NT - 07.06.1984, Blaðsíða 24
Indland:
Helgidómar vanvirtir
- Barist í hofum í Punjab
Fimmtudagur 7. júní 1984 24
Nýja-Delhi - Reuter
■ Helgistaðir sikha, hindúa og
múhameðstrúarmanna í Punj-
abfylki eru blóði drifnir eftir
hörð átök milli stjórnarhersins
á Indlandi og öfgasinna og þjóð-
ernissinna sem höfðu hreiðrað
um sig í hofum, musterum og
moskum.
Fyrir nokkrum dögum setti
herinn upp vegatálma á mörg-
um stöðum í Punjabfylki og
rauf allt fréttasamband milli
fylkisins og umheimsins. Síðar
sögðu talsmenn hersins frá því
að allir helstu helgistaðir hefðu
verið umkringdir í Punjab þar
sem aðskilnaðarsinnar og aðrir
öfgasinnar hefðust við á þessum'
stöðum. Fram til þessa hafði
herinn ekki þorað að rjúfa frið-
helgi hofanna og annarra helgi-
staða af ótta við að slíkt myndi
auka enn á andstöðu sikha við
stjórnvöld í Nýju-Delhi.
Indverskur herforingi skýrði
svo frá því í gær að herinn hefði
ráðist í 39 sikha-hof, fimm hind-
úamusteri ogeina mosku. Fjöldi
manns hefði fallið á báða bóga
og herinn hefði fundið mikið
magn vopna sem öfgasinnar
hefðu geymt í helgistöðunum.
Hörðustu bardagarnir urðu
■ Harchand Singh Longowal, einn helsti stjórnmálaleiðtogi
sikha. Hann mun hafa gefist upp fyrir indverska hernum við Gullna
hofið í Amritsar skömmu áður en herinn lagði þar til atlögu.
Símamynd-POLFOTO
við Gullna hofið í Amritsar sem
er helgast allra hofa sikha. Þar
féllu næstum því 300 manns og
margir særðust. Hermenn not-
uðu sprengjuvörpur, brynvarða
bíla og vélbyssur í bardögunum
og þeir segja að í Gullna hofinu
hafi þeir m.a. lagt hald á 40
vélbyssur.
Síðast þegar fréttist hélt lítill
hópur sikha enn uppi vörnum í
kjallara hofsins undir forystu
Bhindrawale sem stjórnvöld
segja að sé leiðtogi hörðustu
aðskilnaðarsinnanna.
En áður en bardagarnir hóf-
ust fyrir alvöru höfðu nokkrir
helstu leiðtogar sikha, sem
höfðu aðsetur í Gullna hofinu,
gefist upp. Harchand Singh
Longowal,1 leiðtogi stærsta
flokks sikha, Akali Dal-
flokksins, var meðal þeirra sem
gafst upp en hann hefur löngum
verið talinn til hófsamari leið-
toga sikha. Samt lýsti Longowal
þessi yfir heilögu stríði á hendur
stjórninni í Nýju Delhi í ágúst
árið 1982 til þess að „bjarga
Punjab frá vanhelgum áformum
höfðingjanna í Delhi", eins og
hann orðaði það. Síðan hafa
vopnuð átök og hermdarað-
gerðir stöðugt aukist í Punjab.
Mondale
lýsir
sigri
St.Paul-Kcutcr
■ Walter Mondale lýsti því
yfir í gær að hann hefði tryggt
sér 2008 kjörmenn, meira en nóg
til að öðlast útncfningu Demó-
krataflokksins sem forsetaefni.
Síðustu forkosningarnar fóru
fram í fyrradag.
Gary Hart og Jessy Jackson
neituðu hinsvegar báðir að
viðurkenna ósigur og ætla að
bcrjast fyrir útnefningunni fram
á síðustu stund.
Flokksleiðtogar hafa nú
áhyggjur af afstöðu Harts. Þeir
vilja reyna að sameina flokkinn
fyrir forsetakosningar og halda
fram að hin harða forkosning-
abarátta Demókrata hafi aðeins.
aukið sigurlíkur Reagans.
Fáveðféð
14 falt
■ Hesturinn Secreto vann
óvæntan sigur á veðreiðunum í
Epson í Englandi í gær. Þeir
sem veðjuðu á Secreto fyrir
hlaupið fengu upphæð sína
fjórtánfalda til baka.
Þjálfari Secreto heitir David
O’Brian en faðir hans þjálfaði
hestinn sem varð í öðru sæti.
Faðirinn var þrátt fyrir allt hinn
ánægðasti og lýsti því yfir eftir
hlaupiðaðþettaværi stórstund
fyrir fjölskylduna.
TTurk
■ Saudi-Arabar skjóta
niður tvær íranskar orr-
ustuflugvélar.
iran rAFGH
.Persian]_S
KGulf V
SAUDP
ARABiA
IRAQ
KHARG
ISLAND
KUWAIT
■ Al-Arabiya
(Saudi-arabísk eyja)
SAUDI
ARABIA
Persian
Guif
BAHRAIN
Gulf of
Oman
QATAR
OMAN
■ Saudi-Arabar hafa nú dregist inn í átökin við Persaflóa. Orustuflugvélar frá Saudi-Arabíu
skutu tvær íranskar flugvélar niður í fyrradag í saudi-arabískri lofthelgi. símamynd - roiroio
Ekkert bólar á
stórsókn írana
Bahrain - Rcuter
■ Þrátt fyrir mikinn undir-
búning írana að undanförnu
og liðssafnað þeirra á landa-
mærum íraka bólar enn ekk-
ert á þeirri stórsókn sem
búist var við að þeir myndu
hefja í dag.
