NT - 05.06.1984, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 5. júní 1984 8''
fyrrv. bóndi á Þverá í Blönduhlíð
Fæddur 22. sept 1906
Mínir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld.
Mér duttu þessar ljóðlínur
Bólu-Hjálmars í hug, er ég
heyrði lát vinar míns, Valdimars
Stefánssonar.
Valdimarvarfæddur22. sept.
1906 sonur hjónanna Stefáns
Sigurðssonar bónda á Þverá í
Blönduhlíð og konu hans Hjört-
ínu Hannesdóttur.
Valdimar ólst upp á Þverá og
gerðist svo bóndi þar um tíma,
eða þar til að honum fannst
hann vera orðinn fyrir Steinþóri
bróður sínum, en þeir bjuggu á
sínum fjórða partinum hvor.
Valdimar seldi bróður sínum
þá sinn hlut og yfirgaf þar með
það lífsstarf, sem hann hafði
kosið sér og var honum kærast
alla tíð.
Valdimar var í orðsins fyllstu
merkingu, maður lífsins og
moldarinnar. Hann varskepnu-
hirðir með þeim ágætum að
fátítt er.
Þegar hann hætti sínum bú-.
skap gerðist hann verkamaður.
Marga vetur fór hann til Vest-
mannaeyja og vann þar við
fiskverkun og stundaði svo
vegavinnu á sumrin. Hvoru-
tveggja líkaði honum vel og
held ég reyndar að Valdimari
liafi í reynd líkað öll vinna, sem
hann vann, því hann varmaður,
sem vann vegna vinnunnar
sjálfrar og hugsaði um það fyrst
og fremst, að vinna verk sín vel.
Mig furðaði oft á því, hvílíkum
afköstum Valdimar náði við
vinnu. Hánn fór aldrei liart, en
hélt jafnri ferð og stoppaði
aldrei og vandaði sig alltaf við
alla vinnu. Ég held því og er
reyndar viss um, að það var gott
að hafa Valdimar í vinnu, því
hann var listamaður í höndun-
um. Hann var t.d. ágætur
hleðslumaður á tort' og grjót og
veit ég um tvo bæi, sem hann
byggði upp. Eru það gamli bær-
inn á Hól'um í Hjaltadal og
bærinn á Tyrfingsstöðum á
Kjálka. Verklagni hans og
vandvirkni í öllu, lýsti hann ef
til vill best sjálfur, þegar hann
var eitthvert sinn að segja mér
hvernig ætti að girða girðingu
svo vel færi.
Ef þú stendur við endann á
- Dáinn 24. apríl 1984
1000 metra langri girðingu og
kíkir eftir og sérð aðeins einn
staur, þykir mér líklegt að hún
sé sæmileg.
Valdimar var annálað prúð-
menni í allri umgengni og snyrti-
menni svo af bar. Eg undraðist
það oft, hversu snyrtilegur hann
var alla tíð og þá skipti það engu
máli við hvað hann var að
vinna. Það virtust bara ekki
tolla við hann nein óhreinindi.
Eftir að Valdimar hætti vega-
og vertíðarvinnu, fluttist hann
úr Blönduhlíðinni út í Viðvík-
ursveit. Hann setti sig niður á
Narfastöðum, en þar bjuggu þá
gömul hjón, Elías Þórðarson og
Oddný Jónsdóttir. Þeim hjálp-
aði hann við búskapinn á meðan
þess þurfti og, þegar Ólöf Þór-
hallsdóttir, dótturdóttir gömlu
hjónanna tók við búsforráðum
var hann henni innan handar
með ýmislegt og veit ég að hún
og afi hennar voru honum afar
þakklát fyrir.
Valdimar var afar barngóður
maður og hændust öll börn
fljótt að honum. Hann var svo
blíður. Því kom það stundum í
lians hlut að vera barnfóstra
fyrir Ólöfu og fórst það sem
annað vel úr hendi. Hann
minntist þeirra stunda ætíð með
gleði. Ég minnist þess líka
hversu glaður hann varð, þegar
Ólöf kom í heimsókn til lians í
Varmahlíð og var með litlu
konurnar með sér.
Þann 18. nóvember 1983 flutti
Valdimar yfir í Varmahlíð og
tók hús af undirrituðum. Þar
flutti hann inn í bráðabirgða-
íbúð, sem hann dvaldi í vetur,
en í vor ætlaði hann að flytja í
framtíðarhúsnæði og sú var
áætlunin, að við myndum deila
rneð okkur þeirri íbúð. En kall-
ið var komið. Og þó við
mennirnir gerum okkar áætlan-
ir, mættum við minnast þess, að
enginn ræður sínum næturstað.
