NT - 10.06.1984, Blaðsíða 11
M Málvísindadeild Complulense-háskólans í Madríd.
Nú hefur hver bókin elt aðra
hjá þér á rúmu hálfu ári. Ertu
svona snar að snúa þessu yflrá
spönsku?
- Nei, það er nú tilviljun að
þetta skuli allt koma svona út
í runu. Eg var búinn að vera
við þetta lengi. Það liðu td. tvö
ár frá því að ég þýddi Goða-
fræðitextana úr Eddunum þar
til ég sneri Eglu.
Hverjar hafa viðtökur verið
og hvað er þetta gefið út í stóru
upplagi?
- Eg hef nú bara ekki hug-
mynd um það. Það hefur nú
reyndar verið fjallað svolítið
um þýðingarnar í tveimur dag-
blöðum hérna í Madríd, YA
og ABC, en meira svona útfrá
almennu sjónarhorni... að það
væri athyglisvert að fá þessar
áðuróþekktu bókmenntir á
spönsku. Nú svo gerði 3. rás
spánska ríkisútvarpsins
(menningarrás) tvo klukku-
tíma þætti um íslendinga-
sögurnar. Þar var öll Hrafn-
kelssaga lesin og kaflar úr
Egilssögu og rætt við mig í
þrjá stundarfjórðunga. Auk
þessa hefur aðeins verið
minnst á þetta í öðrum út-
varpsstövum.
Úlfmenni og
fuglakonur
Hér kcmur svo stór
spurning. Hver er staða og
mikilvægi íslenskra fornbók-
mennta í Evrópu?
- Þær eru að mínu viti mikil-
vægar í sjálfum sér. Þær eru að
mörgu leyti alveg sér á báti í
evrópskum miðaldabók-
menntum. Þaðeraðsjálfsögðu
margt í þeim sem á sér hlið-
stæðu í Evrópu, en íslendinga-
sögurnar og Eddurnar eru sér-
íslenskt fyrirbæri. Vandamál
íslenskra fornbókmennta að
þær hafa ekki haft nein áhrif
utan íslands, nema kannski á
Norðurlöndum eftir að menn
þar fóru að huga að þeim á
síðustu öld. Þetta dregur
ósjálfrátt úr mikilvægi þeirra í
heiminum, t.d. hér á Spáni þar
sem nánast ekkert hafði verið
þýtt áður. Þær skýringar sem
er að finna um íslenskar forn-
bókmenntir í spönskum upp-
sláttarritum eru yfirleitt fengn-
ar eftir krókaleiðum, lélegar
og oft alrangar, jafnvel í ritum
eftir sérfræðinga. Sem dæmi
má nefna að einn helsti
miðaldabókmenntafræðingur
Spánverja, Martín de Riquen,
segir Eglu vera furðusögu, þar
sem karlmenn bregða sér í
úlfslíki og konur í fuglsham og
þar fram eftir götunum. Annar
fræðingur, Lapesa, segir forn-
skáldin (escaldas) hafa verið
alþýðuskáld sem flöndruðu
milli bæja að syngja kvæði sín.
Þetta bendir til þess þekkingar-
leysis sem verið hefur á
íslenskum fornbókmenntun á
Spáni.
Hvað undirstrikar þú við
nemendur þína varðandi stíl
Islendingasagna?
- Einkum samtalsstílinn -
það talmál sem er á sögunum,
öfugt við flókinn stíl og latínu-
stælingar annarra miðaldabók-
mennta í Evrópu. Ég legg
einnig áherslu á hvernig sagan
er sögð og atburðir settir fram
án þess að hvatir fólks séu
útskýrðár. I þær verður að
ráða af orðum og gjörðum
sögupersónanna.
islendingasögur
frumsamdar
ritsmíðar...
Að hvaða skoðun hallast þú
um uppruna og höfunda Is-
lendingasagna?
- Ég hygg að þær séu frum-
samdar ritsmíðar, ýmist
byggðar á munnmælum eða
skriflegum heimildum. Að þær
séu eldgamlar munnmæla-
sögur sem síðan voru færðar
orðréttar í letur, eins og hefð-
bundnar kenningar hafa viljað
meina, tel ég ólíklegt.
Eru þetta þá ritsmíðar krist-
inna manna?
- Já, ég held einmitt að
menningarverðmæti heiðninn-
ar hafi varðveist mjög vel á
íslandi þar sem kristnitakan
fór átakalaust fram - ólíkt því
sem gerðist annarsstaðar á
Norðurlöndum, t.d. í Svíþjóð
þar sem kristnunin þurrkaði
heiðna siði nánast út - sama
gerðist í Danmörku - og í
Noregi tengdist kristni baráttu
kónga að festa sig í sessi. Á
íslandi var þetta friðsamleg
þróun án róttækrar mótstöðu.
Mér sýndist því mjög skiljan-
legt að kristnir höfundar hafi
getað skrifað í anda sem ekki
var kristinn og reynt að spegla
heiðna tíð sæmilega óbjagað.
Egill mannlegastur...
Gunnar og Njáll
of einfaldir
Hvaða saga og sögupersónur
eru svo í mestu uppáhaldi hjá
þe'r?