íranir og írakar hafa að
vísu skipst á skotum við víg-
stöðvarnar og íranskt stór-
skotalið skaut í gær skeytum
sínum á fjórar borgir í írak.
En íranir höfðu samt enn
ekki beitt herstyrk sínum af
fullum þunga við nýja innrás
í írak seint í gærkvöldi.
Hættan á því að stríðið
breiðist út til annarra landa
virðist stöðugt vera að aukast
og í fyrradag skutu flugvélar
frá Saudi-Arabíu niður tvær
íranskar orustuþotur sem
höfðu rofið lofthelgi Saudi-
Araba.
■ Reagan Bandaríkjaforseti heilsar gömlum hermönnum að
hermannasið við minningarathöfn við Pointe du Hoc á strönd
Normandí í gær. POLFOTO-Símamynd
Normandí:
Þjóðhöfðingjar
minnast D-dags
Utah Beach-Reuter
■ Vestrænirþjóðhöfðingjartókuígærþáttí hátíðahöld-
um í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá D-degi innrásarinnar
í Normandí. Reagan Bandaríkjaforseti, Mitterand Frakk-
iandsforseti og Elísabet Bretadrottning voru meðal þeirra
sem tóku þátt í hátíðahöldunum og notuðu þjóðhöfðingj-
arnir tækifærið til að leggja áherslu á að sættir næðust milli
austurs og vesturs.
Reagan ávarpaði bandaríska
uppgjafahermenn og sagði þá
m.a. að hörmungar seinni
heimsstyrjaldarinnar undir-
strikuðu nauðsyn þess að
Bandaríkjunum og Sovétríkj-
unum tækist að ná sáttum.
Mitterand tók í sama streng og
lagði einnig áherslu á að óvinur
bandamanna í styrjöldinni hefði
ekki verið Þýskaland, heldur
aflið og hugmyndafræðin sem
náð hafði völdum þar. Látið var
að þvf liggja að þessi ummæli
hefðu verið til að draga úr
óánægju Vestur-Þjóðverja með
að vera ekki boðnir til hátíða-
haldanna en Vestur-Þjóðverjar
eru nú nánustu bandamenn
Frakka.
Bæði Reagan og Mitterand
minntust sérstaklega á það
mikla mannfall sem Sovétmenn
urðu fyrir í síðari heimsstyrjöld-
inni. Sovétmenn hafa hins vegar
gagnrýnt hátíðahöldin í Nor-
mandí. Sovéskur hershöfðingi
sagði í gær í sjónvarpsræðu að
Vesturveldin væru að snúa sög-
unni við og Reagan að nota
tækifærið til atkvæðasmölunar.
Hershöfðinginn sagði að þegar
innrásin var gerð hefðu Sovét-
ríkin verið í aðstöðu til að vinna
stríðið án aðstoðar banda-
manna.
Því hefur raunar verið haldið
fram af sagnfræðingum að inn-
rásin hafi ekki aðeins verið til
þess ætluð að koma Sovét-
mönnum til hjálpar með því að
mynda nýjar vesturvígstöðvar,
heldur einnig til að koma í veg
fyrir að Sovétmenn yrðu allsráð-
andi í Evrópu eftir stríðið.
Lét sóknarbörnin
hneigja sig 300
sinnum til jarðar
Moskva-Reuter
■ Kröfur presta til sóknar-
barna eru misstrangar. Flestir
gera sig ánægða með að kirkju-
sóknin sé þokkalega góð en
prestur nokkur í Sovétríkjun-
um, Nikolai Temirbayev, sókn-
arprestur í Krasnovodsk-borg í
Turkmeniu gerði sig ekki
ánægðan með það eitt að fólk
kæmi til kirkju.
Sovéskt dagblað sagði frá því
í gær að séra Nikolai hafi látið
kirkjugesti beygja sig 300 sinn-
um til jarðar til merkis um iðrun
vegna drýgðra synda. Sam-
kvæmt frétt dagblaðsins leið
yfir mörg eldri sóknarbörnin
við þá áreynslu sem þessu
fylgdi. Presturinn var þess
vegna handtekinn og ákærður
fyrir ofbeldi enda var sagt að
hann berði einnig eiginkonu
sína.
Endir málsins var sá að prest-
urinn var dæmdur í tveggja ára
fangelsi vegna „glæpa sinna“.
Dagbækur CheGuevara
Ekki frá Kúbustjórn
Havana-Rcuter
■ „Þessi hægri blöð eru eins
lágkúruleg og morðingjar, þjóf-
ar og okrarar“, sagði Daly
Gramma, opinbert málgagn
kommúnistaflokksins á Kúbu,
um þær spekúlasjónir ýmissa
dagblaða að Kúbustjórn stæði á
bak við það að dagbækur Che
Guevara verða boðnar upp hjá
Sotheby's í júlí.
Dagbækur Guevara, sem
hjálpaði Fidel Castro til að ná
völdum á Kúbu fyrir 25 árum,
voru gefnar út í Havana stuttu
eftir að Guevara lést árið 1967.
Þá voru notuð Ijósrit af dagbók-
ununt sem voru geymdar hjá
bólivíska hernum.
Nokkur dagblöð gerðu því skóna
að Kúbustjórn hefði síðan kom-
ist yfir dagbækurnar og stæði á
bak við uppboð þeirra til að afla
gjaldeyris.
Stjórn bólivíska hersins sagði
að dagbækurnar hefðu horfið
þegar lýðræðisstjórn tók við í
Bólivíu fyrir rúmu ári.
Sothesby’s hefur aðeins lýst
því yfir að fyrirtækið muni
bjóða upp dagbækurnar fyrir
hönd eiganda þeirra sem ekki
sé breskur.