NT


NT - 10.06.1984, Side 10

NT - 10.06.1984, Side 10
IU Kristinn #?. Ólafsson skrifar frá Madríd Sunnudagur 10. júní 1984 10 HIC AIMU MMD H ÍSLAINDS ENDVMK ÍSUNSMAS FOUMtÓMMBNNII! ASMNSNJ M Enrique Bernárdez heitir maður. Hann er 35 ára og kennir germönsk málvísindi við Complutense - háskólann í Madríd. Enrique/ Heinrekur er mikill áhugamaður um allt íslenskt, bæði menningu og tungu sem hann talar mæta vel þótt hann hafí aldrei komið til íslands. Hefur Bernárdez nú þýtt fjölmargar fornbókmenntir okkar á spönsku og fengið þær gefnar út. Hann hefur einnig kennt forníslensku í tvö ár og ætlar nú að byrja að skoða nútímamálið með nemendum sínum næsta haust. í vetur var hann með 6 nemendur sem hann uppfræddi utanvið aðra kennslu. Þetta er því óstyrkt áhugastarf sem hvorki hann né nemendur fá neitt fyrir, hvorki peseta né punkta - einskær elska á þessari tungu sem enn á örtölvuöld er töluð næsta óbrjáluð, nánastfyrir sérvisku og útúrboruskap, á því „landi sem gagrast rís og öndverðast úrhafínu((. Heinrekr er Jósefsson, hermanns, er nú er setstr í helgan stein, er þessi saga hefst. Móðir hans heitir Hlíf, Heinrekr býr í steinborg einni mikilli miðlendis á Spáníalandi. ÞarheitiríMatríðiánorrænu. Þarsvíðr glóandi sqj á sumaren frost bíta stundum á vetrarnáttum. Heinrekr er lágr vexti, skarpvaxinn ok réttvaxinn, dökkr á hár ok fellr hárit ílokka at aftan. Hann skefr skegg at skinni á kjömmum. Heinrekr erfræðimaðr mikill ok fer mjök með sögur ok skemmtir velkvæðum. Snýrhann þeim úr norrænu á tungu landsmanna, en Heinrekr kann skil á máli margra þjóða. Hann er svá elskr at bókum at fár er honum jafnelskr. Sonr Heinreks heitir Óláfr eftir Óláfí enum Helga. Kristinn R. Ólafsson náði tali og myndum af Enrique/Heinreki í Madríd á dögunum. Islenskan hnýsilegust Hversvegna hefurðu svona mikinn áhuga á íslcnskri tungu og fræðum? - Ég nam germönsk málvís- indi hérna við háskólann í Madríd og var þar aðeins kom- ið inná forníslensku. Áhugi minn vaknaði þá fyrir málinu og sérílagi bókmenntunum sem eru langtum hnýsilegri en t.d. þýskar fornbókmenntir. Ég byrjaði þá að glugga í íslenska málfræði og íslend- ingasögur á eigin spýtur. Svo var ég eitt ár við hollenskunám við háskólann í Groningen í Hollandi og datt þar oná tíma í forn - og nútímaíslensku sem hollendingur kenndi. Við þýddum þarna svolítið af Gunnlaugssögu Ormstungu en í nútímaíslenskunni vorum við ekki nema tveir svo að þetta fór meira í spjall en alvarlegan lærdóm. Þau tólf ár sem ég hef kennt hérna við háskólann í Madríd hef ég svo bætt við íslenskuþekkinguna meðJestri bóka sem ég hef verið að kaupa eftir pöntunarlistum frá íslandi. Ætli ég eigi ekki orðið einar 200-300 íslenskar bækur. Ég hugsa að ég eyði svona 50 pesetum (tæpum 10 þús. krónum) áríega bara í íslensk- ar bækur sem reyndar eru nú alveg fokdýrar. Maður hefur hinsvegar aldrei tækifæri til að tala íslensku. Er íslenska þá hnýsilegust þeirra mála sem þú leggur stund á? - Já. Pað er í málinu svo margt sem vakti athygli mína alveg frá byrjun. Bygging tungunnar sjálfrar og svo ýmis framburð- arhljóð, t.d. tvöfalda ennið í Spánn, tvöfalda ellið, aðblást- urinn (pé í uppi er aðblásið), órödduðu samhljóðin eins og ennið í vanta í sunnlenskum framburði og annað sem er nær einstakt í Evrópu. Einnig er athyglisvert hversu vel gaml- ar orðmyndir hafa varðveist í málinu allan þennan tíma. ís- lenska er því hnýsileg í sjálfri sér, fyrir utan menningararf ög bókmenntir. Laxdæla ein eftir óþýdd... Hvað ertu húinn að þýða af islenskum fornbókmenntum? - Af því sem út er komið má fyrst nefna bók sem heitir Goðafræðitextar úr Eddunum. Þar er að finna Gylfaginningu og Skáldskaparmái, Völuspá, Hávamál, Vafþrúðnismál og önnur goðakvæði. Egilssaga er einnig komin út og svo bók er ber titilinn íslendingasögur en þar eru Hrafnkelssaga, Gunn- laugssaga Ormstungu og nokkrir þættir, Þorsteinsþáttur stangarhöggs, Auðunsþáttur og fleiri, saman í einu bindi. Innan tíðar kemur út bók sem kallast Norrænir Hetjutextar. Þar eru m.a. hetjukvæði úr Eddunum, Völsungasaga, fær- eyskt söngkvæði um Sigurð Fáfnisbana og annað danskt um Brynhildi. Njálssaga er einnig umþaðbil að birtast - ég er búinn að lesa fyrstu prófarkirnar - og núna er ég og tveir nemendur mínir að þýða Ólafssögu helga eftir Snorra. Og ef útgefendur sýna enn áhuga ætla ég að þýða Eiríkssögu rauða og Græn- lendingasögu með aðstoð ne- menda minna, þótt hún liafi komið út á spönsku í fyrra, en það var sjóræningjaþýðing eft- ir ensku Penguin - útgáfunni og ekki nógu vel unnin. Auk mín hefur þýðandi Lax- ness á spönsku, José Antonio Fernández Romero, háskóla- kennari í Vígó í Galisíu (N-V- Spáni) og glöggþekkinn á ís- lensku, þýtt tvær eða þrjár sögur: Gíslasögu, að því er mig minnir, og Bandamanna- sögu sem koma bráðlega út. Laxdæla er því ein eftir óþýdd af þeim mikilvægustu. Þess má líka geta í þessu sambandi að Fernández Romero hefur nýlega þýtt þjóðsögur Skúla Gíslasonar og tíu forna þætti á galisísku og gefið út. Er það í fyrsta skipti sem þýtt hefur verið úr ís- lensku yfirá galisísku. Fern- ández Romero hefur einnig þýtt kvæði eftir Stein Steinarr á spönsku/kastilísku og skrifað greinar í blöð og tímarit um íslenskar bókmenntir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.