Valdimar hafði tekið sjúkdóm
þann, er leiddi hann til dauða.
Hann var því oft sjúkur og
þurfti hjálpar við, þennan síð-
asta vetur. En þar sem ég var á
vertíð, kom það alfarið í lilut
systur minnar, að hjúkra honum
og hjálpa þessa síðustu mánuði,
sem hún gerði af einstakri natni.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
Hjalti Bjarnfinnsson
Eskihlíð 12
sem andaðist í Borgarspítalanum 31. maí, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. júní kl. 13.30
Auöur Böðvarsdóttir
börn og tengdabörn
Enda hafði Valdimar orð á því
nokkru áður en hann dó, að
þarna hefði hann aldrei getað
verið án hjálpar Sillu sinnar,
sem honum þótti afar vænt um
og var henni mikið þakklátur.
Valdimar Stefánsson var ein-
stakt prúðmenn í hvívetna. Jó-
hann Weihe, gamall samverka-
maður hans, lýsti honum
þannig. Valdimar var blíðasti
maður, sem ég hefi kynnst, það
var alltaf logn í kringum hann.
Ég sem skrifa þessi fátæklegu
minningabrot um vin minn, er
þakklátur almættinu fyrir þá
náð að hafa fengið að kynnast
Valdimar Stefánssyni. Því það
er hverjum manni mikil blessun
og auður, sem aldrei verður
mældur í gulli og glingri heims-
ins, að fá að kynnast og eiga að
vini, göfugmenni eins og Valdi-
mar Stefánsson réttilega var.
Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég kveðja þig vinur minn,
um leið og ég óska þér velfarn-
aðar í nýjum heimkynnum.
Göfugmennis svo grœtur sœti
guð veit, hver afturfyllir það.
Bólu-Hjúlmar
Hafðu þökk fyrir samfylgdina
Gísli Víðir Björnsson Framncsi
Hann Valdi frá Þverá er
dáinn. Þessa harmafregn fékk
ég á þriðjudagsmorgun, 24.
apríl. Það'er alltaf hrollvekjandi
að frétta lát kærs bróðurs, þó
það kæmi ekki beint á óvart,
því hann gekk ekki heiil til
skógar. Hann lá bara þrjá daga
á sjúkrahúsi í þetta sinn, var
málhress á mánudag, dáinn kl.
þrjú á þriðjudagsnótt. Ég ætla
ekki að rifja upp æviferil Valdi-
mars heitins, aðeins fáein
kveðjuorð.
Við vorum saman hér á
Þverá frá bernsku til fullorðins-
ára, í systkinahóp hjá ástkærum
foreldrum leið æskan sem ljúfur
draumur við leiki og störf. Allt-
af varst þú Valdi frá Þverá þó
þú flyttir burt, en heima áttir þú
alla tíð í Skagafirði.
Valdi minn, nú er bakkinn
okkar orðinn fagurgrænn, þar
sem við bjuggum með okkar
búslóð í bernsku. Reiðhestarnir
okkar voru afar glæsilegir, alla
vega litir nýkomnir upp úr lit-
arpottinum hennar mömmu.
Seinna eignuðumst við góða
reiðhesta, því báðir höfðum við
yndi af því að þeysa um grænar
grundir. Þú unnir öllum
skepnum og fórst vel með þær
sem þú hafðir undir höndum,
og vonandi ert þú búinn að sjá
ferfættu vinina þína handan við
landamærin, lífsogdauða. Kyn-
slóðir koma - kynslóðir fara -
ennþá1 trítla léttfætt börn um
bakkann.
Ég kveð þig svo kæri bróðir
og þakka vináttu og hlýhug í
gegn um árin - en minningarnar
á ég um kæran bróður og góðan
dreng.
Ljúft er enn að lifa og dreyma
líta yfir farinn veg,
minningarnar mun ég geyma
meðan lífs ég anda dreg.
Vinur og bróðir vertu sœll
vorm er sól í aftanskini,
þú varst aldrei annars þræll
en áttir marga trausta vini.
Að leiðarlokum heldur þú heim
í hlíðina baðaða sólarroða,
und fagurkrýndum fjallageim
hjá frœndum og vinum munt þú
sofa.
Nú lít ég til baka- á Ijós-
vakansöldum
leið okkar bernsku vor,
við græna bakkann á góðviðris
kvöldum
gengin eigum við spor
Sofðu rótt um sumar nótt
í sœluríki friðar,
undur fljótt varð allt svo hljótt
en áin við bakkann niðar.
Bróðir og mágkona
Marteinn Þorláksson
Fæddur 24. janúar 1923 - Dáinn 18. apríl 1984
Dapur er dauði,
dimmir í heimi,
svo birgist sólarsýn,
en á uppheims
æðri slóðum
vinir fagna vini.