-Egilssaga og Egill. Mér
finnst hann hnýsilegastur allra,
kannski af því að hann er
mannlegastur og mótsagna-
kenndastur. Hann erallurann-
ar maður á íslandi, þá við
aldur, en er hann var erlendis,
og þar breyttist persónuleiki
hans einnig eftir því sem árin
færast yfir hann. Vináttutengsl
hans við eina og aðra eru
einnig mismunandi. Á íslandi
er hann fégráðugur og nískur
og vill engar illdeilur heldur
sitja heima í friði.
Er þetta ekki ekta víkings-
hugarfar?
- Jú, friðelskur bóndi heima
en grimmúðgur stríðsmaður
heiman. Ég hef etv mestar
mætur á honum einmitt vegna
þess hve dæntigerður og tákn-
rænn hann er að þessu leyti og
fjölbreyttur. Áðalpersónur
Njálu, Njáll og Gunnar, finn-
ast mér ærið einfaldar. Þær
vantarallafjölbreytni. Gunnar
er að vísu hermannlegur og
allt það en ekki að sama skapi
margbrotinn. Njáll er alltof
„kristnaður.” Og að því leyti
er hann einnig einfaldur
Hann er alltof góður og full-
kominn, allt fer honum vel úr
hendi, liann verður aldrei óður
af bræði og er því ekki eins
mannlegur og Egill.
Einhafði lesið
Eglu á ensku,
annar rýnt í skrif Borges...
- Þú hefur verið með 6 nem-
endur í forníslensku í vetur og
ætlar að halda áfram í haust
með nútímaíslensku líka.
Hvers vegna hafa spönsk ung-
menni áhuga á bókmenntum
þessum og tungu?
- Ja, ein hafði lesið Egils-
sögu á ensku og orðið svo
heilluð að hún vildi endilega
kynnast henni á frummálinu.
Annar hafði gluggað í skrif
Argentínumannsins José Luis
Borges, sem er mikill áhuga-
ntaður um forníslensku. Nú
svo kent ég náttúrlega inná
forníslensku í kennslu minni í
germönskum ntálvísindum.
Þar vaknaði áhugi einhverra
líka.
Er erfitt að kenna Spánverjum
íslensku?
- fslenska er flókið mál þótt ég
leggi meiri áherslu á að skoða
texta og þýða en að nemendur
liggi tímum saman yfir mál-
fræði. Með svolítilli setninga-
og orðmyndunarfræði er hægt
að fara að þýða allhratt, enda
er orðaforði íslendingasagna
fremur smár. Þetta fólk veit
líka hvað fallbeygingar og slíkt
er svo að það er ekki stórt
vandamál þótt það geti verið
snúið og tafsamt að kpmast að
því t.d. að fjarðar er eignarfall
af fjörður.
Ekkert samband við
íslenska fræðimenn...
Hefurðu eitthvert samband
við íslcnska fræðimenn, t.d.
við Háskóla íslands?
- Nei. Opinber tengsl eru
engin. Ég hef hitt einhverja
fyrir tilviljun á fræðiraanna-
þingunt og þvíumlíku og rætt
stuttlega við þá þar. Einhver
fyrirspurnarbréf hafa líka farið
á ntilli. Það er allt og sumt.
Væri gagnlegt ef H.í. sýndi
áhuga?
- Það væri ekki bara gagn-
legt heldur algjört grundvallar-
atriði. Mig vantar beint sam-
band til þess að geta fylgst með
því sem er að gerast í fræði-
störfum og bókmenntum á
íslandi, bæði gömlum og
nýjum. Ég er langt á eftir enda
rekur rit og bækur oft ekki á
fjörur mínar fyrr en eftir ára-
langa bið.
Happdrættisvinningur
eina vonin um
íslandsfór...
Nú vekur athygli að þú talar
nútíma-íslensku mæta vel og
ert að þýða úr fornmálinu en
hefur samt aldrei komið til
íslands. Langar þig ekki að
heimsækja Reykholt,
Skálholt, Odda, Bergþórs-
hvol...?
- Jú að sjálfsögðu, maður.
Ég hef oft hugsað um leiðina
sem ég færi, um Suðurland,
sunnan Vatnajökuls, norður
um Austfirði, um Norðurland,
Vestfirði, ísafjörð - en þetta
er svo dýrt. Ég hef margoft
haft í hyggju að fara, reynt að
fá styrki - Spánska mennta-
málaráðuneytið var t.d. búið
að gefa mér vilyrði um aðstoð
en það hefur ekkert komið út
úr því ennþá. Eina vonin er að
maður vinni í happdrætti...
Sunnudagur 10. júní 1984 11
Tískufatasaumurinn í l
heimahúsum stóreykst
Komið í tísku að ganga
heimasaumuðu
■ Dr. Bernárdes ásamt nemendum sínum sem allir leggja stund á íslensku.
einn nemanda sem kom of seint í tíma.
A myndina vantar
býður kostaboð
Nú er tœkifœri til að eignast mest seldu og
vinsœlustu saumavélina í Evrópu í dag
SINGER 7146 fyrir aðeins
Kr. 10.652.-
Kennsla innifalin.
SINGER 7146:
Fríarmur - Sjálfvirkur hnappagatasaumur - Styrktur
teygjusaumur (Overlock) - Einföld í notkun - Spóla sett
i ofanfrá - Skipting á saumafótum auðveld (Smelltir)
Singer saumaskapur í 130 ár
Komið og kynnist SINGER
nMqawn
fíMiuúa
^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903
og kaupfélögin
um
land allt