita, undirritaður kom við sögu Oxmá um tíma. Það gerðist þannig að ég hitti Hrafnkel söngvara á Hótel Borg, einu sinni sem oftar, og spurði hvort ekki vantaði bassaleikara. Jú, Oxmá vantaði bassaleikara, og það sem meira var Oxmá vantaði líka æfingahúsnæði. Það gat ég útvegað upp við Rauðavatn, og skömmu síðar hófust æfingar. Eftir fyrstu æf- inguna lá leið okkar niður í 'lónabæ, þar sem þá fór fram tónlistarkeppni SATT, Mús- íktilraunir ’82. Þar stóð svo á að eina hljómsveit vantaði, svo við fengum að fara upp á • Hrafnkell svið. Við spiluðum þessi 4 lög sem við vorum búnir að æfa og lentum í 4. sæti. Um áramótin ’82-’83 spiluð- um við svo á nýjársballi á gamlárskvöld. Það gerðist á þeim stað þar sem síðar var sett upp sýningin Gullströndin andar. Við spiluðum rokka- billy-tónlist, eins og Oxmá hefur alltaf gert, cða reynt að gera, og þar sem þetta er góð danstónlist, þá varðmikiðfjör. Hljómsveitin spilaði síðan á ýmsum uppákomum, á Gull- ströndinni, balli hjá MHÍ, og loks á Hótel Borg. En að því loknu þurfti ég að fara að sinna annarri hljómsveit, og varð að hætta með Oxmá. - Þið eruð allir í Myndlista- og handíðaskóla íslands.? „Við fórum þangað til að fá aðstöðu til að gera það sem Oxmá hefur verið að gera, til að geta framkvæmt það betur". „Eftir að þú hættir prófuð- um við mjög marga, og spiluð- um líka með Bubba Morthens og Þorleifi í Frökkunum í apríl Bubba vantaði aðstoð fyrir andóf gegn Stjörnumessu, Rokk gegn Stjörnumessu. Eft- ir það var hætt við Stjörnu- messuna. Eftir það byrjuðum við á nýju myndinni, „Sjúgðu mig Nína", vorum lítið í músík og vorum líka að vinna og svona. Svo fór Svart og sykurlaust að ráða okkur í einstök verkefni seinni part sumars. Fyrstu verkefnin voru á Hólmavík og Ströndum. Við lékum þar hryðjuverkamellur með svipur, fyrir börnin á Hólma- vík. Að vísu var Axel þá í stjórnunarverkefnum í Reykjavík. Um Verslunarmannahelg- ina vorum við í Þjórsárdal mcð Svart og sykurlaust, og sáum þá upp úr hverju við höfðum rifið okkur, þremur árum áður. Við hneyksluðum liðið með kjöti og ritvélum. Það var mikið upplifelsi að sjá að við vorum ekki eins og fólkið sem við höfðum talist til þrem árum áður. Oxmá var alveg sér deild innan Svart og sykurlaust, þótt við ynnum með þeim. Síðan kom 10. sept. og Friðarhátíðin. Þá spiluðum við daginn áðurá Lækjartorgi með pínulitlum græjum og mótor- hjólaundirleik. Uppi í Laugar- dalshöll hönnuðum við and- dyrið, með 36 metra löngu veggmálverki, og bjuggum til 13 metra iangt skrímsli utan á Höllina. Einnig settum við upp flugslys á gólfi anddyrisins. Síðan spiluðum við í flugslys- inu og á klóscttunum. Þetta tók tvo sólarhringa og var mjög erfitt prójekt.'Síðan voru smá eftirköst eftir þetta, við tókum ballett upp í Seljaskóla með Svart og sykurlaust. mökuðum tómatsósu og klæddum okkur úr. í vetur höfum við spilað á nokkuð mörgum stöðum og gefið út kassettuna Biblía fyrir blinda. Það er upptaka á tón- leikum í Safari. Það voru fvrstu tónleikarnir sem við headlin- uðum á opinbcrum konsert. Svo fór Kommi út, en eftir það höfum við spilað með trommu- heila". - Þið eruð sem sagt efnilegir ungir menn? „Já, við erum það. Við höfum líka verið með perform- ansa. Bjuggum til nokkra gam- aldags performansa sem tókust mjög vel. Svo má ekki gleyma að minnast á að Oxmá liefur sýnt á Listasafni íslands, í barnaherberginu á sýningu ungra listamanna. Svo var önnur undergroundsýning í Sviss, en öllum myndunum var rænt". - Hvenær kom Brynhildur inn í dæmið? „Ég kynntist drengjunum þegar þeir spiluðu fyrir mig á nýjársballinu á Gullströndinni. Síðan spiluðu þeir mjög oft á þeim stað, og ég gerðist svona almenn grúpía í hljómsveit- inni. Svo er ég búin að vinna mig upp í að vera umboðsmað- ur“. „Svona getur hver sem er unnið sig upp í þessu fyrir- tæki", segja hinir". - Hvað ú svo að gera í sumar? „Við verðum með sýningu í Tjarnarbíói í maí. Stúdenta- leikhúsið hafði samband við okkur og bað okkur að gera þetta. Þetta er það eina sem er pottþétt að við gerum í sumar. Þessi sýning er fólgin í því að öllu húsinu er gjörbreytt. þetta veröur eitt allsherjar umhverfisverk. Síðan verða sérstakar sýningar í eða á verkinu, meðtónlistogatburð- um. Þetta verður ólíkt öllu öðru sem áður hefur verið gert. Oxmá hannar þetta allt og Stúdentaleikhúsið hjálpar okkur. Þetta er langstærsta vcrkefni M Brynhildur sem við höfum fengið. Þetta er eina jarðneska sýningin sem verður sambærileg við sýning- ar á öðrum plánetum. Síðan verður sumarið gott. Þetta er fyrsta sumarið sem við einbeitum okkur að því að vera Oxmá. Eldraunin. Hver sem er getur ráðið okkur í hvað sem er. Við vinnum út frá okkar hugmyndum og hönnum verkefnin eftir eigin aðferðum, og krefjumst algers sjálfstæðis í hverju verkefni". „Það sem við vinnum að er að fá hús þar sem maður getur haft góðan vinnusal og búið á staðnum, haft bíó, danstað, tónleikastað, sýningarstað, og síðan verði skrifstofur og kannski búð fremst". Oxsmá-fyrirtækið:

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.