NT - 05.06.1984, Blaðsíða 6

NT - 05.06.1984, Blaðsíða 6
Sjálfsbjörg á Norðfirði: Verndaður vinnustað- ur helsta áhugamálið ■ „Ég álít að það hljóti að hafa heilmikla þýðingu fyrir fé- lagið og starfsemi þess að það skuli nú hafa eignast eigið hús- næði og við vonumst til að með því getum við aukið og eflt félagsstarfsemina. M.a. stendur til hjá okkur að koma upp vinnustofu í húsinu í framtíð- inni, þar sem félagsmenn fái aðstöðu til að koma og vinna muni, sem síðan verða seldir þar á staðnum", sagði Unnur Jóhannsdóttir, formaður Sjálfs- bjargar á Norðfirði, en nýlega réðst félagið í það stórvirki að kaupa hús undir starfsemi sína. Félagið Sjálfsbjörg á Norð- firði sagði Unnur stofnað 28. nóv. 1974 og standi til að halda upp á 10 ára afmælið með heilmikilli hátíð í haust. Varðandi fjármögnun hús- kaupanna sagði Unnurað Norð- firðingar hafi alltaf vérið félag- inu mjög hjálplegir og tekið fjáröflunaraðferðum þess vel. Pær hafi m.a. falist í happ- drættismiðasölu, árlegum köku- og munabösurum svo og blóma- og kaffisölu á alþjóðadegi fatl- aðra. Ogennerþörfátöluverðu fé. Að sögn Unnar er nú eftir að breyta húsinu töluvert til að gera það aðgengilegra fyrir fatl- aða bæði innan dyra og utan, m.a. með lagningu skábrautar að húsinu. Félagsstarfið kvað Unnur að sjálfsögðu töluvert felast í hinni hefðbundnu fundastarfsemi. Mikill tími færi líka í að vinna fyrir basarana. Til þess væri komið saman annað hvert þriðjudagskvöld frá áramótum og fram á vor. Undanfarna vetur hafi félagið síðan gengist fyrir opnu húsi annan hvern laugardag. Aðstöðu til þessarar félagsstarfsemi sagði hún félag- ið hafa fengið í barnaskólanum. „Við kunnum skólastjóranum þar miklar þakkir fyrir hvað hann hefur verið lipur við okkur", sagði Unnur. Félagið kvað hún opið öllum. Þeir sem ófatlaðir eru geti gengið í það sem styrktarfélagar. Með því geti fólk bæði aukið baráttuna fyrir hagsmunamálum hinna fötluðu og jafnframt unnið að því að eyða margskonar for- dómum sem lengi hafi verið landlægir hér gagnvart fötluðu fólki. Spurð um áætlanir félagsins í nánustu framtíð sagði Unnur: „Við höfum mikinnn áhuga á Þriðjudagur 5. júní 1984 6 ■ Stjórn Sjálfsbjargar á Norðfirði. Sitjandi frá vinstri: Sigrún Dagbjartsdóttir, Unnur Jóhannsdóttir og Helga Axelsdóttir. Standandi: Björg Helgadóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Kagnheiður Stefánsdóttir og Guðni Þorleifsson. Á myndina vantar Róslaugu Þórðardóttur og Vilhjálm Sigurðsson. Mynd Svanfríður ferlimálum og vonumst til þess að geta með tímanum staðið að því að fatlaðir eigi greiðari að- gang að stofnunum hér á staðnum. Hvað húsið snertir höfum við hugsað okkur að leigja það út sem orlofsheimili í sumar. En eitt helsta áhugamál okkar í framtíðinni er það að hér verði komið upp vernduð- um vinnustað. Hér er töluvert af fólki sem gæti unnið létta hálfsdags vinnu og mundi hafa gott af því bæði andlega og líkamlega." Norðlendingar lagð- ir af stað suður búseturöskun svarar til íbúafjölda á Hofsósi og Raufarhöfn ■ Norðlendingar fiytja nú í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. NT mynd Róbert vantar á að landssvæðin náðu meðaltalsfólksfjölgun á land- inu. Þessar upplýsingar koma fram í Fréttabréfi Fjórðungs- sambands Norðlendinga. Þar kemur einnig fram að Norð- lendinga skorti 146 milljónir til þess að ná meðaltekjum lands- ins alls miðað við fjölda íbúa árið 1982. Þannig voru meðal- laun á Norðurlandi vestra 40 þúsund krónum lægri á ársverk, en meðallaun á Reýkjanesi og á Norðurlandi eystra vantaði 22 þúsund krónur á ársverk miðað við Reykjanes. í fréttabréfinu kemurfram að atvinnuleysi ér meira á Norður- landi en í öðrum landshlutum. Samdráttur er í byggingastarf- semi vegna fækkandi íbúða- bygginga og hlutfallslega minnkandi framkvæmda við op- inber verkefni. Norðlendingar eru greinilega lagðir af stað suður. ■ Búseturöskun á Norður- landi vestra 1981-1983 svarar til þess að Hofsós væri lagður í eyði. Á sama tíma svarar bú- seturöskun á Norðurlandi eystra til þess að Raufarhöfn félli úr byggð. Þetta eru alls 840 manns, 333 á Norðurlandi eystra og 507 á vestra, sem ■ Nýfædd lömb hafa löngum verið eftirsóttir leikfélagar íslenskra krakka. Þetta unga fólk í Vestmannaeyjum er þar engin undantekning. NT-mynd Inga Sparisjóður Svarfdæla hundrað ára - gefur út merkisrit um sögu byggðarlagsins ■ Á þessu ári fagnar Spari- sjóður Svarfdæla á Dalvík 100 ára afmæli og hefur af því tilefni gefið út myndarlegt rit þar sem rakin er þróun bankamála í landinu og saga sparisjöðsins. Inn í síðarnefnda kaflarin sem er meginuppistaða ritsins flétt- ast margvíslegur fróðleikur um byggð Svarfaðardals, fyrr og nú, landbúnaðarsögu og ættfræði. Ritið er prýtt fjölda mynda, af Svarfdælingum fyrr og nú og er allt hið vandaðasta að gerð. Ritstjóri afmælisritsins er Hjörtur Þórarinsson en aðrir höfundar efnis eru Harald- ur Hannesson og Jóhannes Heilbrigðis- ráðherra: Fundaher- ferð um landið ■ Matthías Bjarnason heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra mun fara í fundaherferð um landið í sumar og gera grein fyrir ýmsum þáttum heilbrigð- is- og almannatrygginga- mála. Mun ráðherra flytja inngangserindi á hverjum fundi, en auk þess verða 2-3 aðrir frummælendur. Fyrstu fundirnir verða haldnir á ísafirði 7. júní og Patreksfirði 8. júní. f Olafsvík og á Akranesi verður fundað 14. og 15. júní, en síðar í öðrum kjördæmum. ■ Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri, er átt- ræður í dag, 5. júní. Þórar- inn er staddur austur á Eið- um. Nordal sem skrifar stutta kveðj u til stofnunarinnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.