Sýtum ei
né sáran kveinum,
þá kœran kveðjum vin.
Svifinn er hann
til sœlli heima,
brott til lífs og Ijóss.
Gleðjumst með
gengnum vini,
að unnin er ævi-þraut.
Um eilífð mun hann
ástvinum lijá
una lífs á landi.
Ávallt grípur hugann einhver
tregablandin kennd, er við heyr-
um fregn um andlát góðs granna
eða einlægs vinar, sem samleið
hefur átt með okkur á göngu
lífsins um lengri eða skemmri
•tíma.
Ekki er það ætlun mín að
rekja æviferil Marteins Þorláks-
sonar. Það hafa aðrir gert. Ég
mun aðeins minnast fáeinna at-
riða, er snerta viðkynningu
okkar.
Marteinn var sveitungi minn,
fæddur og uppalinn í Veiðileysu
í Víkursveit á Ströndum, en
ekki kynntist ég honum fyrr en
báðir höfðum sest að í öðrum
landshluta, hann í Hafnarfirði
en ég í Kópavogi, og höfðum
þá báðir stofnað okkar eigin
heimili og komið okkur fyrir í
þeim atvinnugreinum, sem hvor
okkar stundaði lengst af.
Stundum lágu leiðir saman,
okkar og fjölskyldna ókkar.
Heimsóknir á heimili hvors ann-
ars voru mjög ánægjulegar. Nut-
um við hjónin einlægrar gest-
risni og óblandinnar ánægju er
við komum heim til Marteins og
Halldóru, konu hans. Þau voru
bæði svo glaðsinna og höfðu til
að bera þá einlægni og hjarta-
hlýju sém gott var að komast í
kynni við, og gestrisni þeirra
slík að unun var að njóta.
Umgengni öll var til fyrirmynd-
ar, bæði úti og inni.
Þau höfðu komið sér upp
fögruni garði við hús sitt, og var
auðsætt að hinar fögru blóm-
jiírtir, er þar uxu, nutu hlýrra
handa og umönnunar húsbænd-
anna.
Marteinn var ákaflega greið-
vikinn maður og hjálpsamur.
Varð ég þess oft aðnjótandi, er
lagfæra þurfti eitt og annað á
heimili okkar hjóna, bæði utan-
húss og innan. Kom þá vel í ljós
hin mikla handlagni hans og
útsjónarsemi.
Átthagatryggð Marteins til
heimasveitar sinnar var fölskva-
laus og dvaldi hann oftast um
tíma á heimaslóðum sínum á
sumrum, um einhvern tíma, sér
og fjölskyldu sinni til ánægju,
en einnig til að lagfæra eitt og
annað á bernskuheimili sínu, sem
Astríður Jónsdóttir
Fædd 7. ágúst 1897 -
Þegar aldurinn færist yfir fara
samferðamennirnir á lífsleið-
inni að tínast frá okkur einn af
öðrum, einn í dag annar á
morgun, þetta er sá dómur sem
ekki verður áfrýjað.
Einn af þessum ferðafélögum
mínum er föðursystir mín Ást-
ríður Jónsdóttir sem lést á
sjúkrahúsi í New York 4. maí
s.l. og ætlaégaðminnast hennar
hér í fáum orðum.
Ástríður Jónsdóttir var fædd
7. ágúst 1897 á Jarlsstöðum í
Bárðardal S-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hennar voru Jón
Þorkeisson og Jóhanna Katrín
Sigursturludóttir, og var hún
næst yngst sinna alsystkina og
lifði þau öll.
Árið 1916 fluttist hún suður á
land með móður sinni (en faðir
hennar var látinn fyrir nokkrum
árum), og þrem systkinum sín-
um sem þá fluttu einnig suður,
Sturlu, Unni og Vernharði, en
tvær systur hennar urðu eftir
fyrir norðan.
Fyrstu árin fyrir sunnan var
Ástríður mest til heimilis hjá
Sturlu bróðursínum á Fljótshól-
um, sem búinn var að staðfesta
ráð sitt og orðinn bóndi þar og
var Jóhanna móðir þeirra syst-
kina í heimili hjá honum. Ást-
ríður hafði mikla útþrá og
iöngun til að skoða heiminn, og
snemma á þriðja áratugnum
dreif hún sig til Kaupmanna-
hafnar og var hún fyrst hja frú
Guðríði Klerk frænku sinni, en
Guðríður var dóttir séra Jó-
hanns Dómkirkjuprests, sem
var föðurbróðir Ástríðar. í
Kaupmannahöfn lærði Ástríður
fatasaum og varð hún mjög fær
í þeirri iðn. í Kaupmannahöfn
kynntist hún manni sínum Ein-
,ari Cristiansen iðnaðarmanni.
