NT - 10.06.1984, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. júní 1984 9
lU'
■ Árið 1971 gaf bókaútgáfan
Helgafell út litla Ijóóabók , sem
bar hið hógværa heiti „Er á þetta
lítandi?“ Ljóðin, sem þar lágu milli
spjalda, eru eftir Unni S. Braga-
dóttur, sem á þessum árum var
menntaskóiasnót í MR, en þangað
hafði hana borið austan af Eski-
firði.
Nú er það ekki ætlun mín, að
fara að skrifa gáfulegar athuga-
semdir um þessa bók og kalla
krítík. Bæði væri heldur seint af
stað farið, og eins hentar mér
bctur, að lesa bækur fyrir sjálfan
mig en annað fólk. Þó skal þess
getið, að í þessari bók voru bæði
fögur Ijóð og einlæg.
Aldrei átti ég annars von, en að
ég fengi að sjá fleiri Ijóð frá Unni.
En það fór á annan veg. Sú stutta
gerði sér lítið fyrir, og lét sig hverfa
sporlaust úr bókmenntalífi þjóðar-
innar. Á þrettánda ár hef ég beðið
þess, að fá að sjá, þó ekki væri
nema eitt stykki Ijóð í lesbók. Hafi
það birst, sem ég dreg stórum í
Spjall
Pjetur
Hafstein
Lárusson.
efa, þá hefur það farið framhjá
mér.
Þótt mér sé hlýtt til Unnar, bæði
sem skálds og gamals félaga úr
heimi ungra skálda í upphafi síð-
asta áratugar, þá þykja mér það
hæpnir mannasiðir af hennar
hálfu, að meina fólki aðgang að list
sinnio
Því miður er það svo, að fleiri
góðar skáldkonur en Unnur S.
Bragadóttir láta alltof lítið frá sér
heyra meðan við karlarnir þveng-
ríðum Pegasusi út um holt og móa.
Hvergi er það t.d. mcð Kristínu
Bjarnadóttur og Elísabetu Jök-
ulsdóttur? Á maður kannski að
þurfa að brjótast inn hjá þeim,
stela Ijóðum þeirra úr læstum hirsl-
um og lauma þeim í prentsmiðju,
til að fólk fái að sjá eitthvað meira
frá þeim en stöku Ijóð í tíma-
ritum ?
Svona i lokin ætla ég að nefna
citt dæmi þess, hve yfirgengilega
hógværar skáldkonur eru á ritvell-
inum.
Fyrir nokkrum áruin hélt Rauð-
sokkahreyfingin samkomu í Fé-
. lagsstofnun stúdenta. Meðal þess,
scm auglýst var að yrði á boðstúln-
um, var lestur kvenna á eigin
Ijóðum. Við hjónin mættum á
staðinn og hlökkuðum mikið til að
hlýða á blessaðar konurnar lesa
Ijóð sín. En viti incnn. Þær létu
ekki sjá sig.
Fyrst í stað vonuðu menn, að
landlæg óstundvísi orsakaði fjar-
veru skáldanna, en þegar sýnt
þótti, að svo væri ekki, veit ég ekki
fyrri til, en ein þeirra ágætu
kvcnna, sem stóðu fyrir samkom-
unni hvíslar því i eyru mér, að nú
verði ég að bjarga því sem bjargað
verði og lesa eigin Ijóð. Því næst
var ég keyrður hcim á babúbíla-
hraða til að sækja Ijóð oni mann-
skapinn. Þessari kynningu á Ijóða-
gerð kvenna lyktaði sem sagt með
því, að ég, karlrembusvín holdi
klætt, las úr eigin verkum yfir liðinu.
Púkinn í mér skemmti sér vitan-
lega konunglega, en skelfing urðu
áheyrendur klumsa.
