NT - 07.06.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. júní 1984 3
■ Karl Gústaf, konungur Svía afhendir ungmennum sænska fánann á þjóðhátíðardegi Svía, „degi
sænska fánans“.
Símamynd-Polfoto.
Afhending Sakharov undirskriftanna:
„Hefðuáttað
hringja áður“
- segir blaðafulltrúi sendiráðsins.
Harmar að reynt hafi verið að brjóta
niður hlið sendiherrans
■ „Sendiráðið er opið frá átta
til fimm en þegar einhver ætlar
að reka erindi sín þar verður
hann að hringja í okkur áður,
það er regla“, sagði Viktor
Strofmof blaðafulltrúi sovéska
sendiráðsins í samtali við NT í
gær. Eins og skýrt var frá í
blaðinu í gær var sendiráðið
harðlæst þegar afhenda átti
undirskriftir þar sem mótmælt
er meðferð sovéskra yfirvalda á
Sakharov hjónunum. Þær hafa
nú verið sendar sendiráðinu í
ábyrgðarpósti auk bréfs þar sem
mótmælt er þeirri framkomu
starfsfólks sendiráðsins að
skella hurðum á aðstandendur
söfnunarinnar.
Hjá Viktor fengust ennfrem-
ur þær upplýsingar að fáir hefðu
verið innandyra þar í gær vegna
komu sjálfs sendiherrans frá
Kaupmannahöfn en vél hans
lenti á Keflavíkurflugvelli um
klukkan þrjú um daginn. Þá
kvaðst hann harma að þessi
ungu menn sem þarna voru á
ferð fengu enga úrlausn sinna
mála. „En mér þótti líka leitt að
sjá í sjónvarpsfréttum um
kvöldið hvernig þeir reyndu að
brjóta niður hliðið við bústað
sendiherrans. Sendiherrann
tekur að sjálfsögðu ekki á móti
gestum nema eftir umtali“,
sagði Viktor að lokum. Eins og
fram kom í NT var hliði ■ að lóð
sendiherrans skellt aftur þegar
komumenn nálguðust staðinn
og reyndist læst þegar tekið var
í snerilinn.
■ Blaðafulltrúi sovéska sendiráðsins harmar að forgöngumenn undirskriftasöfnunarinnar skuli hafa
gert tilraun til þess að skemma hlið sendiherrans. Myndin sínir þá Áma Sigfússon og Ólaf ísleifsson
ganga til verks. nt mynd ah
Síðbúinn þjóðhátíð-
ardagur í annað sinn
Svíar öfunduðu Norðmenn af þjóðhátíðahöldunum
og sáu að við svo búið mátti ekki standa
■ Svíar hafa loksins eignast
þjóðhátíðardag. Þeirhéldudag-
inn hátíðlegan í annað sinn í
gær og við það tækifæri var með-
fylgjandi mynd tekin á Skansin-
um í Stokkhólmi. 6. júní hafði
að vfsu áður verið opinber há-
tíðisdagur um langt skeið en þá
einungis sem „Svenska flaggans
dag“ eða dagur sænska fánans.
I fyrra var svo tekin upp sú
nýbreytni að gera þennan dag
að þjóðhátíðardegi, enda fundu
Svíar sárt til þess að eiga sér
ekki slíkan dag eins Og flestar
grannþjóðir þeirra.
Eftir að Svíar höfðu svo hald-
ið upp á sína fyrstu þjóðhátíð í
fyrra, kvörtuðu sum sænsku
blaðanna yfirþví að ekki hefði
tekist að nú upp viðlíka stemmn-
ingu á þjóðhátíðardaginn og
venjulega viðgengist í Noregi
17. maí. Var jafnvel haft viðorð
að Svíar ættu að senda sendi-
nefnd til Noregs til að læra af-
Norðmönnum hvernig halda
skuli upp á þjóðhátíðardag.
Hápunktur hátíðahaldanna í
gær fór fram á Skansinum í
Stokkhólmi, Skansinn sem svo
er nefndur er raunar allt í senn,
útivistarsvæði, safii gamalla húsa
og dýragarður. Þar ávarpaði
Karl XVI Gústaf landslýðinnog
afhenti ýmsum aðilum viður-
kenningu í formi sænska fánans.
Þykir það mikill heiður að hafa
tekið við fánanum úr hendi
konungs. Þessi athöfn var sýnd
beint í sænska sjónvarpinu.
/
Tískufatasaumurinn í 1
heimáhúsum stóreykst
Komið í tísku að ganga í
heimasaumuðu
(Frétt í NT 10. maí s.l.)
SINGER
býöur kostaboö
Nú er tœkifæri til að eignast mest seldu og
vinsœlustu saumavélina í Evrópu í dag
SIHGER 7146fyrir aðeins
Kr. 10.652,-
Kennsla innifalin.
SINGER 7146:
Fríarmur - Sjálfvirkur hnappagatasaumur - Styrktur
teygjusaumur (Overlock) - Einföld í notkun - Spóla sett
í ofanfrá - Skipting á saumafótum auðveld (Smelltir)
Singer saumaskapur í 130 ár
Komið og kynnist SINGER
nMqawn
ntn uáa
$ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903
og kaupfélögin
um
land allt