NT - 07.06.1984, Blaðsíða 1

NT - 07.06.1984, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. júní 1984-137. tbl. 68. árg. Skotárás á steypubíl? „Á enga óvini“ segir bílstjórinn ■ „Ég var að keyra niður Álafossbrekkuna, þegar ég mætti gráum bfl og heyrði skothvell. Á eftir þóttist ég sjá far á tengivagninum eftir kúlu“. Petta sagði Arnþór Hálfdán- arson bifreiðarstjóri hjá Steypu- stöðinni h.f. í samtli við NT í gær, en Arnþór telur að skotið hafi verið á sig um hádegisbilið í gær, þar sem hann var á leið til Reykjavíkur með malarfarm ofan úr Esju. „Ég fékk hellu fyrir eyrun, því að þetta var ekkert venju- legur hvellur, heldur eins og hvellur sem maður heyrir þegar maður er sjálfur að skjóta“, sagði Arnþór. Aðspurður sagðist hann ekki hafa hugmynd um hver gæti hafa gert þetta, hann ætti enga óvini. „Ég átti mér einskis ills von, þegar ég mætti bílnum. Hann var bara eins og einn af þúsund- um bíla, sem ég mæti“. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið mál þetta til rann- sóknar, en í gærkvöldi var allt óvíst hvort rispa, sem kom á skjólborð tengivagnsins hafi orsakast af byssukúlu eða ein- hverju öðru. ■ Arnþór Hálfdánarson við tengivagninn, sem skotið var á í gær í Vestulandsvegi. NT-raynd Árni Bjarna. Kaupmönnum skylt að verðmerkja vörur sínar: „VIRKA HVETJANDI A INNBROTSÞJÓFA“ - segja gullsmidir, sem þó er ætlað að verðmerkja eins og öðrum ■ Þó að í langflestum verslunum í miðborg Reykjavíkur séu verð- merkingar í útstillingar- gluggum eins og vera ber þarf ekki að ganga lengi til að finna verslun sem huns- ar reglurnar. í NT úttekt í dag er fjallað um verð- merkingar og þar kemur fram að Verðlagsstofnun leggur nú, í kjölfar kjara- skerðingar hjá launafólki, minnkandi verðbólgu og aukins frjálsræðis í verð- lagsmálum, mun meira upp úr því að þeir sem selja vöru og þjónustu til neytenda standi sig í stykk- ingu hvað verðmerkingar varðar. Einnig kemur frani að pottur er víða brotinn í þessum efnum þó að enginn kaupmaður sem blaðið talaði við væri beinlínis á móti verðmerk- ingum. Sumir, til dæmis gullsmiðir, eru tregir til að fara að settum reglum þar sem þeir telja verðmerk- ingar í búðargluggum hvetja til innbrota og merkingar innanbúðar hjálpa inn- brotsþjófum að velja það dýrasta úr versluninni.. Enda sér Verðlagsstofnun í gegnum fingur sér. við skartgripasala, sem í ýms- um löndum eru undan- þegnir ákvæðum um verð- merkingar. NT-úttekt í opnunni ómasson fékk Bjartsýni- verðlaunin ■ Helgi Tómasson tók í gær við Bjartsýniverð- launum Bröstesjóðsins danska. Verðlaunin eru að upphæð 25.000 danskar krónur eins og reyndar má sjá á ávísuninni hér á mynd- inni, sem tekin var við þetta tækifæri. Það er forstjóri Tívolís í Kaupmannahöfn, Niels Jörgen Kaiser, sem hér afhendir Helga verð- launin en eiginkona Helga, Marlen, stendur við hlið hans. Þetta er í fjórða sinn sem Bjartsýniverðlaunin eru veitt en til þeirra var stofn- að 1980, þegar Vigdís Finn- bogadóttir fór í fyrstu opin- beru heimsókn sína til Dan- merkur. Símamynd-POLFOTO Vilja Frakkar reisa álver hérálandi? ■ Könnunarviðræður íslensku stóriðju- nefndarinnar og fulltrúa franska fyrirtækis- ins Pechney, sem er þriðji stærsti álfram- leiðandi í heimi, um að fyrirtækið reisti álver hér á landi fóru fram í Reykjavík í gær. Eftir því sem næst verður komist er erfítt að segja nokkuð um raunverulegan áhuga fyrirtækisins, en viðræðurnar fóru fram að frumkvæði íslendinga og ekkert hefur verið ákveðið um framhald þeirra. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur nokkrum stórum fyrirtækjum í áliðn- aði verið skrifað bréf þar sem stóriðjunefnd hefur fal- ast eftir viðræðum við þau um hugsanlega byggingu ál- vers hér á landi. I því sam- bandi hefur fyrst og fremst verið rætt um Eyjafjörð en einnig Reykjanes og Þorláks- höfn. Ekki hefur staðið á svörum því að ákveðnar hafa verið könnunarviðræður við þrjú stærstu fyrirtækin í áliðn- aði nú í júní og júlí. Fvrir- tækin eru, Alcan, Alcoa og Pechney. Einnig eru væntan- legir hingað til lands fulltrúar frá þýsku álfyrirtæki. ■ Viðar sveiflar sér í dansinn með Svanhildi Sigurðardóttur danskennara. NT-mynd: Árni Bjarna. ■ Viðar Völundarson lauk nýlega danskennaraprófi Dans- kennarasambands íslands með hæstueinkunnirsemgefnar hafa verið hér á landi. Á síðustu prófunum, nú í vor fék Viðar 10 í munnlegu prófi í grein sem kallast „tekník" og 9.8 í dansi. Viðar er frá Alftanesi, rétt fyrir utan Húsavík. Hann er nítján ára gamall og hefur lagt stund á dansnám í fjögur ár hjá dansskóla Heiðars Astvaldsson- ar. Viðar er nú á förum til Banda- ríkjanna þar sem hann mun dvelja í sumar sem skiptinemi en hyggst kenna dans hjádansskóla Heiðars næsta vetur. Nánar verður greint frá Viðari og námi hans í helgarblaði NT nú um helgina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.