NT - 17.05.1984, Blaðsíða 15
• f * * I » i «
Fimmtudagur 17. mai#84
klúbbsins í Hamborg. Þegar
þeir snéru aftur basttu þeir viö
píanóleikaranum Les Maguire
og gerðu samning við Brian
Epstein og Columbia árið
1962. Pegar Beatles höfðu
hafnað laginu „How Do You
Do It“ fengu Gerry & The
Pacemakers að spreyta sig á
því og gáfu út sem fyrstu
smáskífu. Lagið rauk beint í
fyrsta sæti breska listans, og
það gerðu tvö næstu lög einnig,
„I Like It“ og „You’ll Never
Walk Alone“ sem breskir fót-
boltaunnendur eignuðu sér
síðan og syngja alltaf á fót-
boltaleikjum.
Fyrsta breiðskífa hljóm-
sveitarinnar, „How Do You
Like It“ sló einnig í gegn og
var hátt á listum seinni hluta
1963 og fýrri árshelming næsta
árs. 1964'var kannski ekki jafn
gott fyrif þá en þeir áttu þrjú
topp tíujlög og eitt topp 30 lag.
Tvö lög til viðbótar urðu vinsæl
1965, en eftir það ekki söguna
meir. í1 Bandaríkjunum áttu
þeir 11 lög á topp 100 frá 1964
til 1966. Þrjú laganna náðu
topp 10, „Don’t Let The Sun
Catch You Crying“, „Ferry
Across The Mersey" og „How
Do You Do It“.
Gerry & The Pacemakers
léku í Liverpool myndinni
„Ferry Across The Mersey"
1965. Hljómsveitin gufaði upp
1967 og Gerry Marsden gerði
nokkrar sólóplötur áður en
hann gufaði upp líka.
Pað er ekki auðvelt að finna
plötu með lögum þeirra í dag.
Pó hafa komið út „Best Of...“
plötur en þær eru oftast
skamman tíma á markaðnum í
senn.
Billy J. Kramer
& The Dakotas
Næsta Liverpool bandið sem
sló í gegn var Billy J. Kramer
& The Dakotas með lag Bítl-
anna, „Do You Want To
Know A Secret?"
Kramer fæddist sem William
Howard Ashton í Liverpool.
(N.b. systir hans er engin
önnur en söngkonan Elkie
Brooks) Upphaflega var hann
gítarleikari í hljómsveit sem
hét the Coasters (ekki The
Coasters þó). Eitt kvöldið var
gítarnum hans stolið og frekar
en að vera aðgerðarlaus fór
hann að syngja og tók fljótt
nafnið Billy J. Kramer.
Pegar Brian Epstein tók
hann upp á sína arma losaði
hann sig við Coasters og paraði
Billy saman við gítarhljóm-
sveit frá Manchester, The
Dakotas og lét þá fá „Do You
Want To Know A Secret?“
sem fyrsta lag. Beatles léðu
þeim einnig lögin „Bad To
Me“ sem náði fyrsta sætinu,
„I’ll Keep You Satisfied” sem
náði því fjórða og „From A
Window" sem náði 10 og var
næst síðasta topp 50 lagið
þeirra. Enn eitt lag náði toppn-
um „Little Children".
I Bandaríkjunum urðu sex
laga þeirra vinsæl „Little
Children” og „Bad To Me“
einu topp tíu lögin þó. Fyrsta
breiðskífa þeirra náði einnig
vinsældum, en það er ekkert
auðvelt að fá plötur með Billy
J. Kramer & The Dakotas í
dag. Nokkrar „Best of...“
plötur hafa þó komið út í gegnum
árín
Searchers
Searchers var stofnuð 1960
sem Johnny Sanden og The
Searchers, en þegar Sanden
stofnaði The Remo Four héldu
þeir Tony Jackson (b.s,
söngur), Mike Pinder (g.s.)
Chris Curtis (t.s.) og John
McNally (g.s.) áfram.
Eftir nokkra túra til Ham-
borgar komust þeir á samning
hjá Pye sem gaf út lagið „Swe-
ets For My Sweet“ en það rauk
í fyrsta sætið á fáum vikum.
Síðan fylgdi „Sugar And
Spice“ og „Sweet Nuthins” í
kjölfarið, það fyrra náði no. 2,
og svo „Needíes And Pins"
sem einnig fór á toppinn.
Eitt fyrstasætis lag í viðbót
1com skömmu síðar, eða í apríl
1964, „Don’t Throw Your
Love Away“.
Snemma 1964 hætti Tony
Jackson til að stofna eigin
hljómsveit The Vibrations. Se-
archers fengu Frank Allen frá
Cliff Bennett & The Rebel
Rousers í staðinn. Þrjú lög til
viðbótar urðu vinsæl 1964,
„Someday We’re Gonna Love
Again“, „When You Walk In
The Room“ og „What Have
They Done To The Rain?“,
1965 urðu fjögur laga þeirra
vinsæl þ.a.m. „Goodbye My
Love“ en aðeins tvö árið 1966.
1967 komu blómabörnin og þá
voru Searchers ekki nógu „far
out man“ eða „Spacaðir".
Breiðskífur þeirra nutu mikilla
vinsælda einnig, þ.a.m. „Meet
The Searchers", „Sugar And
Spice“ „Its The Searchers",
„Sounds Like The Searchers"
og „Take Me For What I’m
Worth".
Þessar plötur voru endurút-
gefnar fyrir fáum árum og
gætu þess vegna verið til, en
„Golden Hour Of The Searc-
hers“ Vol.l og 2 ættu að véra
fáanlegar svo og ein vönduð -
tvöföld safnplata „The Searc-'
hers File“ sem hefur að geyma
allar A hliðarnar af öllum litlu
plötunum sem þeir gáfu út hjá
Pye.
1966 hætti Chris Curtis einn-
ig og í hans stað kom John
Blunt. Curtis stofnaði síðar
hljómsveitina Roundabout
ásamt Jon Lord og Ritchie
Blackmore, sem síðar várð
Deep Purple.
Searchers er enn gangandi
þó langt sé oft á milli platna.
Hljómsveitin er enn mjög góð
og á síðustu plötu sömdu kapp-
ar á borð við Elvis Costello,
Nick Lowe og fl. lög sérstak-
lega.
Niðurlag fyrsta hluta.
í næsta hluta þessarar upp-
rifjunar fjöllum við um HoWies,
Freddie & The Dreamers, Big
Three, Swinging Blue Jeans,
Brian Poole &TheTremeloes,
Fourmost, Cilla Black og Roll-
ing Stones, ef pláss leyfir. hia
Komdu
1 JE
V/SA
HJflRTnD
það er fullt af vörum fyrir
dömur og herra
á öllum aldri
Sendum í póstkröfu.
Verslunin
HlflRTflD
STRANDGÖTU 31, SÍMI - 53534