NT - 10.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 10.06.1984, Blaðsíða 3
 M „Trufliðmigekkimeðanhann tekur myndina, “ sagði Konni, þegar Ijósmyndarinn lyfti myndavélinni. Baldur sagði auðvitað ekki orð! Sunnudagur 10. júní 1984 ■ Okkar maður í Madríd, Kristinn R. Ólafsson ræðir við spánskan mann sem talar ágæta íslensku en hefur aldrei á skerið komið. Sá hinn síðarnefndi er reyndar kennari í íslensku og hefur þýtt perlur ís- lenskra bókmennta yfir á spönsku. ■ Útsendari Helgarblaðsins var á ferð um Þýskaland og lenti þar í ævintýrum sem hann segir frá í grein sem ber hvprki meira né minna en nafnið „( heimahögum jungfrú Alexöndru á Behashof." ■ Við heimsækjum líka mjög sér- stakt hótel þar sem gestirnir eru með alls kyns hundakúnstir í orðs- ins fyllstu merkingu. Á þessu sérkennilega gistihúsi þykir heldur ekkert slæmt að vera svol ítið tíkarlegur og menn eru upp með sér af að fara í hundana. ■ Krýsar á íslandi, eru þeir hug- arfóstur eða var hér blómleg menn- ing löngu áður en norrænir menn komu til íslands? Kenningin um þessa fornu menningarþjóð sem hraktist frá Egyptalandi til íslands er umdeild meðal fræðimanna og hef- ur hvorki verið sönnuð ne afsönnuð. FORSÍÐUMYND: ■ Krýsar í Kapelluhrauni Ljósmynd: Róbert Umsjónarmenn: Atli Magnússon Jón Ársæll Þórðarson Þorsteinn G. Gunnarsson TOYOTA Líttu við í Hafnarstrætinu, hinum nýja sýningarsal okkar. Þar er opið virka daga frá kl: 10:00-18:00. E E ■ „Búktalið er listgrein sem er að deyja út,“ sagði Baldur Georgs, faðir þess fræga „Konna,“ þegar við hittuni hann að máli í vikunni, en Baldur gerði eins konar „comeback“ eftir tíu ára þögn austur í Hveragerði um daginn, en þá tróð hann upp á sýningu Steingríms Sigurðssonar. „Dæmi um það eru brúðurnar sjálfar," sagði Baldur. „Það var breskur snillingur sem smíðaði „Konna“ á sínum tíma en nú er hanndáinn. Þeirsmíðabrúðurnar núna úr einhverjum plastefnum og það er ómögulegt að komast í rétt samband við það efni. Já, það þarf að myndast alveg sérstakt samband á milli búktalarans og brúðunnar. Það geta í rauninni ekki allir lært þetta. Menn verða að geta verið tveir einstaklingar í senn. Annars verður þetta aldrei ekta. Það er hægt að læra taltæknina, en ekki hitt, ef menn hafa það ekki í sér. F.gvar 16áraþegarvið„Konni“ komum fy rst fram. Ég var svo með hann í ein 30 ár, en hætti fyrir tíu árum vegna veikinda. Ég ætD að vita hvort mér tekst enn að gera þetta eins og í gamla daga. Ég veit ekki hvernig tekst. Maður verður að sjá til.“ TOYOTA - þjónustan er í sama gæðaflokki og bílarnir. TOYOTA Söludeild Hafnarstræti 7 101 REYKJAVÍK Sími 91 25111

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.