Einar var einn af þessum þús-
undþjalasmiðum sem gat lagt
gjörfa hönd á margt.
Þau Ástríður og Einar eign-
uðust eina dóttur barna sem
upp komst, (ris C. Karlsson,1
skrifstofustjóra hjá Sameinuðu
þjóðunum í N.Y. Þau slitu sam-
vistum. Ástríður var öll stríðs-
árin í Kaupmannahöfn og munu
nú stóð í eyði, nema þann stutta
tíma, sem frændur og systkini
komu þangað norður með fjöl-
skyldum sínum til stuttrar dval-
ar árlega.
Við Aðalheiður kona mín,
minnumst liðinna samveru-
stunda með þakklæti, og vottum
eftirlifandi konu Marteins og
börnum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Ég veit að þótt honum hafi
verið óljúft að verða að yfirgefa
fjölskyldu sína svo fljótt, þá
bíður hans nú annað heimkynni
á öðru landi og betra í ríki
himnanna, þar sem honum
munu gefast óþrjótandi tækifæri
til að njóta hæfileika sinna og
góðra eiginleika í enn ríkara
mæli en nokkurn tíma voru hér
færi á.
Ingvar Ágnarsson
áin 4. maí 1984
það hafa verið erfið ár, því þá
var hún orðin einstæð móðir, en
allt bjargaðist það og mun þar
hafa hjálpað mikill kjarkur,
dugnaður og glöð lund. Það
mun líka hafa glatt hana, hvað
Iris dóttir hennar var mikil
námsmanneskja, því barnalán
er mikið Ián. Strax eftir stríðið
komu þær mæðgur upp til
íslands. Ástríður fékk brátt
vinnu við sauma hjá Andrési
Andréssyni klæðskera, en íris
hélt áfram námi í menntaskól-
anum.
Skömmu eftir að íris lauk
stúdentsprófi fór hún til Banda-
ríkjanna og fékk fljótlega vinnu
á skrifstofu hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York. Fluttist
þá Ástríður til hennar og bjuggu
þær mæðgur saman í nokkur ár,
eða þar til Iris giftist manni
sínum, Trausta Karlssyni frá
Hala í Djúpárhreppi í Rangár-
vallasýslu. Fluttist Ástríður þá
aftur til Islands með dóttur og
tengdasyni. Tók hún þá upp
aftur sín fyrri störf í Reykjavík,
en ungu hjónin settu saman bú
í Hala. Þau eiga tvær uppkomn-
ar dætur, Söndru og Önnu
Lindu. Eftir um tíu ára búskap
í Hala brugðu þau búi og fluttust
með dæturnar barnungar til
Ameríku og Ástríður með
þeim, þau voru fyrst í Canada,
en fluttust svo til New York.
Þar tók íris upp sín fyrri störf
hjá Sameinuðu þjóðunum, en
Trausti fór að vinna við húsa-
smíðar, og þar var Ástríður hjá
þeim, þangað til hún fyrir rúm-
um tveimur árum varð að fara
á hjúkrunarheimili, þá orðin
blind og þrotin af líkams
og sálar kröftum. Ástríði var
gefið mikið í vöggugjöf, hún var
fríð sýnum og vel vaxin. Hún
hafði létta og glaða lund, alltaf
var hún reiðubúin að hjálpa
öðrum eftir því sem geta leyfði,
allt þetta gerði það að verkum
að fólk sóttist eftir hennar fé-
lagsskap.
Þótt Ástríður byggi ekki við
ríkidæmi, var heimili hennar
alltaf fágað og snyrtilegt. Ást-
ríður var mjög músíkölsk, öll
tónlist lá opin fyrir henni, hún
var alin upp á heimili þar sem
tónlist var mikið um hönd höfð,
og mun hafa verið komið orgel
á Jarlsstöðum þegar hún var
barn að aldri, og mun hún fljótt
hafa farið að leika á það, mun
það að mestu hafa verið
sjálfsnám.
Eftir að Ástríður fluttist til
Kaupmannahafnar mun hún
eitthvað hafa lært á píanó, og
öðlaðist hún fljótlega svo mikla
leikni í píanóleik að hún var
farin að spila opinberlega, og
svo var tónlistargáfan henni í
blóð borin að hún gat spilað á
hljóðfæri eftir að hún var að
miklu leyti þrotin af andlegum
kröftum.
Sumir lýsa upp í kringum
sig, það gerði Ástríður í ríkum
mæli.
Blessuð sé hennar minning.
Gestur Sturluson