■eaerí
AL-GROÐURHÚS
og sólreitir fyrir heimagarða
Stærðir:
3,17x3,78 (10x12 fet) m/gleri
2,55x3,78 ( 8x12 fet) m/gleri
2,55x3,17 ( 8x10 fet) m/gleri
Vegghús:
1,91x3,78 ( 6x12 fet) m/gleri
Ýnisir fylgihlutir fyrirliggjandi: Hillur, sjálfvirkir
gluggaopnarar, borð, rakamælar, rafmagnsblásarar o.fl.
o.fl.
Sólreitirnir eru af nýrri gerð, með plastgleri (óbrjótan-
legt) og innbyggðum, sjálfvirkum opnunar- og lokunar-
biinaöi, sem vinnur á sólarorkunni.
Stærð 122x92x38.
Eden garðhúsin eru nú fyrirliggjandi, en við höfum yfir 10
ára reynslu i þjónustu við ræktunarfólk. Engin gróðurhús
hafa náð sömu útbreiðslu hérlendis. Þau lengja ræktunar-
timann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóðum við lægsta
verð, ásamt frábærri hönnun Eden álgróðurhúsa. Sterk-
bvggð og traust hús.
Sýningarhús á staðnum
Kynnisbækur sendar ókeypis
\jr * ■ r ■ r Grandagarði 13,
IxllT rlt. Reykiavik — Simi 23300
Heilög Sesselja í loft-
köstum yfir Listahátíð
■ Menn hafa verið að velta fyrir
sér hver þessi beri kvenmaður sé
sem þeir Listahátíðarmenn flagga
utan á Útvegsbankanum í Reykja-
vík og reyndar víðar. Til að komast
að hinu sanna í málinu slógum við á
þráðinn til Bjarna Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar.
Hvaða kona er þetta sem þið eruð
svona hrifnir af Bjarni að þið hafið
gert að einhvers konar vörumerki
hátíðarinnar? „Þetta er nú hún
Sesselja sem mun vera eins konar
verndari tónlistarinnar í heiminum.
Það var ákveðið að efna til sam-
keppni um veggmynd sem gæti verið
merki hátíðarinnar og þessi mynd
varð fyrir valinu. Þessu var tekið
mjög skemmtilega og við höföum
fjölda mynda upp úr krafsinu sem
dómnefnd valdi svo úr. Sá sem svo
listilega teiknar heilaga Sesselju er
Hannes Sigurðsson nemandi úr mál-
undardeild Myndlista- og handíðar-
skólans í Reykjavík. Með myndinni
lét listamaðurinn fylgja texta þar
sem segir að heilög Sesselja stökkvi
hæð sínaí loft upp af ánægju vegna
blómstrandi listalífs á höfuðborgar-
svæðinu. Myndin hefur vakið at-
hygli og við köllum hana lukku-
tröllið okkar. Hvort sem það er
henni að þakka eða einhverju öðru
þá hefur hátíðahaldið gengið stór
slysalaust og það er svolítill stígandi
í þessu hjá okkur þannig að ekki
verður síður mikið um að vera
seinni hluta hátíðarinnar en á fyrri
hlutanum."
STETJ
m°STÉ
UR HELLUM OG BROTSTEINUM
SEM VID SELJUM.
HJA OKKUR FAIÐ ÞIÐ
MARGS KONAR HELLUR OG
BROTSTEINA I STÉTTAR
OG GARÐSKREYTINGAR,
STIGA OG ÞREP.
MUNIÐ OKKAR ÓTRÚLEGA
HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMALA
- 20% ÚT OG
AFGANGINN Á 6 MANUÐUM.
SÍMINN ER 28600
BYCClNGflVORURl
HRINGBRMrM20^^^^^ SOLUSTJORI. 28-693 MÁLNING OG VERKFÆRI . 28-605 ■
GÓLFTEPPADEILD 28-603 SKRIFSTOFA. 28-620 BYGGINGAVÖRUR 28-600
TIMBURDEILD. 28-604 HARÐVIÐARSALA 28-604 FLfSAR, HREINUETISTÆKI. 28-430